Bæjarráð
485. fundur
22. ágúst 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Egilsbraut 1, Neskaupstað
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varaformaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Endurskoðun starfsmannastefnu Fjarðabyggðar
Umræður um endurskoðun starfsmannastefnu Fjarðabyggðar og reglur er unnar hafa verið í tengslum við stefnuna.
Vísað til áframhaldandi vinnu.
Vísað til áframhaldandi vinnu.
2.
Ósk um greiðslu aksturspeninga til og frá vinnu
Bréf þriggja starfsmanna Slökkviliðs Fjarðabyggðar þar sem farið er fram á greiðslur vegna aksturs til og frá vinnu.
Vísað til bæjarritara til skoðunar og verður tekið fyrir í bæjarráði að nýju.
Vísað til bæjarritara til skoðunar og verður tekið fyrir í bæjarráði að nýju.
3.
Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði
Á fundi bæjarráðs þann 11. júlí sl. var framlögð beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn vegna matsáætlunar fyrir fyrirhugaða 4.000 tonna ársframleiðslu á laxi í eldisstöð Laxa fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði.
Á fundinum var beiðni vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra hafna.
Fyrir fundinum liggur umsögn framangreindra aðila.
Bæjarráð samþykkir umsögnina og vísar henni til kynningar í hafnarstjórn og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Á fundinum var beiðni vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra hafna.
Fyrir fundinum liggur umsögn framangreindra aðila.
Bæjarráð samþykkir umsögnina og vísar henni til kynningar í hafnarstjórn og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
4.
Norðfjarðarflugvöllur - klæðning
Samningar um klæðningu Norðafjarðarflugvallar liggja fyrir til undirritunar.
Um er að ræða samning heimaaðila, Fjarðabyggðar, Samvinnufélags Útgerðarmanna í Neskaupstað og Síldvarvinnslunar um framlög heimaaðila til framkvæmdarinnar. Samningur Innanríkisráðuneytisins og Fjarðabyggðar um framlög til klæðningar vallarins. Verksamningur Isavia og Héraðsverks um framkvæmdina.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra undirritaði samning við Fjarðabyggð um framkvæmdina á Norðfjarðarflugvelli í flugstöðinni.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun.
Undirritaður verður í dag, á Norðfjarðarflugvelli, samningur á milli sveitarfélagsins Fjarðabyggðar og Innanríkisráðuneytisins um fjármögnun á framkvæmdum á Norðfjarðarflugvelli, sem gera munu flugvellinum kleift að sinna betur öryggishlutverki sínu, sem hluti af samgöngukerfi landsins. Bæjarráð vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Samvinnufélags Útgerðamanna í Neskaupstað og Síldarvinnslunnar hf. vegna aðkomu þessara aðila að fjármögnun verkefnisins með sveitarfélaginu. Þá vill bæjarráð þakka aðkomu Innanríkisráðuneytisins og alþingis að verkefninu, sem tryggir rúman helming fjármagns til framkvæmdarinnar. Bæjarráð áréttar þó, að þátttaka sveitarfélagsins og milliganga um fjármögnun verksins, sem er að öllu leyti á forræði ríkisins, er ekki til eftirbreytni. Ríkisvaldinu ber að tryggja þá innviði samfélagsins sem snúa að öryggi- og heilbrigðismálum landsmanna og skýtur skökku við að sveitarfélögum og fyrirtækjum sé ætluð aðild að slíkum verkefnum.
Þá mótmælir bæjarráð Fjarðabyggðar harðlega þeirri fyrirætlun borgarstjórnar Reykjavíkur að loka NA/SV neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar og lýsir jafnframt vonbrigðum með aðgerðarleysi ríkisvaldsins en óumdeilt er, að þessi ákvörðun Reykjavikurborgar skerðir þjónustu við íbúa þeirra sveitarfélaga, sem treysta verða á sjúkraflug til höfuðborgarinnar í neyðartilvikum. Það hlýtur jafnframt að teljast undrunarefni, að á sama tíma og sveitarfélag á borð við Fjarðabyggð leita allra leiða til að tryggja aðstöðu fyrir sjúkraflug, kýs sveitarfélagið Reykjavíkurborg að loka mikilvægri öryggisflugbraut fyrir sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli. Réttur sveitarfélaga er óumdeildur þegar kemur að skipulagsmálum. Borgarstjórn Reykjavíkur má þó vera ljóst, að sjúkraflug liggur til höfuðborgarinnar, þar sem stjórnvöld hafa byggt upp miðlæga sjúkraþjónustu landsins og hátæknisjúkrahús.
Bæjarráð telur brýnt að sveitarfélög víki sér ekki undan því að leita lausna í almannaþágu, sem nýst geta fleirum en hverju og einu þeirra. Ríkisstjórn landsins studdi enn fremur á sínum tíma ákvörðun borgaryfirvalda um lokun brautarinnar og hlýtur af þeim sökum að axla ábyrgð á afleiðingum þess með mótvægisaðgerðum. Fjarðabyggð leggur þunga áherslu á að Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkisvaldið komist að ásættanlegri niðurstöðu í þessu brýna almannaöryggismáli."
Um er að ræða samning heimaaðila, Fjarðabyggðar, Samvinnufélags Útgerðarmanna í Neskaupstað og Síldvarvinnslunar um framlög heimaaðila til framkvæmdarinnar. Samningur Innanríkisráðuneytisins og Fjarðabyggðar um framlög til klæðningar vallarins. Verksamningur Isavia og Héraðsverks um framkvæmdina.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra undirritaði samning við Fjarðabyggð um framkvæmdina á Norðfjarðarflugvelli í flugstöðinni.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun.
Undirritaður verður í dag, á Norðfjarðarflugvelli, samningur á milli sveitarfélagsins Fjarðabyggðar og Innanríkisráðuneytisins um fjármögnun á framkvæmdum á Norðfjarðarflugvelli, sem gera munu flugvellinum kleift að sinna betur öryggishlutverki sínu, sem hluti af samgöngukerfi landsins. Bæjarráð vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Samvinnufélags Útgerðamanna í Neskaupstað og Síldarvinnslunnar hf. vegna aðkomu þessara aðila að fjármögnun verkefnisins með sveitarfélaginu. Þá vill bæjarráð þakka aðkomu Innanríkisráðuneytisins og alþingis að verkefninu, sem tryggir rúman helming fjármagns til framkvæmdarinnar. Bæjarráð áréttar þó, að þátttaka sveitarfélagsins og milliganga um fjármögnun verksins, sem er að öllu leyti á forræði ríkisins, er ekki til eftirbreytni. Ríkisvaldinu ber að tryggja þá innviði samfélagsins sem snúa að öryggi- og heilbrigðismálum landsmanna og skýtur skökku við að sveitarfélögum og fyrirtækjum sé ætluð aðild að slíkum verkefnum.
Þá mótmælir bæjarráð Fjarðabyggðar harðlega þeirri fyrirætlun borgarstjórnar Reykjavíkur að loka NA/SV neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar og lýsir jafnframt vonbrigðum með aðgerðarleysi ríkisvaldsins en óumdeilt er, að þessi ákvörðun Reykjavikurborgar skerðir þjónustu við íbúa þeirra sveitarfélaga, sem treysta verða á sjúkraflug til höfuðborgarinnar í neyðartilvikum. Það hlýtur jafnframt að teljast undrunarefni, að á sama tíma og sveitarfélag á borð við Fjarðabyggð leita allra leiða til að tryggja aðstöðu fyrir sjúkraflug, kýs sveitarfélagið Reykjavíkurborg að loka mikilvægri öryggisflugbraut fyrir sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli. Réttur sveitarfélaga er óumdeildur þegar kemur að skipulagsmálum. Borgarstjórn Reykjavíkur má þó vera ljóst, að sjúkraflug liggur til höfuðborgarinnar, þar sem stjórnvöld hafa byggt upp miðlæga sjúkraþjónustu landsins og hátæknisjúkrahús.
Bæjarráð telur brýnt að sveitarfélög víki sér ekki undan því að leita lausna í almannaþágu, sem nýst geta fleirum en hverju og einu þeirra. Ríkisstjórn landsins studdi enn fremur á sínum tíma ákvörðun borgaryfirvalda um lokun brautarinnar og hlýtur af þeim sökum að axla ábyrgð á afleiðingum þess með mótvægisaðgerðum. Fjarðabyggð leggur þunga áherslu á að Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkisvaldið komist að ásættanlegri niðurstöðu í þessu brýna almannaöryggismáli."