Bæjarráð
497. fundur
14. nóvember 2016 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Valdimar O Hermannsson Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun 2017. Framlagður listi með eignum Eignasjóðs. Farið yfir listan með tilliti til sölu eigna á árinu 2017.
Vísað til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Vísað til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 - 2020
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun 2018 - 2020.
Farið yfir verkefni vegna 3ja ára fjárhagsáætlunar.
Stefnt skal að vinnufundi bæjarfulltrúa vegna fjárhagsáætlunarinnar.
Farið yfir verkefni vegna 3ja ára fjárhagsáætlunar.
Stefnt skal að vinnufundi bæjarfulltrúa vegna fjárhagsáætlunarinnar.
3.
755 Sævarendi - umsókn um lóð undir jarðspennistöð
Grenndarkynningu, vegna lóðarumsóknar Guðmundar Hólm Guðmundssonar fh. RARIK ohf, dagsett 13. september 2016, þar sem sótt var um lóð undir jarðspennistöð yst við Sævarenda á Stöðvarfirði, er lokið.
Ein athugasemd barst. Lagt fram bréf eiganda Fjarðarbrautar 15, dagsett 16. október 2016. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 24. október 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemd sé ekki þess eðlis að hafna beri lóðarúthlutuninni.
Bæjarstjórn samþykkti úthlutun lóðar með 9 atkvæðum á fundi 3.nóvember sl.
Bæjarráð tekur undir með eigna- skipulags- og umhverfisnefnd að lokinni grenndarkynningu og samþykkir að úthluta lóðinni.
Ein athugasemd barst. Lagt fram bréf eiganda Fjarðarbrautar 15, dagsett 16. október 2016. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 24. október 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemd sé ekki þess eðlis að hafna beri lóðarúthlutuninni.
Bæjarstjórn samþykkti úthlutun lóðar með 9 atkvæðum á fundi 3.nóvember sl.
Bæjarráð tekur undir með eigna- skipulags- og umhverfisnefnd að lokinni grenndarkynningu og samþykkir að úthluta lóðinni.
4.
Snjómokstur í Fjarðabyggð 2016/2017
Farið að nýju yfir skipulag og verklagsreglur er varða snjómokstur í Fjarðabyggð. Lagt fram minnisblað forstöðumanns framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi skipulag og verklagsreglur og vísar þeim til staðfestingar bæjarráðs. Bæjarráð vísaði verklagsreglum til bæjarstjóra til endanlegs frágangs og framsetningar á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglurnar og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglurnar og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
5.
Bygging leikskóla á Neseyri
Framlögð samantekt frá fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs um byggingarkostnað á nýjum leikskóla í Neskaupstað. Fram lögð tillaga um 35 m.kr. viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna framkvæmdarinnar umfram fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2016 sem lagður yrði fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2016 sem lagður yrði fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.
6.
Raforkusölusamningar við Fjarðabyggð og Hafnarsjóð
Framlögð greinargerð fjármálastjóra um raforkuviðskipti Fjarðabyggðar og stofnana merkt sem trúnaðarmál.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Orkusöluna um orkukaup til næstu 2ja ára og felur fjármálastjóra að vinna hann og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Orkusöluna um orkukaup til næstu 2ja ára og felur fjármálastjóra að vinna hann og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
7.
Fundagerðir framkvæmdastjórnar Skólaskriftofu Austurlands 2016
Fundargerð stjórnar frá 4.nóvember 2016, lögð fram til kynningar.
Vísað til kynningar í fræðslunefnd.
Vísað til kynningar í fræðslunefnd.
8.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 4. nóvember 2016
Fundargerð aðalfundar og ársskýrsla lagt fram til kynningar.
Vísað til kynningar í fræðslunefnd.
Vísað til kynningar í fræðslunefnd.
9.
Ágóðahlutagreiðsla 2016 - Brunabót
Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dags. 29. september 2016 varðandi ágóðahlut 2016.
10.
Krafa frá kennurum til sveitarfélaga
Lögð fram krafa ásamt undirskriftarlistum kennara sem afhent hefur verið bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar.
Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að samningum verði lokið sem fyrst.
Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að samningum verði lokið sem fyrst.
11.
Aðkeyrsla að Melbæ; 735
Bréf frá félagi eldriborgara á Eskifirði dags.31. október 2016.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
12.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017
Lögð fram drög að sérstökum skilyrðum vegna úthlutunar byggðakvóta.
Bæjarráð leggur áherslu á að veitt verði undanþága þar sem vikið verði frá skilyrðum reglugerðar nr. 641/2016 um tvöföldun aflamagns.
Þá óskar bæjarráð eftir rökstuðningi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á því að veita ekki byggðakvóta til annarra bæjarkjarna í Fjarðabyggð en Mjóafjarðar og Stöðvarfjarðar.
Bæjarráð leggur áherslu á að veitt verði undanþága þar sem vikið verði frá skilyrðum reglugerðar nr. 641/2016 um tvöföldun aflamagns.
Þá óskar bæjarráð eftir rökstuðningi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á því að veita ekki byggðakvóta til annarra bæjarkjarna í Fjarðabyggð en Mjóafjarðar og Stöðvarfjarðar.
13.
Endurnýjun á rekstrar- og uppbyggingarsamningum við íþróttafélög í Fjarðabyggð sem reka eigin íþróttaaðstöðu
Frá fundi íþrótta- og tómstundanefndar 10. nóvember s.l.
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur fundað með forsvarsmönnum allra íþróttafélaga í Fjarðabyggð sem reka sína eigin íþróttaaðstöðu.
Nefndin hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögu að skiptingu rekstrar- og uppbyggingarsamninga og vísar tillögunni til bæjarráðs.
Vísað til bæjarstjóra til skoðunar milli funda bæjarráðs og verða samningar teknir fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur fundað með forsvarsmönnum allra íþróttafélaga í Fjarðabyggð sem reka sína eigin íþróttaaðstöðu.
Nefndin hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögu að skiptingu rekstrar- og uppbyggingarsamninga og vísar tillögunni til bæjarráðs.
Vísað til bæjarstjóra til skoðunar milli funda bæjarráðs og verða samningar teknir fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
14.
Starfs- og fjárhagsáætlun 2017 í íþrótta- og tómstundamálum
Frá fundi íþrótta- og tómstundanefndar 10. nóvember.
Fyrir lá breytingartillaga að fjárhagsáætlun 2017 sem samþykkt var í bæjarráði. Nefndin leggur til að hagrætt verði um 6 milljónir kr.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2017.
Fyrir lá breytingartillaga að fjárhagsáætlun 2017 sem samþykkt var í bæjarráði. Nefndin leggur til að hagrætt verði um 6 milljónir kr.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2017.
15.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Fyrir liggja drög að erindisbréfi fyrir framkvæmdaráð hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð. Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarráðs til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir erindsbréf framkvæmdaráðs.
Bæjarráð staðfestir erindsbréf framkvæmdaráðs.
16.
Ung fólk 2016 - lýðheilsa ungs fólks í Fjarðabyggð
Frá fundi fræðslunefndar nr. 33.
Fræðslunefnd óskar eftir því að Fjarðabyggð leiti eftir því við samningsaðila að samstarfssamningur Mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Rannsóknir og greiningu og Háskóla Reykjavíkur um líðan og hagi Ungs fólks í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði verði framlengdur til fimm ára en hann fellur úr gildi í lok ársins 2016. Líðan nemenda er skoðuð í 5.-7. bekk, 8.-10. bekk og nemenda í framhaldsskólum.
Bæjarráð samþykkir að leitað verði eftir framlengingu samnings um fimm ár.
Fræðslunefnd óskar eftir því að Fjarðabyggð leiti eftir því við samningsaðila að samstarfssamningur Mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Rannsóknir og greiningu og Háskóla Reykjavíkur um líðan og hagi Ungs fólks í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði verði framlengdur til fimm ára en hann fellur úr gildi í lok ársins 2016. Líðan nemenda er skoðuð í 5.-7. bekk, 8.-10. bekk og nemenda í framhaldsskólum.
Bæjarráð samþykkir að leitað verði eftir framlengingu samnings um fimm ár.
17.
Þátttaka í fjármögnun verkefnis, Orkuskipti á Austurlandi.
Formleg beiðni um að SSA komi til viðræðna við Austurbrú um þátttöku í fjármögnun eða annarri aðkomu að verkefni um orkuskipti á Austurlandi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
18.
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2016
Fundargerð aðalfundar Héraðsskjalasafns frá 3.nóvember lögð fram til kynningar og vísað til menningar- og safnanefndar.
19.
Europa Nostra menningarverðlaun ESB
Þakkir frá Þorsteini Bergssyni og Þresti Ólafssyni vegna viðurkenninga er þeim voru veittar nýlega í tengslum við menningarverðlaun Evrópu.
20.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 159
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 159 frá 7.nóvember 2016, lögð fram til kynningar .
21.
Menningar- og safnanefnd - 27
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 27 frá 9.nóvember 2016, lögð fram til kynningar.
22.
Félagsmálanefnd - 89
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 89 frá 8.nóvember 2016, lögð fram til kynningar.
23.
Fræðslunefnd - 33
Fundargerð fræðslunefndar frá 6. nóvember s.l.lögð fram til kynningar.
24.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 29
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 10. nóvember s.l. lögð fram til kynningar.