Fara í efni

Bæjarráð

475. fundur
23. maí 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Gestsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lögð fram drög að reglum um gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 ásamt minnisblaði fjármálastjóra um áætlunargerðina.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglurnar með breytingum sem lagðar eru til á fundinum og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Endurskoðun samnings um útvistun rekstrar Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Málsnúmer 1605102
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir mögulegar fjárfestingar vegna Skíðasvæðisins í Oddskarði m.t.t. endurskoðunar á rekstrar- og þjónustusamningi við rekstraraðila. Framlagt minnisblað fjármálastjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við rekstraraðila um endurskoðun samnings.
3.
Endurskoðun starfsmannastefnu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1106083
Þennan lið dagskrár sat forstöðumaður stjórnsýslu.
Drög að mannauðsstefnu Fjarðabyggðar og drög að reglum um kjör starfsmanna lögð fram sem vinnuskjöl.
Bæjarráð fór yfir gögnin og vísar þeim til áframhaldandi vinnu í bæjarráði.
4.
Aðstöðuhús við smábátahafnir
Málsnúmer 1503148
Smíði aðstöðuhúss á Stöðvarfirði. Fyrir fundi hafnarstjórnar þann 19. maí s.l. lágu drög að verksamningi við Agat ehf. um smíði hússins. Hafnarstjórn samþykkti samninginn og felur framkvæmdastjóra að ganga frá honum. Samþykktinni vísað til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð staðfestir verksamninginn.
5.
Vegna yfirvofandi alvarlegs ástands í læknamönnun á næstu vikum og mánuðum
Málsnúmer 1605120
Fram lagt bréf frá Heilbrigðisstofnun Austurlands vegna læknamönnunar stofnunarinnar.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur stofnunarinnar og óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og lækningaforstjóra stofnunarinnar.
6.
Áskorun til bæjarstjórnar vegna ofanflóðavarna í Neskaupstað
Málsnúmer 1604140
Fram lagt bréf frá Dagfinni Smára og 9 öðrum einstaklingum vegna ofanflóðavarna í Neskaupstað.
Bæjarráð vísar til bókunar sinnar frá 2. maí s.l. Þá vill bæjarráð árétta að bæjarstjórn Fjarðabyggðar mun hafa öryggi íbúa sinna í fyrirrúmi hér eftir sem hingað til við gerð ofanflóðamannvirkja í sveitarfélaginu. Ofanflóðamat og frumathugun liggja fyrir og munu hönnunargögn vegna varnarmannvirkjanna taka tillit til umhverfis og aðstæðna. íbúar eru hvattir til að koma með athugasemdir í lögboðnu ferli sem er opið og vel kynnt.
7.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2016
Málsnúmer 1603122
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 63 frá 18.maí 2016, lögð fram til kynningar.
8.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 145
Málsnúmer 1605006F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 17. maí lögð fram til kynningar.
9.
Hafnarstjórn - 163
Málsnúmer 1605005F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 19. maí lögð fram til kynningar.