Bæjarráð
466. fundur
7. mars 2016 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjarðabyggð til framtíðar - Trúnaðarmál
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Áframhaldandi umræða um lista yfir fasteignir Fjarðabyggðar.
Áframhaldandi umræða um lista yfir fasteignir Fjarðabyggðar.
2.
Fjármál 2016
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Samkvæmt leigusamningi milli Fasteignafélagsins Eikar og Fjarðabyggðar er virkur kaupréttur 1.maí 2016 að Melgerði 13 Reyðarfirði. Fram verða lagðir útreikningar á hagkvæmni þess að kaupa húsnæðið. Umræða tekin um nýtingu kaupréttar að fasteigninni.
Fjármálastjóra falin áframhaldandi vinnsla málsins.
Samkvæmt leigusamningi milli Fasteignafélagsins Eikar og Fjarðabyggðar er virkur kaupréttur 1.maí 2016 að Melgerði 13 Reyðarfirði. Fram verða lagðir útreikningar á hagkvæmni þess að kaupa húsnæðið. Umræða tekin um nýtingu kaupréttar að fasteigninni.
Fjármálastjóra falin áframhaldandi vinnsla málsins.
3.
Fjárhagsáætlun 2016 - Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Frá fundi menningar- og safnanefndar 1.mars sl. Beiðni Héraðsskjalasafns Austfirðinga um aukið rekstrarframlag á árinu 2016 vegna ófyrirséðra hækkana á launum á árinu 2016. Lögð fram ný fjárhagsáætlun safnsins en þar er gert ráð fyrir að framlag Fjarðabyggðar hækki um 470.000. Menningar- og safnanefnd vísar beiðni til bæjarráðs. Samþykkt með fyrirvara um samþykki annarra eignaraðila að safninu. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
4.
Umsókn um styrk til greiðslu á fasteignaskatti 2016
Framlögð umsókn Listasmiðju Norðfjarðar um styrk til greiðslu fasteignaskatts ársins 2016, skv. 4.gr. reglna um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir að veita Listasmiðju Norðfjarðar styrk til greiðslu fasteignaskatts árið 2016. Samþykkt á grundvelli 4. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignagjalda.
Bæjarráð samþykkir að veita Listasmiðju Norðfjarðar styrk til greiðslu fasteignaskatts árið 2016. Samþykkt á grundvelli 4. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignagjalda.
5.
Samningur um sjúkraflutninga 2016
Fyrir liggja meðfylgjandi drög að samningi á milli HSA og Fjarðabyggðar um sjúkraflutninga í Fjarðabyggð. Jafnframt kröfulýsing Landlæknis frá 2012 vegna sjúkraflutninga og minnisblað slökkviliðsstjóra vegna samningsins. Samningur er til þriggja ára.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
6.
Safnaleiðsagnarkerfi
Framlagt minnisblað um uppsetningu safnaleiðsögukerfis (app) í Stríðsárasafninu á Reyðarfirði sem fyrsta áfanga í sjálfbærri safnaleiðsögn. Tilgangur með innleiðingu á safnaleiðsögukerfi er að bæta þjónustu við gesti safnanna og þá sérstaklega þá sem eru af erlendu bergi brotnir og verður kerfið með íslensku og ensku tali. Snalltækjavæðing er notuð til að miðla efni og verður snjalltæki afhent gestum en þeir geta líka notað eigin snjalltæki. Kerfið eykur afkastagetu safnanna og styður starfsmenn þeirra í að taka við gestum og veita þeim þjónustu óháð hversu margir koma í söfnin eða af hvaða þjóðerni gestir eru.Ljóst er að menningar- og safnanefnd hefur ekki fjármagn til úthlutunar í verkefnið i málaflokki 05, en nefndin er hlynnt ofangreindum hugmyndum sem lið í frekari þjónustu og markaðssókn safnanna.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og tekið þá samhliða markaðsmálum sveitarfélagsins.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og tekið þá samhliða markaðsmálum sveitarfélagsins.
7.
Áhersluverkefni í byggðamálum 2016
Óskað er eftir tilnefningum í starfshóp um svæðisskipulag á Austurlandi fyrir 10. mars nk.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi Fjarðabyggðar í starfshópnum.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi Fjarðabyggðar í starfshópnum.
8.
Sóknaráætlun Austurlands 2015 - 2019
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir var fulltrúi Fjarðabyggðar í samráðsvettvangi um sóknaráætlun og því þarf að skipa nýjan fulltrúa sveitarfélagsins. Framundan er endurskoðun sóknaráætlunar Austurlands og samráðsvettvangurinn verður því kallaður saman.
Þriðjudaginn 15. mars nk. frá kl. 17:00 - 20:00 verður haldinn opinn íbúafundur um endurskoðun sóknaráætlunar Austurlands í Valaskjálf á Egilsstöðum. Kjörnir fulltrúar eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn.
Bæjarráð samþykkir að markaðs- og upplýsingafulltrúi taki sæti í samráðsvettvangi um sóknaráætlun.
Þriðjudaginn 15. mars nk. frá kl. 17:00 - 20:00 verður haldinn opinn íbúafundur um endurskoðun sóknaráætlunar Austurlands í Valaskjálf á Egilsstöðum. Kjörnir fulltrúar eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn.
Bæjarráð samþykkir að markaðs- og upplýsingafulltrúi taki sæti í samráðsvettvangi um sóknaráætlun.
9.
Landsþing sambandsins 8. apríl
Landsþing sambandsins verður haldið 8.apríl nk. á Grand Hótel Reykjavík.
Fulltrúar Fjarðabyggðar á fundinum eru Eydís Ásbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason og Jón Björn Hákonarson ásamt Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra.
Fulltrúar Fjarðabyggðar á fundinum eru Eydís Ásbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason og Jón Björn Hákonarson ásamt Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra.
10.
50.ára afmæli Sambands sveitarfélaga á Austurlandi
Í tilefni af 50 ára afmælis Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á þessu ári, verður haldið málþing fimmtudaginn 31. mars nk. frá kl. 10:00 - 17:00. Meginþema málþingsins er uppbygging þekkingarsamfélags á Austurlandi og verður Frank Rennie, prófessor við University of Highlands and Islands í Skotlandi, með aðalframsögu. Þá munu fulltrúar háskólastofnana á Íslandi, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Alþingis taka til máls. Nánari upplýsingar um dagskrá og staðsetningu verða sendar síðar.
Bæjarráð samþykkir að Fjarðabyggð verði gestgjafi þingsins og felur bæjarritara undirbúning þess í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir að Fjarðabyggð verði gestgjafi þingsins og felur bæjarritara undirbúning þess í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Austurlandi.
11.
Jafnlaunaúttekt
Þorkell Guðmundsson og Hafsteinn Einarsson frá Pricewather H Cooper voru í símasambandi við fundinn og kynntu niðurstöður jafnlaunaúttektar.
Fjarðabyggð hlýtur gullmerki jafnlaunaúttektar PWC sem viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur þar sem launamunur kynja er innan viðmiðunarmarka. Launamunur vegna grunnlauna nemur 1,1% og heildarlauna 2% sem er ekki skýranlegur munur. Bæjarráð fagnar niðurstöðum könnunar. Vísað til félagsmálanefndar.
Fjarðabyggð hlýtur gullmerki jafnlaunaúttektar PWC sem viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur þar sem launamunur kynja er innan viðmiðunarmarka. Launamunur vegna grunnlauna nemur 1,1% og heildarlauna 2% sem er ekki skýranlegur munur. Bæjarráð fagnar niðurstöðum könnunar. Vísað til félagsmálanefndar.
12.
Erindi frá Yrkjusjóði - ósk um stuðning - 2016
Beiðni Yrkjusjóðsins um styrk að lágmarki kr. 150.000 vegna gróðursetningar grunnskólabarna á trjáplöntum.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni Yrkjusjóðsins og beinir því til grunnskóla í Fjarðabyggð að vera í samstarfi við skógræktarfélög í Fjarðabyggð um gróðursetningu.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni Yrkjusjóðsins og beinir því til grunnskóla í Fjarðabyggð að vera í samstarfi við skógræktarfélög í Fjarðabyggð um gróðursetningu.
13.
Ósk um stuðning við Nótuna - uppskeruhátíð tónlistarskóla í formi styrktarlínu.
Þennan lið dagskrár sat fræðslustjóri.
Beiðni um 35.000 kr. styrktarlínu við Nótuna - uppskeruhátíð tónlistarskólanna.
Bæjarráð getur ekki orðið við styrkbeiðni en mun styrkja tónlistarskólana í Fjarðabyggð til þátttöku tónlistarnema í keppninni í samráði við fræðslustjóra.
Beiðni um 35.000 kr. styrktarlínu við Nótuna - uppskeruhátíð tónlistarskólanna.
Bæjarráð getur ekki orðið við styrkbeiðni en mun styrkja tónlistarskólana í Fjarðabyggð til þátttöku tónlistarnema í keppninni í samráði við fræðslustjóra.
14.
Fundargerðir - samtaka svf á köldum svæðum
Fundargerð stjórnar samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 19.febrúar sl., lögð fram til kynningar.
15.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2016
Fundargerðir stjórnar sambandsins nr. 835 og nr. 836, lagðar fram til kynningar.
16.
Menningar- og safnanefnd - 21
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 1. mars sl. lögð fram til kynningar.