Bæjarráð
479. fundur
27. júní 2016 kl. 13:00 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varaformaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar
Dagskrá
1.
Dekkjakurl á spark- og knattspyrnuvöllum í Fjarðabyggð
Bæjarráð fól íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið um útfærslu á samþykkt Alþingis um bann við dekkjakurli.
Ráðuneyti var falið að vinna að málinu. Þingsályktun fjallar um gerð áætlunar og ráðuneytið lítur svo á að gerð hennar eigi að vera lokið fyrir árslok 2016. Ekki liggur fyrir nein ákvörðun um styrki af hálfu ríkisins og hefur slíkt ekki verið rætt. Vinna er ekki farin af stað og óvissa um málið.
Bæjarráð lýsir vonbrigðum sínum með að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið sé ekki komið lengra í vinnu sinni í ljósi samþykktar Alþingis um aðgerðir. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
Ráðuneyti var falið að vinna að málinu. Þingsályktun fjallar um gerð áætlunar og ráðuneytið lítur svo á að gerð hennar eigi að vera lokið fyrir árslok 2016. Ekki liggur fyrir nein ákvörðun um styrki af hálfu ríkisins og hefur slíkt ekki verið rætt. Vinna er ekki farin af stað og óvissa um málið.
Bæjarráð lýsir vonbrigðum sínum með að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið sé ekki komið lengra í vinnu sinni í ljósi samþykktar Alþingis um aðgerðir. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
2.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Fyrir fundinum liggur minnisblað framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna vegna opnunar tilboða í grótvanir á Eskifirði sem opnað var 21. júní 2016. Eitt tilboð barst upp á 16.955.869 kr. eða 103% af kostnaðaráætlun sem var 16.442.550 kr. en tilboðið er frá Héraðsverki.
Lagt er til að gengið verði til samninga við Héraðsverk.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Lagt er til að gengið verði til samninga við Héraðsverk.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
3.
Kaup á snjótroðara 2016
Tillögu um kaupa á snjótroðara fyrir skíðasvæðið í Oddsskarði sbr. minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa vísað frá bæjarstjórn til bæjarráðs.
Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að ganga til samninga um kaup á notuðum troðara og leggja fyrir bæjarráð samning til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning við Doppelmayr skíðalyftu ehf. um kaup á snjótroðara að fjárhæð 300.000 EUR með tilgreindum aukabúnaði og felur bæjarstjóra undirritun hans. Afhending fer fram í janúar 2017 og innágreiðsla nemur 15% af kaupverði við undirskrift samnings. Bæjarráð vísar kaupum á troðara til fjárhagsáætlunar 2017.
Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að ganga til samninga um kaup á notuðum troðara og leggja fyrir bæjarráð samning til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning við Doppelmayr skíðalyftu ehf. um kaup á snjótroðara að fjárhæð 300.000 EUR með tilgreindum aukabúnaði og felur bæjarstjóra undirritun hans. Afhending fer fram í janúar 2017 og innágreiðsla nemur 15% af kaupverði við undirskrift samnings. Bæjarráð vísar kaupum á troðara til fjárhagsáætlunar 2017.
4.
Ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks
Fram lögð ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti samstarfið og vísar til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti samstarfið og vísar til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
5.
Stækkun heilsugæslustöðvarinnar á Reyðarfirði
Bæjarstjóri fór yfir nýliðinn fund sem hann átti með heilbrigðisráðherra og bæjarstjórum Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um málið og leggur áherslu á að framkvæmdum sé flýtt.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um málið og leggur áherslu á að framkvæmdum sé flýtt.