Fara í efni

Bæjarráð

465. fundur
29. febrúar 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjármál 2016
Málsnúmer 1602076
Farið yfir orkukostnað sveitarfélagsins og fjármál Hitaveitu Fjarðabyggðar.
Orkukostnaði vísað til skoðunar hjá framkvæmda-, umhverfis- og veitusviði og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
2.
Fjarðabyggð til framtíðar - Trúnaðarmál
Málsnúmer 1411075
Framhald umræðu um verkefnið Fjarðabyggðar til framtíðar.
Áframhaldandi umræðu um lista yfir fasteignir Fjarðabyggðar.
Vísað til frekari úrvinnslu hjá bæjarstjóra og fjármálastjóra.
Jafnframt vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
3.
Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1411001
Áframhald vinnu frá fundi 23. nóvember. Fræðslunefnd og félagsmálanefnd hafa tekið fjölskyldustefnuna til umfjöllunar á fundum sínum 10. febrúar s.l. sem og íþrótta- og tómstundanefnd 26. febrúar og henni vísað til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Vísað til fjölskyldusviðs til vinna drög að kostnaðargreiningu og forgangsröðunar.
Tekið að því loknu fyrir í bæjarráði og vísað til bæjarstjórnar í framhaldi.
4.
Ósk um lausn frá nefndarstörfum
Málsnúmer 1602119
Anna Sigríður Karlsdóttir hefur óskað eftir lausn frá setu í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd sem varamaður vegna búferlaflutninga.
Framsóknarflokkurinn skipar Huldu Sigrúnu Guðmundsdóttur sem varamann Önnu Sigríðar Karlsdóttur í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
5.
296.mál til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)
Málsnúmer 1602122
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)
Breytingar eru að þar sem íbúar eru fleiri en 50.000 geti fjöldi verið 15 til 23 í sveitarstjórn.
6.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 138
Málsnúmer 1602012F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 22. febrúar lögð fram til kynningar
7.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 19
Málsnúmer 1602013F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 25. febrúar lögð fram til kynningar.