Fara í efni

Bæjarráð

496. fundur
7. nóvember 2016 kl. 08:30 - 11:35
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Formaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun milli umræðna í bæjarstjórn. Stefnt er á að gjaldskrár verði teknar til umfjöllunar á fundi 21.nóvember. Áframhaldandi vinna við áætlun verður á næsta fundi bæjarráðs.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 - 2020
Málsnúmer 1610152
Áframhaldandi vinna, við þriggja ára fjárhagsáætlun, milli umræðna í bæjarstjórn. Áframhaldandi vinna við áætlun verður á næsta fundi bæjarráðs.
3.
Rekstur málaflokka 2016 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1602052
Framlagt sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - september 2016, skatttekjur og launakostnað fyrir tímabilið janúar - október 2016.
4.
Mótmæli vegna fyrirhugaðs flutnings á Sjóminjasafni og Jenssenshúss út í Mjóeyrarvík - undirskriftarlisti
Málsnúmer 1611024
Lagður fram undirskriftarlisti íbúa á Eskifirði er varðar fyrirhugaðan flutning Sjóminjasafns Austurlands og Jensenshúss út í Mjóeyrarvík. Bæjarráð vill árétta að ekki er verið að taka ákvörðun um flutning Gömlu Búðar og Jensenshúss, heldur er verið að vinna skipulagsvinnu þar sem ákveðin framtíðarsýn er sett fram. Undirskriftarlistum er vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar sem taki jafnframt ákvörðun um beiðni um íbúafund.
5.
Fundur formanna sambanda með starfshóp um endurskoðun rekstrarfyrirkomulags flugvalla
Málsnúmer 1611008
Innanríkisráðuneytið hefur skipað starfshóp til að endurskoða rekstrarfyrirkomulag flugvalla. Hópurinn hefur áhuga á að upplýsa hagsmunaaðila um verkefnið og fá fram athugasemdir og ábendingar þeirra, hvort sem er bréflega eða á fundi.
Bæjarráð Fjarðabyggðar vill árétta að flugsamgöngur innanlands eru mikilvægustu almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og að áhersla verði á að bæta þær samgöngur í störfum starfshópsins ekki síst með tilliti til verðlags á innanlandsflugi. Er alþjóðaflugvöllurinn á Egilsstöðum mjög mikilvægur í því samhengi. Þá vill bæjarráð einnig lýsa yfir nauðsyn þess að sjúkraflugvöllum, líkt og Norðfjarðarflugvelli, verði tryggt nægjanlegt fjármagn til reksturs og viðhalds í framtíðinni, enda órjúfanleg tengsl vallarins við umdæmisjúkrahús Austurlands í Neskaupstað. Bæjarráð leggur til að SSA hafi frumkvæði að því að fundað verði með hópnum.
Vakin er athygli á fyrirhuguðum fundi um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem verður á Akureyri 10. nóvember kl. 17:00.
6.
Rekstur Félagslundar 2016
Málsnúmer 1605020
Fyrirspurn um rekstur Félagslundar. Trúnaðarmál.
7.
Kirkjustígur 7 - Fyrirhugaðar framkvæmdir við Lambeyrará
Málsnúmer 1610185
Bréf frá Nordik lögfræðiþjónustu slf. fyrir hönd eiganda fasteignarinnar að Kirkjustíg 7 Eskifirði. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur falið sviðstjóra að svara bréfinu og vísaði málinu jafnframt til staðfestingar bæjarráðs. Bæjarráð felur sviðsstjóra að svara erindinu í samráði við bæjarstjóra.
8.
Snjómokstur í Fjarðabyggð 2016/2017
Málsnúmer 1609102
Farið að nýju yfir skipulag og verklagsreglur er varða snjómokstur í Fjarðabyggð. Lagt fram minnisblað forstöðumanns framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi skipulag og verklagsreglur og vísar þeim til staðfestingar bæjarráðs. Bæjarráð vísar verklagsreglum til bæjarstjóra til endanlegs frágangs og framsetningar. Tekið fyrir á næsta fundi.
9.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017
Málsnúmer 1609042
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úthlutað Mjóafirði 15 þorskígildistonnum og Stöðvarfirði 154 þorskígildistonnum. Vilji sveitarstjórn setja sérstök skilyrði varðandi úthlutun skal skila rökstuddum tillögum til ráðuneytisins eigi síðar en 30. nóvember. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra hafna að útbúa sérstök skilyrði í samræmi við fyrri ár og leggja fyrir bæjarráð ekki síðar en 21.nóvember.
10.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2016
Málsnúmer 1603017
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 843, lögð fram til kynningar.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 158
Málsnúmer 1610015F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 158 frá 2.nóvember 2016, lögð fram til kynningar.
12.
Hafnarstjórn - 168
Málsnúmer 1610013F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 168 frá 31.október 2016, lögð fram til kynningar.