Bæjarráð
473. fundur
9. maí 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Formaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2016 - TRÚNAÐARMÁL
Þennan lið fundarins sat fjármálastjóri. Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - mars 2016, launakostnað og skatttekjur janúar - apríl 2016.
2.
Fjármál 2016
Þennan lið fundarins sat fjármálastjóri. Lögð fram sem trúnaðarmál, samantekt fjármálastjóra um staðgreiðslutekjur 2016 ásamt þróun heildarlauna í Fjarðabyggð síðustu ára.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Þennan lið fundarins sat fjármálastjóri. Lögð fram drög að reglum um gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 ásamt minnisblaði fjármálastjóra um áætlunargerðina. Bæjarráð ræddi tillögurnar og tekur þær fyrir á næsta fundi.
4.
Ársreikningur 2015 - Hulduhlíð
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Ársreikningur Hulduhlíðar fyrir árið 2015, lagður fram til kynningar.
5.
Ársreikningur Uppsala 2015
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Ársreikningur Uppsala fyrir árið 2015, lagður fram til kynningar.
6.
Rekstur Félagslundar 2016
Lögð fram til kynningar erindi er snúa að rekstri Félagslundar er auglýstur var nýlega. Vísað til stjórnsýslu- og þjónustusviðs til frekari vinnslu. Tekið fyrir í bæjarráði síðar.
7.
Neskóli viðhaldsmál
Þennan lið fundarsins sátu fræðslustjóri, markaðs- og upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs. Jafnframt voru í símasambandi skólastjórar Nesskóla og Tónskóla Neskaupstaðar.
Farið yfir húsnæðismál Tónskóla Neskaupstaðar og Nesskóla, en ljóst er að myglusveppur er aftur kominn fram á neðstu hæð eldri byggingar skólans.
Bæjarráð samþykkir, í samráði við skólastjórnendur, að loka húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar og myndmenntastofu Nesskóla, tímabundið á meðan ráðist verður í endurbætur.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs, undirbúning framkvæmda og til hvaða aðgerða verður gripið. Fræðslustjóra í samráði við skólastjórnendur, falið að kynna málið vel fyrir starfsmönnum skólanna og foreldrum og gera viðeigandi ráðstafanir í starfi skólanna. Máli jafnframt vísað til fræðslunefndar.
Bæjarráð mun fjalla um málið betur á næsta fundi.
Farið yfir húsnæðismál Tónskóla Neskaupstaðar og Nesskóla, en ljóst er að myglusveppur er aftur kominn fram á neðstu hæð eldri byggingar skólans.
Bæjarráð samþykkir, í samráði við skólastjórnendur, að loka húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar og myndmenntastofu Nesskóla, tímabundið á meðan ráðist verður í endurbætur.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs, undirbúning framkvæmda og til hvaða aðgerða verður gripið. Fræðslustjóra í samráði við skólastjórnendur, falið að kynna málið vel fyrir starfsmönnum skólanna og foreldrum og gera viðeigandi ráðstafanir í starfi skólanna. Máli jafnframt vísað til fræðslunefndar.
Bæjarráð mun fjalla um málið betur á næsta fundi.
8.
Flugfélag Austurlands
Kynning á Flugfélagi Austurlands. Vísað til bæjarstjóra til frekari skoðunar.
9.
Vinna við landáætlun um uppbyggingu innviða - greining á uppbygginarþörf
Erindi sambandsins frá 2.maí er varðar vinnu við landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða og innviða. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu og tilnefningar tengiliðs við verkefnið.
10.
Forvarnar- og öryggismál
Fyrstu þrjár fundargerðir forvarnar- og öryggisnefndar lagðar fram til kynningar.
11.
Þátttaka í Eldvarnarbandalaginu
Stjórn Eldvarnarbandalagsins fundar 18.maí og á þeim fundi verður tekið fyrir formlegt erindi Slökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar um samstarf við bandalagið um auknar eldvarnir í Fjarðabyggð. Bæjarráð samþykkir þátttöku í Eldvarnarbandalaginu.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 144
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 144 frá 3.maí 2016, lögð fram til kynningar.