Bæjarráð
491. fundur
3. október 2016 kl. 09:00 - 12:20
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum
Vísað frá síðasta fundi bæjarráðs til áframhaldandi umræðu.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um áhrif nýrra húsnæðislöggjafar á Fjarðabyggð. Um er að ræða breytingar þar sem almennar húsaleigubætur færast frá sveitarfélögum til ríkis 1. janúar 2017 og verða húsnæðisbætur. Sveitarfélög annast sérstakan húsnæðisstuðning til tekjulágra einstaklinga og nema 15 til 17 ára. Þá er gert ráð fyrir að sveitarfélög marki sér stefnu í húsnæðismálum sem byggist m.a. á greiningu á stöðu húsnæðismarkaðarins og rökstuddri ákvörðun um að byggja húsnæði fyrir tekjulága og þá sem þurfa sérstakan stuðning. Stuðningur sveitarfélaga með sérstöku stofnframlagi vegna byggingar húsnæðis getur numið allt að 12 til 16 % og framlagi ríkis allt að 18 til 28% háð markaðsaðstæðum.
Bæjarráð samþykkir að leita eftir samstarfi við aðra aðila í Fjarðabyggð um greiningu húsnæðismarkaðarins í Fjarðabyggð. Fjármálastjóra falið að vinna að málinu áfram.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um áhrif nýrra húsnæðislöggjafar á Fjarðabyggð. Um er að ræða breytingar þar sem almennar húsaleigubætur færast frá sveitarfélögum til ríkis 1. janúar 2017 og verða húsnæðisbætur. Sveitarfélög annast sérstakan húsnæðisstuðning til tekjulágra einstaklinga og nema 15 til 17 ára. Þá er gert ráð fyrir að sveitarfélög marki sér stefnu í húsnæðismálum sem byggist m.a. á greiningu á stöðu húsnæðismarkaðarins og rökstuddri ákvörðun um að byggja húsnæði fyrir tekjulága og þá sem þurfa sérstakan stuðning. Stuðningur sveitarfélaga með sérstöku stofnframlagi vegna byggingar húsnæðis getur numið allt að 12 til 16 % og framlagi ríkis allt að 18 til 28% háð markaðsaðstæðum.
Bæjarráð samþykkir að leita eftir samstarfi við aðra aðila í Fjarðabyggð um greiningu húsnæðismarkaðarins í Fjarðabyggð. Fjármálastjóra falið að vinna að málinu áfram.
2.
Raforkusölusamningar við Fjarðabyggð og Hafnarsjóð
TRÚNAÐARMÁL.
Til umræðu samningar um orkukaup fyrir Fjarðabyggð og Fjarðabyggðahafnir.
Umræðu frestað.
Til umræðu samningar um orkukaup fyrir Fjarðabyggð og Fjarðabyggðahafnir.
Umræðu frestað.
3.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar
Umræða tekin um gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar og heimildir í henni. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
4.
Kröfur vegna launagreiðslur hlutastarfandi sjúkraflutningamanna
Fram lagður undirskriftarlisti 14 hlutastarfandi sjúkraflutningamanna sem fjallar um kjaramál þeirra.
Vísað til bæjarritara og bæjarstjóra sem fara yfir málið í samvinnu við kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Vísað til bæjarritara og bæjarstjóra sem fara yfir málið í samvinnu við kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga.
5.
Kaup á myndefni úr Fjarðabyggð
Fyrir liggur umsögn formanns nefndarinnar og forstöðumanns stjórnsýslu um myndasafn Þórarins Hávarðssonar. Menningar- og safnanefnd er tilbúin að taka við safninu til varðveislu. Nefndin hefur hinsvegar ekki fjármagn til að greiða fyrir safnið og skráningu þess og vísar málinu til bæjarráðs til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi varðveislu efnisins og felur forstöðumanni stjórnsýslu að vera í sambandi við Þórarinn um framhald málsins.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi varðveislu efnisins og felur forstöðumanni stjórnsýslu að vera í sambandi við Þórarinn um framhald málsins.
6.
Alþingiskosningar 2016
Samkvæmt 46.gr. samþykkta um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar, annast bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, gerð kjörskrár, fjallar um athugasemdir við hana, gerir nauðsynlegar leiðréttingar og afgreiðir ágreiningsmál í samræmi við ákvæði laga um kosningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja kjörskrá vegna Alþingiskosninganna 29. október 2016. Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra, fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að vera gerðar fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 29. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja kjörskrá vegna Alþingiskosninganna 29. október 2016. Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra, fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að vera gerðar fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 29. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs.
7.
Ábendingar og óskir golfklúbbana í Fjarðabyggð til ESU
Vísað af fundi bæjarráðs 28.9. til næsta fundar ráðsins.
Framlagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um ábendingar og óskir allra golfklúbbana sem snúa að eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Á 25. fundi íþrótta- og tómstundanefndar var rædd endurnýjun rekstrar- og uppbyggingarsamninga við forsvarsmenn golfklúbbana í Fjarðabyggð sem eiga og reka sína eigin íþróttaaðstöðu. Minnisblaði var vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísaði minnisblaðinu til bæjarráðs í tengslum við endurnýjun á rekstrar- og uppbyggingarsamningum sem eru til skoðunar.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi uppbyggingar og vísar málinu til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar.
Framlagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um ábendingar og óskir allra golfklúbbana sem snúa að eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Á 25. fundi íþrótta- og tómstundanefndar var rædd endurnýjun rekstrar- og uppbyggingarsamninga við forsvarsmenn golfklúbbana í Fjarðabyggð sem eiga og reka sína eigin íþróttaaðstöðu. Minnisblaði var vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísaði minnisblaðinu til bæjarráðs í tengslum við endurnýjun á rekstrar- og uppbyggingarsamningum sem eru til skoðunar.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi uppbyggingar og vísar málinu til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar.
8.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - eigna-,skipulags og umhverfisnefndar
Farið yfir tillögur að fjárhagsáætlun 2017 fyrir málaflokka sem heyra undir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og áherslur í fjárhagsáætlunargerðinni. Farið yfir fjárhagsramma málaflokka og áherslur nefndarinnar fyrir komandi ár. Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar.
9.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - Menningar- og safnanefnd
Farið yfir tillögur að fjárhagsáætlun 2017 fyrir málaflokk menningarmála og áherslur í fjárhagsáætlunargerðinni. Farið yfir fjárhagsramma málaflokksins og áherslur menningar- og safnanefndar fyrir komandi ár. Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar.
10.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - eigna-,skipulags og umhverfisnefndar
Farið yfir tillögur að fjárhagsáætlun 2017 fyrir slökkvilið og áherslur í fjárhagsáætlunargerðinni. Farið yfir fjárhagsramma og áherslur í starfsemi fyrir komandi ár. Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar.
11.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - Barnaverndarnefnd
Farið yfir tillögur að fjárhagsáætlun 2017 fyrir barnaverndarmál og áherslur í fjárhagsáætlunargerðinni. Farið yfir fjárhagsramma og áherslur barnaverndarnefndar fyrir komandi ár. Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar
12.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - Bæjarráð
Dagskrárlið vísað til næsta fundar bæjarráðs af síðasta fundi ráðs.
Framlögð minnisblöð vegna fjárhagsáætlunar 2017 fyrir málaflokkana sameiginlegur kostnaður og atvinnumál.
Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.
Framlögð minnisblöð vegna fjárhagsáætlunar 2017 fyrir málaflokkana sameiginlegur kostnaður og atvinnumál.
Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.
13.
Öldungaráð
Tillaga Fjarðalistans frá fundi bæjarstjórnar 29. september 2016 um öldungaráð.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar félagsmálanefndar.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar félagsmálanefndar.
14.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2016
Fram lögð til kynningar fundargerð barnaverndarnefndar frá 22. september s.l.