Fara í efni

Bæjarráð

470. fundur
25. apríl 2016 kl. 09:00 - 00:00
Nesskóla í Neskaupstað
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Varamaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2015
Málsnúmer 1604032
Trúnaðarmál.
Þennan dagskrárlið sátu fjármálastjóri og endurskoðandi sveitarfélagsins.
Kynnt drög að endurskoðunarskýrslu. Bæjarráð vísar ársreikningi fyrir Fjarðabyggð og stofnanir til fyrri umræðu í bæjarstjórn 28. apríl nk. Ársreikningur verður undirritaður á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 28. apríl fyrir bæjarstjórnarfund.
2.
Ársreikningur Búseta 2015
Málsnúmer 1604115
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Ársreikningur Húsnæðissamvinnufélagsins Búseta fyrir árið 2015 lagður fram til áritunar.
Bæjarstjóri staðfestir ársreikning með undirritun sinni.
3.
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf.
Málsnúmer 1604114
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. fyrir árið 2015 lagður fram til áritunar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með undirritun sinni.
4.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2015
Málsnúmer 1604112
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2015 lagður fram til áritunar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með undirritun sinni.
5.
Ársreikningur Rafveitu Fjarðabyggðar 2015
Málsnúmer 1604113
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir árið 2015 lagður fram til áritunar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með undirritun sinni.
6.
Forsetakosningar 2016
Málsnúmer 1604094
Framlögð viljayfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga og Innanríkisráðuneytis um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Jafnframt tölvupóstur Sýslumannsins á Austurlandi um utankjörfundaratkvæðagreiðslur.
Bæjarráð tekur vel í erindið og samþykkir að leggja til húsnæði bókasafna undir utankjörfundaratkvæðagreiðslur að því gefnu að húsnæði uppfylli viðmið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Bæjarritara falið að fylgja málinu eftir.
7.
Ósk um kaup á steinum í eigu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1604054
Framlag bréf Péturs Þ Sörenssonar f.h. Steinasafn Sörens og Sigurborgar þar sem óskað er eftir að kaupa steina í eigu Fjarðabyggðar til sýninga í safninu.
Bæjarráð óskar eftir umsögn Náttúrustofu Austurlands um erindið og vísar því jafnframt til umsagnar í menningar- og safnanefnd.
8.
Heimildarmynd um snjóflóðið í Neskaupstað 1974
Málsnúmer 1604118
Framlagt bréf Þórarins Hávarðssonar um gerð heimildarmyndar um snjóflóðin í Neskaupstað 1974. Óskað er eftir framlagi til verkefnisins að fjárhæð 1. milljón kr.
Bæjarráð tekur vel í erindið og samþykkir að vísa því til fjárhagsáætlunargerðar 2017. Styrkveitingar verði greiddar út í upphafi verks og þegar því er lokið, hálfri milljón í hvort skipti.
9.
Launakjör hlutastarfandi sjúkraflutningamanna
Málsnúmer 1503101
Framlögð samantekt á málum og kostnaði sveitarfélagsins vegna dómsmála tengdum starfsmannamálum síðustu tíu ára.
10.
638.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018
Málsnúmer 1604117
Framlögð til umsagnar þingsályktunartillaga um fjögurra ára samgönguáætlun 2015 til 2018. Lagt er til að á árunum 2015 -2018 skuli unnið að samgöngumálum í samræmi við eftirfarandi verkefnaáætlun sem er hluti af og innan ramma samgönguáætlunar fyrir árin 2011 - 2022 þar sem mörkuð er stefna og markmið sett fyrir allar greinar samgangna á gildistíma áætlunarinnar.
Bæjarráð fagnar því að þingsályktunartillagan geri ráð fyrir fullnaðarfjármögnun á Norðfjarðargöngum og þau verði tekin í notkun á árinu 2017. Þá er jafnframt fagnaðarefni að tryggt sé fjármagn til rannsókna á jarðgöngum til Seyðisfjarðar. Þó vekur vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til endurbóta á Suðurfjarðavegi enda löngu tímabært að ráðist sé í þær. Þá vill bæjarráð vekja athygli á því að nauðsynlegt sé að veita aukið fjármagn til innanlandsflugs þannig að það geti sinnt hlutverki sínu sem hluti af almenningssamgöngum þeirra sem búa á landsbyggðinni.
Bæjarritara falið að veita umsögn í samræmi við umræðu fundarins.
Vísað til kynningar í hafnarstjórn.
11.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2014 - 2018
Málsnúmer 1406124
Jens Garðar Helgason óskar eftir leyfi frá störfum í bæjarráði og bæjarstjórn frá 1. maí til 31. júlí nk. vegna starfa sinna á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Jón Björn Hákonarson verði formaður bæjarráðs og Valdimar O Hermannsson verði varaformaður bæjarráðs í fjarveru Jens Garðar Helgasonar. Jafnframt taki Dýrunn Pála Skaptadóttir sæti sem varamaður í bæjarráði og verði aðalfulltrúi í bæjarstjórn. Þá taki Elvar Jónsson sæti sem 1. varaforseti bæjarstjórnar og Kristín Gestsdóttir sem 2. varaforseti bæjarstjórnar þennan tíma.
12.
Ósk um tilnefningar í stjórn Austurbrúar ses.
Málsnúmer 1604084
Framlagt bréf starfsháttarnefndar Austurbrúar þar sem óskað er tilnefninga stofnaðila í stjórn stofnunarinnar fyrir 26. apríl en um er að ræða tilnefningar af vettvangi atvinnulífs, menningar og menntunar.
Óskað er tilnefningar karls og konu af þessum vettvöngum.
Vísað til fulltrúaráðsfundar.
13.
Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar 2016
Málsnúmer 1604064
Framlagt fundarboð ársfundar Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar á Austurlandi sem haldinn verður 3.maí nk. milli kl 14:00 og 18:00 í Valaskjálf á Egilsstöðum.
Lagt fram til kynningar og vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
14.
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands - 29. apríl kl. 14
Málsnúmer 1604081
Framlagt ársfundarboð Starfsendurhæfingar Austurlands en boðað er til fundar 29. apríl nk. kl 14:00 í húsnæði Afls, að Búðareyri 1 á Reyðarfirði.
Bæjarráð felur Eydísi Ásbjörnsdóttur að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum og formaður félagsmálanefndar sæki jafnframt fundinn.
15.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2016
Málsnúmer 1602064
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 1. apríl 2016.
16.
Fundargerðir stjórnar SSA 2016
Málsnúmer 1601213
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 19. apríl 2016.
17.
Menningar- og safnanefnd - 22
Málsnúmer 1604002F
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 14. apríl lögð fram til kynningar.
18.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 142
Málsnúmer 1604006F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. apríl sl. lögð fram til kynningar.
19.
Fræðslunefnd - 27
Málsnúmer 1604007F
Fundargerð fræðslunefndar frá 20. apríl sl. lögð fram til kynningar.