Bæjarráð
467. fundur
14. mars 2016 kl. 17:00 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Kristín Gestsdóttir Varamaður
Elvar Jónsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Bæjarstjóri fór yfir fund sinn með Mílu sem haldinn var í síðustu viku.
Fyrir liggur tilboð Eflu verkfræðistofu hf. í næsta áfanga undirbúningsvinnu vegna lagningar ljósleiðara, forhönnun kerfis, gerð útboðsgagna o.fl. í dreifbýli í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Eflu um verkefnið og þeim verði falið fyrst að skoða sérstaklega mögulega samlegð við önnur fjarskiptafyrirtæki. Bæjarstjóra falið að undirrita samninga þar að lútandi og áfangaskiptingu verkefnisins.
Fyrir liggur tilboð Eflu verkfræðistofu hf. í næsta áfanga undirbúningsvinnu vegna lagningar ljósleiðara, forhönnun kerfis, gerð útboðsgagna o.fl. í dreifbýli í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Eflu um verkefnið og þeim verði falið fyrst að skoða sérstaklega mögulega samlegð við önnur fjarskiptafyrirtæki. Bæjarstjóra falið að undirrita samninga þar að lútandi og áfangaskiptingu verkefnisins.
2.
Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar
Fræðslunefnd og félagsmálanefnd hafa tekið fjölskyldustefnuna til umfjöllunar á fundum sínum 10. febrúar sl. sem og íþrótta- og tómstundanefnd á fundi 26.febrúar og stefnunni vísað til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Fyrir liggur forgangsröðun frá fjölskyldusviði og kostnaðargreining. Gerð er tillaga í minnisblaði um aukna fjárheimild á árinu 2016 að fjárhæð 2,7 milljónir kr. sem tengist m.a. forvarnarmálum.
Bæjarráð samþykkir að kostnaði verði mætt af liðnum óráðstafað 21690. Fjármögnun stefnunnar að öðru leyti vísað til fjárhagsáætlunar 2017.
Bæjarráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fyrir liggur forgangsröðun frá fjölskyldusviði og kostnaðargreining. Gerð er tillaga í minnisblaði um aukna fjárheimild á árinu 2016 að fjárhæð 2,7 milljónir kr. sem tengist m.a. forvarnarmálum.
Bæjarráð samþykkir að kostnaði verði mætt af liðnum óráðstafað 21690. Fjármögnun stefnunnar að öðru leyti vísað til fjárhagsáætlunar 2017.
Bæjarráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3.
Gjaldskrá Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn
Félagsmálanefnd samþykkti á fundi sínum þann 7. mars sl. uppfærslu á gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna til handa fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra og vísaði henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði. Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.
4.
Ferðaþjónusta fatlaðra - reglur
Félagsmálanefnd samþykkti á fundi sínum þann 7. mars sl. tillögur til breytinga á reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og vísaði til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs. Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
5.
Safnaleiðsagnarkerfi
Þennan lið dagskrár sátu markaðs- og upplýsingafulltrúi og forstöðumaður menningar- og safnamála.
Frá síðasta fundi. Framlagt minnisblað um uppsetningu safnaleiðsögukerfis (app) í Stríðsárasafninu á Reyðarfirði sem fyrsta áfanga í sjálfbærri safnaleiðsögn. Tilgangur með innleiðingu á safnaleiðsögukerfi er að bæta þjónustu við gesti safnanna og þá sérstaklega þá sem eru af erlendu bergi brotnir og verður kerfið með íslensku og ensku tali. Snalltækjavæðing er notuð til að miðla efni og verður snjalltæki afhent gestum en þeir geta líka notað eigin snjalltæki. Kerfið eykur afkastagetu safnanna og styður starfsmenn þeirra í að taka við gestum og veita þeim þjónustu óháð hversu margir koma í söfnin eða af hvaða þjóðerni gestir eru.Ljóst er að menningar- og safnanefnd hefur ekki fjármagn til úthlutunar í verkefnið i málaflokki 05, en nefndin er hlynnt ofangreindum hugmyndum sem lið í frekari þjónustu og markaðssókn safnanna.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í verkefnið og kostnaði mætt af lið 13610.
Frá síðasta fundi. Framlagt minnisblað um uppsetningu safnaleiðsögukerfis (app) í Stríðsárasafninu á Reyðarfirði sem fyrsta áfanga í sjálfbærri safnaleiðsögn. Tilgangur með innleiðingu á safnaleiðsögukerfi er að bæta þjónustu við gesti safnanna og þá sérstaklega þá sem eru af erlendu bergi brotnir og verður kerfið með íslensku og ensku tali. Snalltækjavæðing er notuð til að miðla efni og verður snjalltæki afhent gestum en þeir geta líka notað eigin snjalltæki. Kerfið eykur afkastagetu safnanna og styður starfsmenn þeirra í að taka við gestum og veita þeim þjónustu óháð hversu margir koma í söfnin eða af hvaða þjóðerni gestir eru.Ljóst er að menningar- og safnanefnd hefur ekki fjármagn til úthlutunar í verkefnið i málaflokki 05, en nefndin er hlynnt ofangreindum hugmyndum sem lið í frekari þjónustu og markaðssókn safnanna.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í verkefnið og kostnaði mætt af lið 13610.
6.
Birtingaráætlun Austurbrúar 2016 og markaðsáætlun
Þennan lið dagskrár sátu markaðs- og upplýsingafulltrúi og forstöðumaður menningar- og safnamála.
Birtingaráætlun Austurbrúar 2016 lögð fram til kynningar ásamt því að farið var yfir ráðstafanir í markaðsmálum á árinu 2016, áherslur og forgangsröðun.
Birtingaráætlun Austurbrúar 2016 lögð fram til kynningar ásamt því að farið var yfir ráðstafanir í markaðsmálum á árinu 2016, áherslur og forgangsröðun.
7.
Endurgreiðsluhlutfall Fjarðabyggðar vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar
Tekið fyrir bréf Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga um endurgreiðsluhlutfall á B deild Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar en lagt er til að endurgreiðsluhlutfallið verði óbreytt á milli ára og verði 66% á árinu 2016.
Bæjarráð samþykkir tillögu að endurgreiðsluhlutfalli.
Bæjarráð samþykkir tillögu að endurgreiðsluhlutfalli.
8.
Kaupréttarákvæði 2016 um Melgerði 13 Reyðarfirði
Samkvæmt leigusamningi um Melgerði 13 Reyðarfirði er opinn kaupréttur að húsnæðinu þann 1.maí 2016. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra.
Bæjarstjóra falið að hefja viðræður við Eik fasteignafélag um nýtingu kaupréttar eignarinnar.
Bæjarstjóra falið að hefja viðræður við Eik fasteignafélag um nýtingu kaupréttar eignarinnar.
9.
Umsókn um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámaeiningar á Hrauni 3.
Sótt er um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámaeiningu austan við byggingu Launafls að Hrauni 3.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
10.
Ofanflóðavarnir í Neskaupstað - Urðarteigur 37
Framlögð matsgerð og drög að kaupsamningi að höfðu samráði og samþykki Ofanflóðasjóðs vegna uppkaupa á fasteigninni að Urðarteigi 37 Neskaupstað. Uppkaupin eru vegna ofanflóðavarna en fasteignin er á skilgreindu hættusvæði.
Ofanflóðasjóður greiðir 90% kaupverðs sem er 15,5 milljónir kr.
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til endanlegrar ákvörðunar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að kaupa eignina. Bæjarstjóra falið að undirrita skjöl sem tengjast kaupum eignarinnar og frágangi við Ofanflóðasjóð.
Ofanflóðasjóður greiðir 90% kaupverðs sem er 15,5 milljónir kr.
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til endanlegrar ákvörðunar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að kaupa eignina. Bæjarstjóra falið að undirrita skjöl sem tengjast kaupum eignarinnar og frágangi við Ofanflóðasjóð.
11.
735 Leirubakki 4 - umsókn um lóð
Lagt fram bréf Þorsteins Kristjánssonar fh. Eskju hf, dagsett 7. mars 2016, þar sem sótt er um lóðina Leirubakka 4 á Eskifirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta Eskju lóðinni að Leirubakka 4 og vísaði umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Eskju hf. lóðinni Leirubakka 4 til Eskju hf.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Eskju hf. lóðinni Leirubakka 4 til Eskju hf.
12.
735 Leirubakki 7 - umsókn um lóð
Lagt fram bréf Þorsteins Kristjánssonar fh. Eskju hf, dagsett 7. mars 2016, þar sem sótt er um lóðina Leirubakka 7 á Eskifirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta Eskju lóðinni að Leirubakka 7 og vísaði umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Eskju hf. lóðinni Leirubakka 7 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Eskju hf. lóðinni Leirubakka 7 á Eskifirði.
13.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2014 - 2018
Pálína Margeirsdóttir hefur óskað eftir ótímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn og nefndum frá og með deginum í dag.
Svanhvít Yngvadóttir tekur sæti Pálínu sem aðalmaður í bæjarstjórn frá og með sama tíma.
Svanhvít Yngvadóttir tekur sæti Pálínu sem aðalmaður í bæjarstjórn frá og með sama tíma.
14.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2016
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 81 frá 7. mars 2016, lögð fram til kynningar.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 139
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 139 frá 7. mars 2016, lögð fram til kynningar.
16.
Hafnarstjórn - 160
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 160 frá 8. mars 2016, lögð fram til kynningar.
17.
Fræðslunefnd - 26
Fundargerð fræðslunefndar nr. 26 frá 10. mars 2016, lögð fram til kynningar.