Bæjarráð
477. fundur
6. júní 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Formaður
Kristín Gestsdóttir Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Endurskoðun samnings um útvistun rekstrar Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Drög að endurskoðuðum samningi um útvistun rekstrar skíðasvæðisins lögð fram, auk minnisblaðs íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna kaupa á snjótroðara. Bæjarstjóri gerði grein fyrir breytingum á samningi.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir jafnframt tillögu í minnisblaði um kaup á nýlegum og nýuppgerðum troðara fyrir skíðasvæðið í Oddsskarði.
Kostnaði vegna kaupa á snjótroðara vísað til fjárhagsáætlunar 2017.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir jafnframt tillögu í minnisblaði um kaup á nýlegum og nýuppgerðum troðara fyrir skíðasvæðið í Oddsskarði.
Kostnaði vegna kaupa á snjótroðara vísað til fjárhagsáætlunar 2017.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Endurskoðun starfsmannastefnu Fjarðabyggðar
Lögð fram frekari gögn í tengslum við vinnu við mannauðsstefnu. Um er að ræða:
Drög að reglum um auglýsingu starfa og ráðningu starfsmanna
Drög að ráðningarferli
Drög að reglum um móttöku nýrra starfsmanna
Drög að reglum um skil launagagna
Drög að leiðbeiningum stjórnenda og verklag við skil á launagögnum í viðverukerfi
Drög að reglum um viðveruskráningu
Drög að reglum um sveigjanlegan vinnutíma
Drög að reglum um launalaus leyfi eða lækkað starfshlutfall
Bæjarráð fór yfir gögnin og vísar þeim til áframhaldandi vinnu í bæjarráði.
Drög að reglum um auglýsingu starfa og ráðningu starfsmanna
Drög að ráðningarferli
Drög að reglum um móttöku nýrra starfsmanna
Drög að reglum um skil launagagna
Drög að leiðbeiningum stjórnenda og verklag við skil á launagögnum í viðverukerfi
Drög að reglum um viðveruskráningu
Drög að reglum um sveigjanlegan vinnutíma
Drög að reglum um launalaus leyfi eða lækkað starfshlutfall
Bæjarráð fór yfir gögnin og vísar þeim til áframhaldandi vinnu í bæjarráði.
3.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - Bæjarráð
Bréf bæjarstjóra vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2017 lagt fram til kynningar.
4.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2016
Fundargerð stjórnar Sambandsins nr. 839 frá 27.maí 2016, lögð fram til kynningar.
5.
Neskóli viðhaldsmál
Þennan lið sátu fjármálastjóri og sviðsstjóri framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs. Framlagt minnisblað sviðsstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um framkvæmdir við vesturálmu Nesskóla. Bæjarráð samþykkir að semja beint við verktaka þar sem tími er naumur og framboð á vinnuafli lítið. Fjármálastjóra falið að útbúa viðauka vegna framkvæmdanna og leggja fyrir bæjarstjórn.
6.
Norðfjarðarflugvöllur - klæðning
Þennan lið sátu fjármálastjóri og sviðsstjóri framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs. Farið yfir málefni Norðfjarðarflugvallar og útboð vegna klæðningar vallarins. Samningur um kostnaðarskiptingu milli ríkisins og Fjarðabyggar er á dagskrá næsta fundar bæjastjórnar.
7.
Aðalfundur SSA 2016
Tillögur til umræðu og afgreiðslu í nefndum á aðalfundi SSA í haust. Bæjarstjóra falið að koma tillögum áfram til SSA.
8.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Starfshópur um svæðisskipulag hefur lokið störfum. Framlögð er tillaga hópsins um þær áherslur og þau verkefni sem hafa skal að leiðarljósi við svæðisskipulagsgerð fyrir Austurland allt og talið er að samstaða sé um. Tillagan er send til sveitarfélaganna og þess óskað að þau taki afstöðu til hennar hið fyrsta. Bæjarráði lýst vel á tillögur starfshópsins um sameiginleg verkefni við gerð svæðisskipulags. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2016
Fundargerð stjórnarfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 31. maí 2016 auk draga að fjárhagsáætlun og rekstrarframlögum ársins 2017, lagt fram til kynningar.
10.
Tímabundin gisting í húsnæði gömlu Hulduhlíðar
Fyrir liggur tölvupóstur frá Páli Snorrasyni framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs Eskju, um tímabundna leigu á húsnæði gömlu Hulduhlíðar til 1.nóvember, í tengslum við byggingu á uppsjávarfrystihúsi félagsins. Bæjarráð samþykkir að heimila leigu af húsnæðinu að því gefnu að öll tilskilin leyfi liggi fyrir og að annað gistirými á Eskifirði og nágrenni sé fullnýtt. Leigutekjur renni til viðhalds hússins. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi. Þá ítrekar bæjarráð að nauðsynlegt er að velferðarráðuneytið gefi skýr svör um framtíð hússins.
11.
Dekkjakurl á spark- og knattspyrnuvöllum í Fjarðabyggð
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd. Lögð fram verkáætlun um framkvæmdir við sparkvelli í Fjarðabyggð auk minnisblaðs íþrótta- og tómstundafulltrúa. Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við umhverfis- og auðlindaráðuneytið um útfærslu á samþykkt Alþingis um bann við dekkjakurli.
12.
Þjónusta við eldri borgara og öryrkja
Lagt fram minnisblað fræðslustjóra um garðslátt og snjómokstur fyrir eldri borgara. Bæjarráð felur fræðslustjóra að útbúa drög að reglum um garðslátt, í svipuðum dúr og reglur um fasteignaskatt eldri borgara og öryrkja, í samráði við fjármálastjóra og leggja að nýju fyrir bæjarráð.
13.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2016
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 84 frá 30.maí 2016, lögð fram til kynningar.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 146
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 146 frá 30.maí 2016, lögð fram til kynningar.
15.
Menningar- og safnanefnd - 23
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 23 frá 1.júní 2016, lögð fram til kynningar.
16.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 23
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 23 frá 2.júní 2016, lögð fram til kynningar.
17.
Fræðslunefnd - 28
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 28 frá 1.júní 2016, lögð fram til kynningar.