Bæjarráð
474. fundur
17. maí 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Kristín Gestsdóttir Varamaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjármál 2016
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um þörf fyrir lántöku á árinu 2016 í samræmi við fjárhagsáætlun, vegna uppgreiðslu á lánum við Lánasjóð sveitarfélaga í september nk.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að hefja viðræður við Lánasjóðs sveitarfélaga um endurfjármögnun í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og leggja niðurstöður fyrir bæjarráð.
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um þörf fyrir lántöku á árinu 2016 í samræmi við fjárhagsáætlun, vegna uppgreiðslu á lánum við Lánasjóð sveitarfélaga í september nk.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að hefja viðræður við Lánasjóðs sveitarfélaga um endurfjármögnun í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og leggja niðurstöður fyrir bæjarráð.
2.
Innri viðskiptastaða aðalsjóðs og annarra sjóða
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um innri viðskiptastöðu sjóða og stofnana við Aðalsjóð ásamt tillögu um aðgerðir.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna að aðgerðum til að jafna innri viðskiptastöðu til samræmis við tillöguna.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um innri viðskiptastöðu sjóða og stofnana við Aðalsjóð ásamt tillögu um aðgerðir.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna að aðgerðum til að jafna innri viðskiptastöðu til samræmis við tillöguna.
3.
Neskóli viðhaldsmál
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Áframhald umræðu um stöðu framkvæmda við húsnæði Nesskóla og Tónskóla Neskaupstaðar vegna myglu.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar.
Áframhald umræðu um stöðu framkvæmda við húsnæði Nesskóla og Tónskóla Neskaupstaðar vegna myglu.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar.
4.
Húsnæðismál Golfklúbbs Byggðarholts
Bæjarráð samþykkir að úthluta til Golfklúbbs Byggðarholts styrk að upphæð kr. 1.250.000 af liðnum óraðstafað, 21690 á árinu 2016, samhliða því að gengið verður frá afsali á húseignum að Byggðarholti til golfklúbbsins. Bæjarstjóra falið að ganga frá undirritun afsals húseigna.
5.
Stígagerð fyrir ofan bæinn á Fáskrúðsfirði
Bréf Einars Birgis Kristjánssonar er varðar göngustígagerð á Fáskrúðsfirði.
Formaður bæjarráðs vill taka fram að ummæli hans sem vitnað er til frá íbúafundi á Fáskrúðsfirði áttu ekki að beinast að verktökum eða fyrirtækjum sem ávirðing. Áttu þau að snúast um að sveitarfélagið þyrfti að vanda sig sem verkkaupi hverju sinni í skilgreiningu á verkum sínum. Biðst formaður bæjarráðs velvirðingar á því hafi þetta misskilist og ummæli hans sýnilega ekki verið sett fram með skýrum hætti.
Formaður bæjarráðs vill taka fram að ummæli hans sem vitnað er til frá íbúafundi á Fáskrúðsfirði áttu ekki að beinast að verktökum eða fyrirtækjum sem ávirðing. Áttu þau að snúast um að sveitarfélagið þyrfti að vanda sig sem verkkaupi hverju sinni í skilgreiningu á verkum sínum. Biðst formaður bæjarráðs velvirðingar á því hafi þetta misskilist og ummæli hans sýnilega ekki verið sett fram með skýrum hætti.
6.
Umsókn um styrk til Stöð í stöð
Beiðni um endurgjaldslaus afnot af íþróttahúsinu á Stöðvarfirði á bæjarhátíðinni Stöð í Stöð.
Bæjarráð tekur vel í erindið og samþykkir fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu menningar- og safnanefndar sem afgreiðir styrk til greiðslu leigunnar. Vísað jafnframt til framkvæma-, umhverfis- og veitusviðs og forstöðumanns íþróttahússins.
Bæjarráð tekur vel í erindið og samþykkir fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu menningar- og safnanefndar sem afgreiðir styrk til greiðslu leigunnar. Vísað jafnframt til framkvæma-, umhverfis- og veitusviðs og forstöðumanns íþróttahússins.
7.
Uppgröftur í Stöð
Beiðni áhugahóps um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði, um styrk vegna fornleifarannsókna í Stöðvarfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við áhugahópinn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við áhugahópinn.
8.
Norðfjarðarflugvöllur - klæðning
Framlögð drög að viljayfirlýsingu um framkvæmdir við Norðfjarðarflugvöll.
Bæjarráð samþykkir drög að viljayfirlýsingu og felur bæjarritara að koma ábendingum vegna hennar á framfæri. Bæjarráð felur bæjarstjóra undirritun viljayfirlýsingarinnar og gerð samnings við Innanríkisráðuneyti um framkvæmdir.
Bæjarráð samþykkir drög að viljayfirlýsingu og felur bæjarritara að koma ábendingum vegna hennar á framfæri. Bæjarráð felur bæjarstjóra undirritun viljayfirlýsingarinnar og gerð samnings við Innanríkisráðuneyti um framkvæmdir.
9.
Norðurljósasetur
Bæjarráð Fjarðabyggðar er sammála um að færa Norðurljósasetrinu á Fáskrúðsfirði að gjöf 200.000 kr. í tilefni af opnun þess. Norðurljósasetrið kemur til með að auka fjölbreytni í þjónustu og afþreyingu bæði fyrir íbúa og gesti.
Telur bæjarráð að frumkvæði aðstandenda setursins sé til mikillar fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni í að sjá út tækifæri til að auka aðdráttarafl Fjarðabyggðar. Gjöfinni er ætlað að styðja við uppbyggingu og viðhald setursins.
Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Telur bæjarráð að frumkvæði aðstandenda setursins sé til mikillar fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni í að sjá út tækifæri til að auka aðdráttarafl Fjarðabyggðar. Gjöfinni er ætlað að styðja við uppbyggingu og viðhald setursins.
Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
10.
Átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi
Náttúruverndarsamtök Austurlands óska eftir samstarfi vegna átaks í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi og upplýsingum um tengilið vegna verkefnisins fyrir 31.maí nk.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og til umhverfisstjóra.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og til umhverfisstjóra.
11.
Ársreikningur sjávarútvegssveitarfélaga 2015
Ársreikningur samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2015, lagður fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir ársreikninginn fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir ársreikninginn fyrir sitt leyti.
12.
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands - 29. apríl kl. 14
Fundargerð ársfundar, ársreikningur og ársskýrsla Starfsendurhæfingar Austurlands, lögð fram til kynningar.
13.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2016
Fundargerð stjórnar sambandsins, nr. 838 frá 29.apríl 2016, lögð fram til kynningar.
14.
Aðalfundur SSA 2016
Óskað er eftir tillögum til umræðu og afgreiðslu í nefndum á aðalfundi SSA sem haldinn verður 7. - 8. október nk.
Fram lagt til kynningar og verður tekið til frekari umfjöllunar.
Fram lagt til kynningar og verður tekið til frekari umfjöllunar.
15.
Ársfundur Austurbrúar ses 2016
Framlögð til kynningar ársskýrsla og ársreikningur Austurbrúar vegna ársins 2015.
16.
Hraðbanki á Stöðvarfirði
Framlagt bréf frá Íbúasamtökum Stöðvarfjarðar þar sem mótmælt er harðlega lokun hraðbanka Landsbanka Íslands á Stöðvarfirði.
Bæjarráð tekur heilshugar undir með íbúasamtökum Stöðvarfjarðar og telur það með öllu óásættanlegt að ekki skuli vera hraðbankaþjónusta á Stöðvarfirði. Jafnframt hafa borist kvartanir frá Eskifirði vegna lokunar hraðbanka þar. Á undanförnum árum hefur útibúum Landsbankans farið fækkandi í sveitarfélaginu og hefur Landsbankinn ávallt vísað til þess að að ákveðin lágmarksþjónusta yrði áfram til staðar. Því fer bæjarráð fram á við Landsbanka Íslands að staðið verði við þau fyrirheit sem gefin hafa verið og haldið sé uppi hraðbankaþjónustu á Stöðvarfirði og Eskifirði. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir við stjórnendur bankans.
Bæjarráð tekur heilshugar undir með íbúasamtökum Stöðvarfjarðar og telur það með öllu óásættanlegt að ekki skuli vera hraðbankaþjónusta á Stöðvarfirði. Jafnframt hafa borist kvartanir frá Eskifirði vegna lokunar hraðbanka þar. Á undanförnum árum hefur útibúum Landsbankans farið fækkandi í sveitarfélaginu og hefur Landsbankinn ávallt vísað til þess að að ákveðin lágmarksþjónusta yrði áfram til staðar. Því fer bæjarráð fram á við Landsbanka Íslands að staðið verði við þau fyrirheit sem gefin hafa verið og haldið sé uppi hraðbankaþjónustu á Stöðvarfirði og Eskifirði. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir við stjórnendur bankans.
17.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2016
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 83 frá 3.maí 2016, lögð fram til kynningar.