Fara í efni

Bæjarráð

484. fundur
15. ágúst 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Valdimar O Hermannsson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fram lagt minnisblað um forsendur fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2017.
Umræða um forsendur fjárhagsáætlunar 2017.
Vísað til áframhaldandi vinnu við áætlunargerðina.
2.
Fjármál 2016
Málsnúmer 1602076
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um lántöku á árinu 2016 vegna uppgreiðslu lána við Lánasjóð sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að leitað verði skammtímafjármögnunar til næstu 7 mánaða til fjármögnunar á endurgreiðslu erlendra lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 708 milljónir kr.
3.
Bygging leikskóla á Neseyri
Málsnúmer 1402081
Þennan lið fundarins sátu sviðsstjóri framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs og fræðslustjóri.
Farið yfir stöðu framkvæmda við byggingu nýs leikskóla í Neskaupstað, opnun og vígslu hans.
Leikskólinn verður opnaður 18. ágúst n.k. og vígsla hans verður laugardaginn 17. september.
4.
750 Notkun fjöleignarhússins að Búðavegi 35
Málsnúmer 1510182
Þennan lið dagskrár sat byggingar- og skipulagsfulltrúi.
Frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagt fram andmælabréf eiganda efri hæðar Búðavegar 35, dagsett 6. ágúst 2016, og yfirfarið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að byggingarleyfi sem samþykkt var á fundi nefndarinnar, dags. 20. apríl 2015, um breytta notkun á efri hæð Búðavegar 35, fastanúmer 217-7808, verði afturkallað. Ástæða afturköllunarinnar er að byggingarleyfið telst ógildanlegt, þar sem eigandi efri hæðar hafði ekki eignarréttarlegar heimildir til breyttrar notkunar eignarinnar samkvæmt 1. mgr. 27. gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994, sbr. álit kærunefndar húsamála, dags. 11. apríl 2016 um nauðsyn samþykkis eiganda neðri hæðar.
Skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að tilkynna um afturköllunina og færa skráningu eignar til samræmis við skráningu fyrir útgáfu byggingarleyfis, að aflokinni málsmeðferð bæjarráðs sem fer með fullnaðarafgreiðslu mála í umboði bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
5.
735 Strandgata 12 - lóðamál
Málsnúmer 1301195
Þennan lið dagskrár sat skipulags- og byggingarfulltrúi.
Frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Engin viðbrögð hafi verið við bréfi sveitarfélagsins dags. 1. júní 2016 til lóðarhafa. Í bréfi sveitarfélagsins var lóðarhafi m.a. upplýstur um að sveitarfélagið hefði í hyggju að fella byggingarleyfi úr gildi með vísan til 2. mgr. 14. gr. laga 160/2010, en jafnframt lýst yfir að sveitarfélagið teldi 1. mgr. 14. gr. eiga við og leyfið því niður fallið án sérstakrar ákvörðunar þar um. Fyrir liggur að engar byggingarframkvæmdir hafa verið til margra ára á lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta að byggingarleyfi vegna Strandgötu 12, Eskifirði, sé úr gildi fallið, sbr. 1. mgr. 14. gr. laga 160/2010.
Eru framkvæmdir ekki hafnar og leggur nefndin til við bæjarstjórn að lóðarúthlutunin skuli því teljast niður fallin og að gatnagerðargjöld verði endurgreidd lóðarhafa.
Bæjarráð staðfestir afturköllun lóðarúthlutunar ásamt niðurfellingu byggingarleyfis og felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram.
6.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Málsnúmer 1602151
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar í starfshóp um svæðisskipulag á Austurlandi verði Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Eydís Ásbjörnsdóttir.
7.
Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði
Málsnúmer 1201079
Þennan lið dagskrár sátu sviðsstjóri framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs, framkvæmdastjóri hafna, skipulags- og byggingarfulltrúi auk fulltrúar Laxa fiskeldis ehf, þeir Einar Örn Gunnarsson og Helgi G. Sigurðsson og fóru yfir áform fyrirtækisins um laxeldi í Fjarðabyggð.
8.
735 Leirubakki 4 - umsókn um lóð
Málsnúmer 1603035
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lagt fram til kynningar samkomulag við Eskju hf. um greiðslu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð staðfestir samninginn.
9.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2016
Málsnúmer 1601200
Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 28 frá 4. ágúst 2016, lögð fram til kynningar.
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 150
Málsnúmer 1608002F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 150 frá 11.ágúst 2016, lögð fram til staðfestingar.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir fundargerð eigna-, skipulags- og byggingarnefndar.