Bæjarráð
463. fundur
15. febrúar 2016 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur málaflokka, launakostnað og framkvæmdir janúar - desember 2015.
Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur málaflokka, launakostnað og framkvæmdir janúar - desember 2015.
2.
Fjármál 2016
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Umræða um rekstur Fjarðabyggðar 2016. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og yfirlit yfir kostnað vegna snjómoksturs.
Vísað til sviðsstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs og eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
Umræða um rekstur Fjarðabyggðar 2016. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og yfirlit yfir kostnað vegna snjómoksturs.
Vísað til sviðsstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs og eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
3.
Umsókn að rammasamningum Ríkiskaupa 2016
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Aðild að rammasamningum Ríkiskaupa á árinu 2016.
Bæjarráð samþykkir aðild að rammasamningnum fyrir árið 2016 og áframhaldandi aðild þar til annað hefur verið ákveðið.
Aðild að rammasamningum Ríkiskaupa á árinu 2016.
Bæjarráð samþykkir aðild að rammasamningnum fyrir árið 2016 og áframhaldandi aðild þar til annað hefur verið ákveðið.
4.
Ísland ljóstengt - Ályktun frá sveitarfélögum á Austurlandi
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Ályktun bæjar- og sveitarstjóra á Austurlandi þar sem mótmælt er fyrirhuguðu fyrirkomulagi á úthlutun fjármuna til verkefnisins Ísland ljóstengt þar sem sveitarfélögum er boðið að gera tilboð í fjármagn til ljóstengingar og þau sem bjóða lægsta verð á tengingu fá úthlutað.
Ályktun bæjar- og sveitarstjóra á Austurlandi þar sem mótmælt er fyrirhuguðu fyrirkomulagi á úthlutun fjármuna til verkefnisins Ísland ljóstengt þar sem sveitarfélögum er boðið að gera tilboð í fjármagn til ljóstengingar og þau sem bjóða lægsta verð á tengingu fá úthlutað.
5.
Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Bæjarráð fól bæjarstjóra ásamt bæjarritara á fundi 1. febrúar sl. að vinna að málinu áfram og leggja tillögu fyrir næst fund um áframhaldandi forvinnu.
Fram er lagt minnisblað og tillaga um áframhald verkefnis.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram eftir leiðbeiningum Póst- og fjarskiptastofnunar að undirbúningi ljósleiðaravæðingu dreifbýlis til samræmis við áherslur ríkisins. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Bæjarráð fól bæjarstjóra ásamt bæjarritara á fundi 1. febrúar sl. að vinna að málinu áfram og leggja tillögu fyrir næst fund um áframhaldandi forvinnu.
Fram er lagt minnisblað og tillaga um áframhald verkefnis.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram eftir leiðbeiningum Póst- og fjarskiptastofnunar að undirbúningi ljósleiðaravæðingu dreifbýlis til samræmis við áherslur ríkisins. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
6.
Forvarnar- og öryggismál
Framlögð tillaga um skipan forvarnar- og öryggisnefndar til samræmis við samning Vátryggingarfélags Íslands og Fjarðabyggðar. Nefndin hafi viðtækt hlutverk í mótun forvarnarmála til að fækka slysum og auka öryggi.
Bæjarráð samþykkir skipan nefndarinnar.
Bæjarráð samþykkir skipan nefndarinnar.
7.
730 Hraun 6 - umsókn um lóð
Gámaþjónusta Austurlands - Sjónarás ehf. sótti um lóð nr. 6 við Hraun þann 18. desember 2014 og er umsóknin fallin úr gildi í dag. Fyrirtækið hefur óskað eftir að hafa forgang að lóðinni fram undir árslok 2016.
Hafnarstjórn og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mæla með að við beiðninni verði orðið en komi umsókn um lóðina á tímabilinu verði Gámaþjónusta Austurlands - Sjónarás að svara strax hvort þeir hyggist taka lóðina.
Bæjarráð samþykkir tillögur nefndanna.
Hafnarstjórn og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mæla með að við beiðninni verði orðið en komi umsókn um lóðina á tímabilinu verði Gámaþjónusta Austurlands - Sjónarás að svara strax hvort þeir hyggist taka lóðina.
Bæjarráð samþykkir tillögur nefndanna.
8.
Áskorun vegna niðurskurðar hjá sveitarfélögum
Framlagt til kynningar bréf Umboðsmanns barna þar sem minnt er á skyldu sveitarfélaga að setja hagsmuni barna i forgang. Er vísað til barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í því sambandi en tilefni athugasemdar er niðurskurður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
9.
Skíðasvæðið í Oddsskarði - útvistun rekstrar
Lagt fram til kynningar uppgjör á þjónustu- og leigusamningi um rekstur Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði frá 6. október 2015.
10.
Beiðni um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti 2016
Beiðni fræðslustjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti fyrir árið 2016 vegna ungmennafélaganna Leiknis og Austra, Golfklúbbs Norðfjarðar (golfskáli 1 og 2) og hestamannafélagsins Blæs (Dalahöllin). Um er að ræða styrk alls að fjárhæð kr. 800.560.-
Bæjarráð samþykkir tillögu um styrkveitingar með vísan til 2. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts félaga sem reka starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
Bæjarráð samþykkir tillögu um styrkveitingar með vísan til 2. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts félaga sem reka starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
11.
Kaupvangur - beiðni um styrk 2016 vegna endurgerðar hússins
Framlögð styrkumsókn vegna fasteignaskatts 2016 fyrir Hafnargötu 15 Fáskrúðsfirði - Kaupvang sem er friðað hús. Umsóknin er í samræmi við 3. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignagjalda. Fasteignaskattur hússins 2016 nemur kr. 48.850. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingafulltrúa.
Bæjarráð samþykkir tillögu um styrkveitingar með vísan til 3. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts vegna friðaðra húsa.
Bæjarráð samþykkir tillögu um styrkveitingar með vísan til 3. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts vegna friðaðra húsa.
12.
Stjórnendafræðsla
Bæjarstjóri fór yfir fyrirhugað stjórnendanám hjá Fjarðabyggð sem verið er að hrinda í framkvæmd.
13.
Reglur um sérstakar húsaleigubætur 2016
Reglum um sérstakar húsaleigubætur sem vísað er til bæjarráðs frá félagsmálanefnd.
Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
14.
400.mál til umsagnar frumvarp til laga um um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds)
Lögð fram greinargerð fjármálastjóra um áhrif frumvarps til laga um vatnsveitur sveitarfélaga.
15.
404.mál til umsagnar frumvarp til laga um um uppbyggingu og rekstur fráveitna
Lögð fram greinargerð fjármálastjóra um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna.
16.
Aðalfundur Sjóminjasafns Austurlands
Aðalfundur Sjóminjasafns Austurlands vegna ársins 2014 verður haldinn föstudaginn 19.febrúar kl. 16:00 í fundarsal Eskju.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum verði Jens Garðar Helgason.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum verði Jens Garðar Helgason.
17.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2016
Fundargerð stjórnarfundar frá 5.janúar 2016, lögð fram til kynningar.
18.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 137
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd nr. 137 frá 8.febrúar 2016, lögð fram til kynningar.
19.
Hafnarstjórn - 159
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 159 frá 9. febrúar 2016, lögð fram til kynningar.
20.
Fræðslunefnd - 25
Fundargerð fræðslunefndar nr. 25 frá 10. febrúar 2016, lögð fram til kynningar.
21.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2016
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 80 frá 10. febrúar 2016, lögð fram til kynningar.