Fara í efni

Bæjarráð

469. fundur
11. apríl 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2015
Málsnúmer 1604032
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins auk Magnúsar Jónssonar endurskoðanda Fjarðabyggðar sem gerði grein fyrir vinnu við ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2015.
2.
Rekstur málaflokka 2016 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1602052
Þennan lið fundarins sat fjármálastjóri. Framlagt sem trúnaðarmál, málaflokkayfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - febrúar 2016, launakostnað og skatttekjur janúar - mars 2016.
3.
Svæðisskipulag Austurlands
Málsnúmer 1602151
Lögð fram til kynningar fundargerð 1.fundar starfshóps á vegum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, um svæðisskipulag fyrir Austurland. Starfshópurinn hefur óskað eftir yfirlýsingu, um að sveitarfélögin á Austurlandi, lýsi yfir vilja til þáttöku í verkefni um svæðisskipulag Austurlands. Bæjarráð er tilbúið að vinna áfram að verkefninu náist samkomulag á milli sveitarfélaganna, um þá þætti sem skipulagið á að ná til. Ræddir voru ýmsir mögulegir þættir sem verkefnið gæti náð til. Bæjarstjóra falið að koma áherslum bæjarins á framfæri við starfshópinn.
4.
Endurskipulagning starfsemi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga
Málsnúmer 1604021
Möguleg endurskipulagning á starfsemi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Af hálfu sambandsins er einkum óskað eftir því að fá fram sem skýrasta afstöðu sveitarstjórnarmanna til þess hvort þeir telji æskilegt að hafin verði formleg vinna við að endurskipuleggja starfsemi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á þann hátt sem lýst er í framlögðu bréfi sambandsins frá 31.mars.
Vísað til umræðu í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
5.
Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir
Málsnúmer 1602108
Lögð fram drög að bréfi til Ofanflóðasjóðs vegna framkvæmda við Ljósá Eskifirði. Bæjarráð samþykkir að óska eftir við sjóðinn að framkvæmdin verði boðin út svo hún geti hafist sem fyrst.
6.
Skýrsla starfshóps sambandsins um úrgangsmál - til kynningar og umræðu
Málsnúmer 1604022
Lokaskýrsla starfshóps um úrgangsmál lögð fram til kynningar og vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
7.
Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs 4.maí 2016
Málsnúmer 1604028
Ársfundur Stapa verður haldinn miðvikudaginn 4.maí nk. kl. 14:00 í Hofi Akureyri. Lagt fram til kynningar og vísað til afgreiðslu hjá bæjarritara.
8.
Málstofa í Háskólanum á Akureyri um samvinnu sveitarfélaga föstudaginn 29. apríl kl. 13-15
Málsnúmer 1604023
Málstofa um samvinnu sveitarfélaga "Samstarf, sameining eða þriðja stjórnsýslustigið ?" verður haldin í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 29.apríl nk. frá kl. 13:00 - 15:00. Lagt fram til kynningar og forstöðumanni stjórnsýslu falið a kanna hvort ekki er hægt að fylgjast með málþinginu á netinu.
9.
Aðalfundur Sprisjóðs Austurlands hf - fundarboð
Málsnúmer 1604020
Boðað er til aðalfundar Sparisjóðs Austurlands 12.apríl 2016 kl. 16:00 í Safnahúsinu. Bæjarstjóra falið að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
10.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2016
Málsnúmer 1601210
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 82 frá 5. apríl 2016, lögð fram til kynningar.
11.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2016
Málsnúmer 1603122
Fundargerð Barnaverndarnefndar nr. 62 frá 31.mars 2016, lögð fram til kynningar.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 141
Málsnúmer 1604001F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 141 frá 4. apríl 2016, lögð fram til kynningar.