Fara í efni

Bæjarráð

468. fundur
4. apríl 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
750 Hvammur - umsögn vegna kaupa á jörðinni
Málsnúmer 1603057
Óskað er eftir meðmælum Fjarðabyggðar vegna kaupa ábúenda á ríkisjörðinni Hvammi í Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð mælir með því að Erlingur Bjartur Oddsson og Sigurður Oddson fái jörðina Hvamm keypta með vísan til 26. gr. jarðalaga nr. 81.2004. Bæjarstjóra og byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að veita meðmælin.
2.
Dekkjakurl á spark- og knattspyrnuvöllum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1602155
Lagt fram bréf Foreldrafélags Nesskóla er varðar áhyggjur af dekkjakurli á gervigrasvöllum í Fjarðabyggð.
Fjallað var um málið á fundi íþrótta- og tómstundanefndar 15. mars sl. Íþrótta- og tómstundafulltrúa hefur verið falið að vinna áfram að áætlun og leiðum til að skipta út dekkjakurli af þeim völlum sem eru með dekkjagúmmí.
Í forgang verði settir sparkvellir sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt framkvæmda-, umhverfis- og veitusviði að vinna heildstæða kostnaðaráætlun um útskipti á gervigrasi á sparkvöllum sveitarfélagsins enda eru þeir í forgangi.
3.
Nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði - Hulduhlíð
Málsnúmer 0903017
Lögð fram drög að samkomulagi við Framkvæmdasýslu ríkisins um umframkostnað við byggingu hjúkrunarheimilis á Eskifirði ásamt fyrri gögnum frá Framkvæmdasýslu ríkisins um kostnað við bygginguna. Jafnframt minnisblöð frá bæjarstjóra og fjármálastjóra. Um er að ræða skuldbindingu vegna 15% greiðsluhluta sveitarfélagsins sem ekki er á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísar samkomulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar þar sem um er að ræða skuldbindingu sveitarfélagsins.
4.
Fjarðarheiðagöng - Bókun
Málsnúmer 1603097
Framlögð bókun bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 16.mars er varðar Fjarðarheiðargöng.
5.
Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2015
Málsnúmer 1509065
Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 8.mars sl., er varðar upplýsingar um framlög úr sjóðnum á árinu 2015, lagt fram til kynningar.
Vísað til fjármálastjóra.
6.
Gerð viðbragðsáætlunar vegna bráðamengunar í höfnum
Málsnúmer 1509001
Á fundi hafnarstjórnar 29. mars 2016 var fjallað um erindi frá Umhverfisstofnun dags. 31. ágúst 2015 þar sem bent er á að höfnum beri að skila inn viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar. Fyrir fundinum liggja drög að viðbragðsáætun fyrir Fjarðabyggðarhafnir og samþykkti hafnarstjórn drögin og vísaði þeim til staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.
7.
Byggðaáætlun 2017 - 2023
Málsnúmer 1604003
Byggðastofnun boðar til fundar með samráðsvettvangi sóknaráætlunar og fulltrúum sveitarfélaga á Austurlandi miðvikudaginn 13. apríl nk. frá kl. 17 - 19 í Þingmúla í Valaskjálf á Egilsstöðum.
Á fundinn koma fulltrúar Byggðastofnunar og lýsa meginmarkmiðum, vinnutilhögun og samráðsferli við gerð stefnumótandi byggðaáætlun 2017-2023.
8.
Framhaldasaðalfundur Samorku 15.apríl 2016
Málsnúmer 1603108
Framhaldsaðalfundur Samorku verður haldinn 15.apríl í Húsi atvinnulífsins í Reykjavík.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
9.
Fundargerðir stjórnar SSA 2016
Málsnúmer 1601213
Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 15.mars 2016, lögð fram til kynningar.
10.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2016
Málsnúmer 1603017
Fundargerð stjórnar frá 18. mars 2016, lögð fram til kynningar.
11.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2014 - 2018
Málsnúmer 1406123
Breytingar á nefndaskipan Framsóknarflokks.
Aðalheiður Vilbergsdóttir tekur sæti Pálínu Margeirsdóttur tímabundið í fjarveru hennar sem formaður fræðslunefndar.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 140
Málsnúmer 1603010F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 140 frá 21.mars 2016, lögð fram til kynningar.
13.
Hafnarstjórn - 161
Málsnúmer 1603011F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 161 frá 29.mars 2016, lögð fram til kynningar.
14.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 20
Málsnúmer 1603007F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 20 frá 15. mars 2016, lögð fram til kynningar.