Fara í efni

Bæjarráð

476. fundur
30. maí 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varaformaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlögð tillaga að úthlutun ramma við fjárhagsáætlunargerð í samræmi við reglur um fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017.
Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsrömmum til nefnda.
2.
Endurskoðun samnings um útvistun rekstrar Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Málsnúmer 1605102
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framhald umræðu um endurskoðun samnings við Austurríki um rekstur SKO frá síðasta fundi.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna áfram að gerð samnings og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.
3.
Bæjarstjórnarfundir - skipulag
Málsnúmer 1506137
Framlögð minnisblöð um skipulag og fyrirkomulag færanlegra funda bæjarstjórnar milli bæjarkjarna.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að fundir bæjarstjórnar verði bæði haldnir í bæjarkjörnum og fundarsal bæjarstjórnar. Fyrst til að byrja með verði þeir haldnir einu sinni í hverjum bæjarkjarna á tímabilinu september 2016 til júní 2017. Tillaga um staðsetningu verður nánar útfærð í tillögu forseta bæjarstjórnar um fundaskipulag. Fundir haldnir utan fundarsalar verða ekki teknir upp. Vísað til bæjarstjórnar.
4.
Endurskoðun starfsmannastefnu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1106083
Þennan lið dagskrár sat forstöðumaður stjórnsýslu.
Lögð fram drög sem vinnugögn að reglum um áreitni og einelti á vinnustað, drög að reglum um heilsu- og vinnuvernd og drög að reglum um vinnuverndarmál auk minnisblaðs.
Bæjarráð fór yfir gögnin og vísar þeim til áframhaldandi vinnu í bæjarráði.
5.
Rekstur Félagslundar 2016
Málsnúmer 1605020
Þennan lið dagskrár sat forstöðumaður stjórnsýslu.
Framlagt minnisblað merkt trúnaður vegna umsókna um rekstur Félagslundar.
Bæjarráð samþykkir að viðræðum verði haldið áfram með það að leiðarljósi að húsið verði rekið sem menningarhús.
6.
Svanssjóhús - framtíðarplan
Málsnúmer 1605121
Framlögð til kynningar gögn um hugmyndir um framtíð sjóhússins að Strandgötu 58 Eskifirði.
Bæjarráði lýst vel á framkomnar hugmyndir Veraldarvina og hvetur til að framkvæmdum verði flýtt sem kostur er.
Vísað til menningar- og safnanefndar.
7.
Ástand gamla skólans á Eskifirði
Málsnúmer 1410077
Framlögð til kynningar greinargerð um stöðu framkvæmda við Gamla barnaskólann á Eskifirði.
Fram kemur í greinargerð að miklar framkvæmdir hafa verið innandyra og áætlanir um utanhússframkvæmdir.
Bæjarráð lýst vel á þær framkvæmdir sem komnar eru og hvetur til þess að verki verði hraðað eins og kostur er.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
8.
Framtíð tjaldsvæðis á Eskifirði
Málsnúmer 1605143
Framlagt erindi Íbúasamtakanna á Eskifirði er varðar framtíðar tjaldsvæði á Eskfirði.
Bæjarráð skipaði hóp til að skoða málið á síðasta ári. Jens Garðar Helgason formaður bæjarráðs leiðir starf hópsins.
9.
Uppgröftur í Stöð
Málsnúmer 1509028
Bæjarstjóri fór yfir fund sem hann átti með áhugamannafélagi um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði og forstöðumanni menningar- og safnamála.
Bæjarstjóri leggur til að framlag sveitarfélagsins verði í formi forvörslu muna allt að 400.000 kr. og 400.000 kr. til standa straum að kostnaði við aðstöðusköpun fyrir aðila sem annast rannsóknir á árinu 2016. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
10.
Norðfjarðarflugvöllur - klæðning
Málsnúmer 1410115
Framlögð drög að samningi um framkvæmdir við endurbætur á Norðfjarðarflugvelli milli Innanríkisráðuneytisins og Fjarðabyggðar. Drögin eru með vísan til viljayfirlýsingar milli aðila.
Bæjarráð samþykkir samning með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.
11.
Hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1511045
Trúnaðarmál.
Bæjarritara falið að svara erindi í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
12.
Óveðurstjón í desember 2015
Málsnúmer 1512096
Framlagt minnisblað sviðsstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs. Farið yfir bætur sem fengust vegna tjóna sem urðu í desember vegna óveðurs og ráðstöfun þeirra. Bætur námu 46,3 milljónum kr. en metið tjón nemur 71,3 milljónum kr.
Forgangsröðun verkefna vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar til kynningar.
13.
Bíla- og tækjakaup 2016
Málsnúmer 1605166
Farið yfir tækja- og bílamál sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir endurnýjun tækja og bíla sveitarfélagsins innan heimilda fjárhagsáætlunar 2016 með sviðsstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs og framkvæmdastjóra hafna.