Fara í efni

Bæjarráð

462. fundur
1. febrúar 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Endurskoðun starfsmannastefnu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1106083
Þennan lið dagskrár fundar sat forstöðumaður stjórnsýslu.
Framlagt minnisblað um vinnu við endurskoðun á starfsmannastefnu Fjarðabyggðar.
Rætt um framgang stefnunnar og áframhaldandi vinnu stjórnsýslu- og þjónustusviðs ásamt starfshóp sem unnið hefur að endurskoðun stefnunnar.
Forstöðumanni stjórnsýslu og bæjarritara falið að vinna áfram að stefnunni ásamt starfshópnum á grundvelli minnisblaðsins og upplýsa bæjarráð um framgang hennar síðar.
2.
Framtíð gömlu Hulduhlíðar
Málsnúmer 1302140
Til umræðu tillaga að auglýsingu um sölu gömlu Hulduhlíðar.
Bæjarráð sammála um að kannað verði hvort vilji og áhugi sé fyrir því að byggð verði upp öldrunartengd þjónusta og/eða íbúðir, með almennri opinberri auglýsingu.
Bæjarstjóra falið að rita hlutaðeigandi ráðuneytum bréf um hugmyndirnar og fá afstöðu til þeirra. Jafnframt að ganga frá auglýsingu þar sem gamla Hulduhlíð er auglýst til sölu.
3.
Tímabundin gisting í húsnæði gömlu Hulduhlíðar
Málsnúmer 1601272
Fyrirspurn Ferðaþjónustunnar á Mjóeyri um tímabundna gistingu í húsnæði gömlu Hulduhlíðar á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að húsið verði ekki leigt út meðan unnið er að ráðstöfun húseignarinnar.
Verði eigninni ekki ráðstafað í söluferli kemur til greina að auglýsa nýtingu hússins til annarra nota.
4.
Leiga/ rekstur á Félagslundi á Reyðarfirði
Málsnúmer 1601182
Tekin umræða um útboð og rekstrarfyrirkomulag Félagslundar á Reyðarfirði.
Aðilar hafa lýst áhuga sínum á að taka húsið á leigu til lengri tíma.
Bæjarráð samþykkir að félagsheimilið verði auglýst samkvæmt samningskaupalýsingu.
5.
Styrktarumsókn - Málfundafélag Menntaskólans á Egilsstöðum
Málsnúmer 1601255
Framlögð beiðni frá Málfundafélagi Menntaskólans á Egilsstöðum þar sem óskað er eftir styrk til mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Farið er fram á 100.000 kr. styrk.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðninni.
6.
Rammasamningur - 41315TLA
Málsnúmer 1601181
Framlagður til staðfestingar samningur við IBM Danmark um fjármögnunarsamning vegna kaupa á tölvubúnaði fyrir kennara leikskóla Fjarðabyggðar.
Kaup á búnaði er innan fjárhagsáætlunar 2016 í fræðslumálum.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
7.
Samningur um framlag
Málsnúmer 1601038
Framlagður til staðfestingar samningur við Skemmtifélag starfsmanna Fjarðabyggðar um árlegan styrk til félagsins. Fyrsta greiðsla er vegna ársins 2015.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
8.
Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Málsnúmer 1411143
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi sveitarstjóra á Austurlandi og verkefnastjóra sveitarstjórnarmála hjá Sambandi sveitarfélagi á Austurlandi um ljósleiðaravæðingu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt bæjarritara að vinna að málinu áfram og leggja tillögu fyrir næst fund um áframhaldandi forvinnu.
9.
Áfangastaðurinn Austurland - kynning
Málsnúmer 1503052
Þennan lið dagskrár sat markaðs- og upplýsingafulltrúi
Minnisblað markaðs- og upplýsingafulltrúa lagt fram sem fjallar um næstu skref við áfangastaðahönnun. Farið yfir verkefni sem eru framundan sem tengjast innleiðingu.
10.
400.mál til umsagnar frumvarp til laga um um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds)
Málsnúmer 1601265
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 32/2004 (skilgreining og álagning vatnsgjalds). Í frumvarpi þessu er kveðið á um tilteknar breytingar á lögum nr. 32/2004, um vatnsveitur
sveitarfélaga. Breytingarnar varða skilgreiningu og álagningu vatnsgjalds, sem lagt er á allar fasteignir sem tengdar eru vatnsveitum sveitarfélaganna. Frumvarpið er flutt samhliða frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, en þær breytingar varða skilgreiningu og álagningu fráveitugjalds með sambærilegum hætti. Tilefni frumvarpsins eru tveir dómar Hæstaréttar (mál nr. 396/2013 og 397/2013) sem báðir lutu að álagningu vatnsgjalds samkvæmt lögum um vatnsveitur sveitarfélaga. Vísað til fjármálastjóra sem greini áhrif af frumvarpinu á sveitarfélagið.
Vísað til næstu funda eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarráðs með greinargerð fjármálastjóra.
11.
404.mál til umsagnar frumvarp til laga um um uppbyggingu og rekstur fráveitna
Málsnúmer 1601266
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009 (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna). Samkvæmt 14. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, er heimilt að innheimta fráveitugjald af öllum fasteignum sem tengdar eru eða munu tengjast fráveitu sveitarfélags. Vísað til fjármálastjóra sem greini áhrif af frumvarpinu á sveitarfélagið.
Vísað til næstu funda eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarráðs með greinargerð fjármálastjóra.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 136
Málsnúmer 1601013F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 136 frá 25.janúar 2016, lögð fram til kynningar.