Bæjarráð
472. fundur
2. maí 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Forsetakosningar 2016
Kynnt nánari útfærsla á fyrirkomulagi utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað. Bæjarráð samþykkir að bjóða upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á bókasöfnunum á Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað, fram að kosningum, með samkomulagi við sýslumann um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar.
2.
Gjaldskrá safna 2016
Minnisblað forstöðumanns Safnastofnunar vegna fyrirkomulags á kynningu á ókeypis aðgangi íbúa Fjarðabyggðar að söfnum bæjarins 2016. Bæjarráð samþykkir að auglýsa ókeypis aðgang fyrir íbúa Fjarðabyggðar að söfnunum sumarið 2016. Skilyrði fyrir ókeypis aðgangi er að viðkomandi framvísi Fjarðabyggðarkorti.
3.
Áskorun til bæjarstjórnar vegna ofanflóðavarna í Neskaupstað
Framlagður undirskriftarlisti tíu íbúa í Neskaupstað vegna ofanflóðavarna á staðnum. Í erindinu er farið fram á skýringar innanríkisráðuneytisins á túlkun laga um ofanflóðasjóð. Fjarðabyggð mun ekki svara fyrir fyrirspurnir til innanríkisráðuneytisins en vekur athygli á því að ofanflóðavarnir eru unnar á grundvelli laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum frá 1997 og hættumati sem gert var fyrir Neskaupstað og staðfest 2002. Þessi framvæmd sem og aðrar hafa verið vel kynntar og hefur gefist og mun gefast, tækifæri til að koma athugasemdum að í því ferli, m.a. þegar hönnun mannvirkjanna verður kynnt. Þá mun sveitarfélagið leggja áherslu á, nú sem fyrr, að eftirlit með framkvæmdinni verði til fyrirmyndar og samstarf við verkaðila gott. Samstarf við Ofanflóðasjóð hefur í alla staði verið faglegt og sjónarmiðum allra aðila hefur verið haldið á lofti.
4.
Forkaupslisti Fjarðabyggðar 2016
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 5. apríl 2016, um forkaupsréttarlista Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að forkaupslista verði breytt til samræmis við minnisblað og vísaði endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir breytingar á forkaupsréttarlista og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá breytingum á listanum til auglýsingar í Stjórnartíðindum.
Vísað til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að forkaupslista verði breytt til samræmis við minnisblað og vísaði endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir breytingar á forkaupsréttarlista og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá breytingum á listanum til auglýsingar í Stjórnartíðindum.
Vísað til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn.
5.
Jarðsig á Sandskeiði á Eskifirði
Framlagt til kynningar bréf Vegagerðar um ráðstafanir á veginum ofan Sandskeiðs á Eskifirði og sig sem valdið hefur því að vegurinn er ójafn. Vegagerðin stefnir að bráðabirgðaviðgerðum á veginum.
6.
Menningarstefna - Trúnaðarmál
Drög að menningarstefnu lögð fram til yfirlestrar. Menningar- og safnanefnd hefur fjallað um stefnuna og fagnar tilurð hennar. Nefndin gerir ekki efnislegar athugasemdir við framlögð drög hennar. Jafnframt fól nefndin stjórnsýslu- og þjónustusviði að útbúa kostnaðargreiningu og drög að erindisbréfi starfsmanns menningarstofu. Formanni nefndarinnar var falið að kynna bæjarráði stefnuna og áherslur hennar.
Bæjarráð ræddi drög að menningarstefnu, felur bæjarstjóra að fara yfir útfærslur og leggja fyrir ráðið að nýju.
Bæjarráð ræddi drög að menningarstefnu, felur bæjarstjóra að fara yfir útfærslur og leggja fyrir ráðið að nýju.
7.
Óveðurstjón í desember 2015
Rætt um bætur sem fengust vegna tjóna sem urðu í desember vegna óveðurs og ráðstöfun þeirra. Ekki er komin sundurliðun endanlegrar bótafjárhæðar og verður málið tekið fyrir í bæjarráði þegar sundurliðun liggur fyrir.
8.
730 Holtagata 2 - umsókn um stækkun á lóð
Lagt fram bréf Andra Martin Sigurðssonar, dagsett 20. apríl 2016, þar sem sótt er um stækkun lóðar hans, að Holtagötu 2 á Reyðarfirði, um rúma þrjá metra til austurs. Gert er ráð fyrir byggingu bílskúrs að nýjum lóðarmörkum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, stækkun lóðarinnar að Holtagötu 2 og vísaði umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, stækkun lóðarinnar að Holtagötu 2 og vísaði umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.
9.
Ársfundur Austurbrúar ses 2016
Ársfundur Austurbrúar ses. verður haldinn á Hótel Framtíð Djúpavogi, 11. maí nk. kl. 15:00. Bæjarráð mun sækja fundinn en bæjarritari mun fara með umboð bæjarins á fundinum.
10.
Sumarlokun bæjarskrifstofu 2016
Tillaga um sumarlokun bæjarskrifstofu með sama hætti og undanfarin ár.
Bæjarráð samþykkir að bæjarskrifstofa verði lokuð vikuna fyrir og vikuna eftir verslunarmannahelgi.
Bæjarráð samþykkir að bæjarskrifstofa verði lokuð vikuna fyrir og vikuna eftir verslunarmannahelgi.
11.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2016
Drög að umsókn til Ofanflóðasjóðs um lánveitingu frá sjóðnum vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir, á árinu 2015 í Fjarðabyggð. Bæjarráð samþykkir lántöku og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.
12.
Vinabæjarmót í Stavanger 5.- 7.október 2016
Lagðar fram upplýsingar um vinabæjarmót sem haldið verður 5. til 7. október 2016 í Stavanger. Bæjarráð þakkar boðið en ákvörðun um fulltrúa sveitarfélagins verður tekin síðar.
13.
Tillaga frá Jyväskylä um samstarf í tengslum við vinabæjarsamskipti
Tillaga að samstarfi í tengslum við vinabæjarsamskipti við Jyväskylä. Verkefnið snýst um hagnýta þjónustu við samfélög með stighækkandi lífaldur, það er til þriggja ára og er kallað "Smart Ageing Communities". Evrópusambandið fjármagnar 65% af kostnaði. Ísland er hluti af því svæði sem verkefnið nær yfir, Northern Periphery Action Programme (NPA). Ekki er gerð krafa um að allir þátttakendur séu með sama framlag til verkefnisins.
Hugmyndin að verkefninu kemur upphaflega frá Írlandi og hafði Háskólinn í Ulster frumkvæði að því.
Aðrir sem taka þátt í verkefninu eru bærinn Limerick, háskólinn í Umeå og Skellefteå og Jyväskylä.
Áætlað er að verkefnið hefjist í upphafi árs 2017.
Unnið er að gerð umsóknar en umsóknarfrestur er til 1.september 2016. Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu og felur bæjarritara samskipti vegna kostnaðar og skipulags vinnu við verkefnið. Vísað til kynningar í félagsmálanefnd.
Hugmyndin að verkefninu kemur upphaflega frá Írlandi og hafði Háskólinn í Ulster frumkvæði að því.
Aðrir sem taka þátt í verkefninu eru bærinn Limerick, háskólinn í Umeå og Skellefteå og Jyväskylä.
Áætlað er að verkefnið hefjist í upphafi árs 2017.
Unnið er að gerð umsóknar en umsóknarfrestur er til 1.september 2016. Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu og felur bæjarritara samskipti vegna kostnaðar og skipulags vinnu við verkefnið. Vísað til kynningar í félagsmálanefnd.
14.
Námskeið í sjósporti 2.-9.júlí
Lagðar fram upplýsingar um sumarbúðir og mót í sjósporti, sem haldið verður á Eskifirði í júlí. Óskað er eftir aðstoð vegna undirbúnings fyrir mótið. Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til bæjarritara til afgreiðslu.
15.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2014 - 2018
Einar Björnsson tekur sæti Sigrúnar Júlíu Geirsdóttur sem varamaður í íþrótta- og tómstundanefnd.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 143
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 143 frá 25.apríl 2016, lögð fram til kynningar.
17.
Hafnarstjórn - 162
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 162 frá 27.apríl 2016, lögð fram til kynningar.
18.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 21
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 21 frá 26.apríl 2016, lögð fram til kynningar.