Bæjarráð
490. fundur
28. september 2016 kl. 08:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - Bæjarráð
Dagskrárlið vísað til næsta fundar bæjarráðs
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun 2017 í íþrótta- og tómstundamálum
Farið yfir tillögur að fjárhagsáætlun 2017 fyrir málaflokk íþrótta- og tómstundamála og áherslur í fjárhagsáætlunargerðinni. Farið yfir fjárhagsramma málaflokksins og áherslur íþrótta- og tómstundanefndar fyrir komandi ár. Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar.
3.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - fræðslunefnd
Farið yfir tillögur að fjárhagsáætlun 2017 fyrir fræðslumálaflokkinn og áherslur í fjárhagsáætlunargerðinni. Farið yfir fjárhagsramma málaflokksins og áherslur fræðslunefndar fyrir komandi ár. Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar.
4.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - félagsmálanefnd
Farið yfir tillögur að fjárhagsáætlun 2017 fyrir málaflokk félagsmála og áherslur í fjárhagsáætlunargerðinni. Farið yfir fjárhagsramma málaflokksins og áherslur félagsmálanefndar fyrir komandi ár. Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar.
5.
Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um áhrif nýrra húsnæðislöggjafar á Fjarðabyggð. Um er að ræða breytingar þar sem almennar húsaleigubætur færast frá sveitarfélögum til ríkis 1. janúar 2017 og verða húsnæðisbætur. Sveitarfélög annast sérstakan húsnæðisstuðning til tekjulágra einstaklinga og nema 15 til 17 ára.
Þá er gert ráð fyrir að sveitarfélög marki sér stefnu í húsnæðismálum sem byggist m.a. á greiningu á stöðu húsnæðismarkaðarins og rökstuddri ákvörðun um að byggja húsnæði fyrir tekjulága og þá sem þurfa sérstakan stuðning. Stuðningur sveitarfélaga með sérstöku stofnframlagi vegna byggingar húsnæðis getur numið allt að 12 til 16% og framlagi ríkis allt að 18 til 28% háð því hvernig markaðsaðstæður.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
Þá er gert ráð fyrir að sveitarfélög marki sér stefnu í húsnæðismálum sem byggist m.a. á greiningu á stöðu húsnæðismarkaðarins og rökstuddri ákvörðun um að byggja húsnæði fyrir tekjulága og þá sem þurfa sérstakan stuðning. Stuðningur sveitarfélaga með sérstöku stofnframlagi vegna byggingar húsnæðis getur numið allt að 12 til 16% og framlagi ríkis allt að 18 til 28% háð því hvernig markaðsaðstæður.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
6.
Viðmiðunarreglur um úthlutun stöðugilda til leikskóla í Fjarðabyggð.Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi viðmiðunarreglur og vísar þeim til bæjarráðs til frekari umræðu og samþykktar.
Framlagðar viðmiðunarreglur um úthlutun stöðugilda til leikskóla í Fjarðabyggð.
Fræðslunefnd samþykkti tillögur að viðmiðunarreglum og vísar þeim til bæjarráðs til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum til frekari umfjöllunar í fræðslunefnd með hliðsjón af umræðum á fundi bæjarráðs og þær séu unnar áfram nánar í tengslum við fjárhagsáætlunargerðina 2017.
Fræðslunefnd samþykkti tillögur að viðmiðunarreglum og vísar þeim til bæjarráðs til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum til frekari umfjöllunar í fræðslunefnd með hliðsjón af umræðum á fundi bæjarráðs og þær séu unnar áfram nánar í tengslum við fjárhagsáætlunargerðina 2017.
7.
Ábendingar og óskir golfklúbbana í Fjarðabyggð til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar
Framlagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um ábendingar og óskir allra golfklúbbana sem snúa að eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Á 25. fundi íþrótta- og tómstundanefndar var rædd endurnýjun rekstrar- og uppbyggingarsamninga við forsvarsmenn golfklúbbana í Fjarðabyggð sem eiga og reka sína eigin íþróttaaðstöðu. Minnisblaði var vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísaði minnisblaðinu til bæjarráðs í tengslum við endurnýjun á rekstrar- og uppbyggingarsamningum sem eru til skoðunar.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
8.
Ósk um greiðslu aksturspeninga til og frá vinnu
Fyrir liggur erindi frá þremur starfsmönnum slökkviliðs Fjarðabyggðar varðandi niðulagningu á skipulögðum akstri kl. 20:00 frá athafnasvæðinu á Hrauni í Reyðarfirði frá 1.mars sl.
Bæjarráð hefur verið með erindi til meðferðar og samhliða því unnið að skoðun á uppsetningu ferðar kl. 20:00 sem fellur að skipulögðum samgöngum innan sveitarfélagsins, en fyrirtæki á svæðinu hafa einnig þörf fyrir akstur til og frá vinnustöðum á þessum tíma.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði að því að setja inn áætlunarleið sem hluta af skipulögðum samgöngum í Fjarðabygggð þar sem keyrt verður kl. 20:00 að kvöldi að og frá athafnasvæði á Hrauni í Reyðarfirði um sveitarfélagið eftir þeim leiðum sem eknar eru í dag. Vísað til framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs til úrvinnslu og endanlegrar tillögugerðar ásamt kostnaðar- og tekjuáætlun. Samráð verði haft við fjölskyldusvið m.a. vegna möguleika á samlegð í tómstundastarfi ungmenna.
Bæjarráð hefur verið með erindi til meðferðar og samhliða því unnið að skoðun á uppsetningu ferðar kl. 20:00 sem fellur að skipulögðum samgöngum innan sveitarfélagsins, en fyrirtæki á svæðinu hafa einnig þörf fyrir akstur til og frá vinnustöðum á þessum tíma.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði að því að setja inn áætlunarleið sem hluta af skipulögðum samgöngum í Fjarðabygggð þar sem keyrt verður kl. 20:00 að kvöldi að og frá athafnasvæði á Hrauni í Reyðarfirði um sveitarfélagið eftir þeim leiðum sem eknar eru í dag. Vísað til framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs til úrvinnslu og endanlegrar tillögugerðar ásamt kostnaðar- og tekjuáætlun. Samráð verði haft við fjölskyldusvið m.a. vegna möguleika á samlegð í tómstundastarfi ungmenna.
9.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Félagsmálanefnd, sem starfandi stjórn hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð, hefur samþykkt að stofna þriggja manna framkvæmdaráð yfir hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð.
Nefndin felur Huldu Sigrúnu Guðmundsdóttur, Valdimar O. Hermannssyni og Hjördísi Helgu Seljan Þóroddsdóttur að sitja í framkvæmdaráði.
Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti skipun framkvæmdaráðs. Vísað til félagsmálanefndar og fræðslustjóra gerð erindisbréfs fyrir framkvæmdaráðið sem verður lagt bæjarráð.
Nefndin felur Huldu Sigrúnu Guðmundsdóttur, Valdimar O. Hermannssyni og Hjördísi Helgu Seljan Þóroddsdóttur að sitja í framkvæmdaráði.
Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti skipun framkvæmdaráðs. Vísað til félagsmálanefndar og fræðslustjóra gerð erindisbréfs fyrir framkvæmdaráðið sem verður lagt bæjarráð.
10.
Byggðaáætlun 2017 - 2023
Unnið er að gerð nýrrar byggðaáætlunar sem á að gilda 2017 til 2023.
Haldinn verður fundur með fulltrúum Byggðastofnunar miðvikudaginn 5.október nk. kl. 16:00 - 18:45 í Valaskjálf.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á ráðstefnuna.
Haldinn verður fundur með fulltrúum Byggðastofnunar miðvikudaginn 5.október nk. kl. 16:00 - 18:45 í Valaskjálf.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á ráðstefnuna.
11.
735 Strandgata 12 - lóðamál
Framlögð drög að samkomulagi milli SA ehf. og Fjarðabyggðar um að framkvæmdir við Strandgötu 12 á Eskfirði hefjist fyrir lok ársins 2016. Verði ekki af framkvæmdum fyrir tilskilinn frest mun lóðin renna aftur til Fjarðabyggðar.
Bæjarráð staðfestir samkomulag og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
Bæjarráð staðfestir samkomulag og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
12.
Ársreikningur 2015 - Veturhús
Framlagður til kynningar ársreikningur Veturhúsa ehf fyrir árið 2015.
13.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2014 - 2018
Sjálfstæðisflokkur tilkynning breytingu á nefndaskipan í fræðslunefnd.
Lísa Lotta Björnsdóttir lætur af nefndarstörfum og sem varaformaður fræðslunefndar og Guðlaug Dana Andrésdóttir tekur sæti hennar sem varaformaður. Kjartan Glúmur Kjartansson tekur sæti aðalmanns í fræðslunefnd í stað Guðlaugar Dönu og Ragnar Sigurðsson tekur sæti varamanns í nefndinni.
Lísa Lotta Björnsdóttir lætur af nefndarstörfum og sem varaformaður fræðslunefndar og Guðlaug Dana Andrésdóttir tekur sæti hennar sem varaformaður. Kjartan Glúmur Kjartansson tekur sæti aðalmanns í fræðslunefnd í stað Guðlaugar Dönu og Ragnar Sigurðsson tekur sæti varamanns í nefndinni.
14.
Menningar- og safnanefnd - 25
Framlögð til kynningar menningar- og safnanefnd frá 19. september
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 154
Framlögð til kynningar eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frá 19. september s.l.
16.
Fræðslunefnd - 31
Framlögð til kynningar fundargerð fræðslunefndar frá 21. september s.l.
17.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 26
Framlögð til kynningar fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 22. september s.l.
18.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2016
Fram lögð til kynningar félagsmálanefnd frá 20. júní s.l.