Bæjarráð
461. fundur
25. janúar 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Skammtímafjármögnun Fjarðabyggðar 2016
Lagt er til að bæjarráð heimili að framlengja í allt að eitt ár yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka.
Bæjarráð samþykkir að framlengja í allt að eitt ár yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka á greiðslureikningi Fjarðabyggðar fyrir allt að 200 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir að framlengja í allt að eitt ár yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka á greiðslureikningi Fjarðabyggðar fyrir allt að 200 milljónir króna.
2.
Átaksverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni - Ræsing
Átaksverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni - Ræsing. Verkefnið hefur það að markmiði að auka fjölbreytni starfa. Lagt til að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu með framlagi upp á eina milljón kr. sem takist af liðnum óráðstafað.
Bæjarráð samþykkir að leggja til verkefnisins eina milljón kr. og felur bæjarstjóra undirritun samnings. Bæjarstjóri verður fulltrúi í nefndinni. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Bæjarráð samþykkir að leggja til verkefnisins eina milljón kr. og felur bæjarstjóra undirritun samnings. Bæjarstjóri verður fulltrúi í nefndinni. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
3.
Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Farið yfir málið og framgang verkefnisins.
Bæjarritar falið að yfirfara gögn frá Eflu og leggja tillögu fyrir bæjarráð.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarritar falið að yfirfara gögn frá Eflu og leggja tillögu fyrir bæjarráð.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
4.
Starfshópur um þróun almenningsamgangna á Austurlandi ( SvAust )
Samkvæmt ákvörðun aðalfundar og stjórnar SSA verður unnið að þróun almenningssamganga á Austurlandi.
Lagt fram til kynningar erindisbréf fyrir starfshóp um þróun almenningssamganga á Austurlandi auk minnisblaðs bæjarstjóra.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagt fram til kynningar erindisbréf fyrir starfshóp um þróun almenningssamganga á Austurlandi auk minnisblaðs bæjarstjóra.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
5.
Eistnaflug 2016
Lögð fram til kynningar drög að samningi við Millifótakonfekt ehf. vegna framkvæmdar Eistnaflugshátíðarinnar 2016.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Millifótakonfekt ehf. um hátíðina.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Millifótakonfekt ehf. um hátíðina.
6.
Tillaga um afleysingu félagsmálastjóra í fæðingarorlofi
Tillaga bæjarstjóra lögð fram til kynningar og afgreiðslu.
Fræðslustjóri leysir félagsmálastjóra af í fæðingarorlofi og leiðir starf fjölskyldusviðs í afleysingu.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Fræðslustjóri leysir félagsmálastjóra af í fæðingarorlofi og leiðir starf fjölskyldusviðs í afleysingu.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
7.
Reglur um sérstakar húsaleigubætur 2016
Félagsmálanefnd samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar sl. tillögur að breytingum á reglum vegna sérstakra húsaleigubóta og matskvarða og vísaði til bæjarráðs til umræðu og afgreiðslu.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
8.
Tillaga um breytingu á afslætti vegna heimaþjónustu
Félagsmálanefnd samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar tillögur til breytinga á gjaldi vegna félagslegrar heimaþjónustu. Félagsmálanefnd vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir tillögur um breytingu á gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu sem lagðar eru til í minnisblaðinu.
Bæjarráð samþykkir tillögur um breytingu á gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu sem lagðar eru til í minnisblaðinu.
9.
Aðalfundur Samorku 19.febrúar 2016
Aðalfundur Samorku verður haldinn föstudaginn 19. febrúar nk. kl. 10:30 á Icelandair Hótel Natura (Loftleiðir) Ársfundur samtakanna verður haldinn síðar sama dag kl. 13:00.
Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu.
Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu.
10.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2016
Fundargerð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 15.janúar 2016, lögð fram til kynningar.
Bæjarráð tekur undir bókun samtakanna hvað varðar viðskiptaþvinganir á Rússland.
Bæjarráð tekur undir bókun samtakanna hvað varðar viðskiptaþvinganir á Rússland.
11.
Fundargerðir stjórnar SSA 2015
Fundargerðir stjórnar SSA frá 15. desember 2015 og 14. janúar 2016, lagðar fram til kynningar.
12.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2016
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 79 frá 20. janúar 2016, lögð fram til kynningar.
13.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 18
Fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar nr. 18 frá 20.janúar 2016, lögð fram til kynningar.