Bæjarráð
464. fundur
23. febrúar 2016 kl. 15:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Þjónustusamningar við sveitarfélög vegna 2016
Þennan lið dagskrár sat Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar.
Framlagt bréf Austurbrúar til Fjarðabyggðar um þjónustusamning við Fjarðabyggð vegna fastra framlaga á árinu 2016.
Bæjarráð samþykkir þjónustusamninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Framlagt bréf Austurbrúar til Fjarðabyggðar um þjónustusamning við Fjarðabyggð vegna fastra framlaga á árinu 2016.
Bæjarráð samþykkir þjónustusamninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
2.
Nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði - Hulduhlíð
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlögð krafa Framkvæmdasýslu ríkisins um greiðslu umframkostnaðar við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Eskifirði.
Bæjarráð getur ekki fallist á kröfu Framkvæmdasýslu ríksins og vísar til bókunar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 12. maí 2014 þar að lútandi. Bæjarráð felur fjármálastjóra, í samstarfi við bæjarstjóra, að vinna að málinu áfram.
Framlögð krafa Framkvæmdasýslu ríkisins um greiðslu umframkostnaðar við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Eskifirði.
Bæjarráð getur ekki fallist á kröfu Framkvæmdasýslu ríksins og vísar til bókunar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 12. maí 2014 þar að lútandi. Bæjarráð felur fjármálastjóra, í samstarfi við bæjarstjóra, að vinna að málinu áfram.
3.
Fjarðabyggð til framtíðar - Trúnaðarmál
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir fasteignalista Eignasjóðs Fjarðabyggðar ásamt öðrum málum sem tengjast verkefninu Fjarðabyggð til framtíðar.
Farið yfir fasteignalista Eignasjóðs Fjarðabyggðar ásamt öðrum málum sem tengjast verkefninu Fjarðabyggð til framtíðar.
4.
Fjármál 2016
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlögð greinargerð félagsmálastjóra um útgjöld vegna dreifingu og framreiðslu matarbakka til eldri borgara.
Vísað til félagsmálanefndar og félagsmálastjóra til frekari úrvinnslu.
Framlögð greinargerð félagsmálastjóra um útgjöld vegna dreifingu og framreiðslu matarbakka til eldri borgara.
Vísað til félagsmálanefndar og félagsmálastjóra til frekari úrvinnslu.
5.
Óveðurstjón í desember 2015
Þennan lið dagskrár sat sviðsstjóri framkvæmda- umhverfis og veitusviðs.
Farið yfir stöðu mála vegna óveðurstjóns sem varð í desember 2015 og vinnu Viðlagatryggingar og viðbragðshóps forsætisráðuneytisins. Umræða tekin um grjótvarnir vegna ágangs sjávar á Eskifirði. Skýrsla Viðlagatryggingar vegna tjóna er á lokastigi. Bæjarráð mun fylgja málinu eftir. Vísað til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn.
Farið yfir stöðu mála vegna óveðurstjóns sem varð í desember 2015 og vinnu Viðlagatryggingar og viðbragðshóps forsætisráðuneytisins. Umræða tekin um grjótvarnir vegna ágangs sjávar á Eskifirði. Skýrsla Viðlagatryggingar vegna tjóna er á lokastigi. Bæjarráð mun fylgja málinu eftir. Vísað til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn.
6.
Safnaleiðsagnarkerfi
Framlagt minnisblað um uppsetningu safnaleiðsögukerfis í Stríðsárasafninu á Reyðarfirði, sem fyrsta áfanga í aukinni sjálfbærni miðlunar upplýsinga um söfn í Fjarðabyggð til gesta þeirra.
Vísað til menningar- og safnanefndar.
Vísað til menningar- og safnanefndar.
7.
Hækkun á gjaldskrá sölu raforku hjá Rafveitu Reyðarfjarðar
Tillaga um hækkun á sölugjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar. Hækkunin kemur til af hækkun frá Landsvirkjun upp á tæplega 3 % frá 1.janúar 2016 og verðbólgu og vísitölu hækkunum.
Til að mæta þessum hækkunum er lagt til að sala raforku hækki um 3,7 % frá 1. mars nk.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt hækkun og vísað til staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir hækkun sölugjaldskrár.
Til að mæta þessum hækkunum er lagt til að sala raforku hækki um 3,7 % frá 1. mars nk.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt hækkun og vísað til staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir hækkun sölugjaldskrár.
8.
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2016
Framlögð auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga en aðalfundur verður haldinn 8. apríl nk.
9.
Fundargerðir stjórnar SSA 2016
Fundargerð stjórnar SSA frá 16.febrúar 2016, lögð fram til kynningar.
10.
Samgöngunefnd SSA - fundargerðir 2016
Fundargerð samgöngunefndar SSA frá 11.febrúar 2016, lögð fram til kynningar.
11.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2016
Fundargerð stjórnar samtaka sjávarútvegsfyrirtækja nr. 26 lögð fram til kynningar.