Fara í efni

Bæjarráð

694. fundur
4. janúar 2021 kl. 08:30 - 09:55
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Kauptilboð í Búðareyri 19 og 21 á Reyðarfirði
Málsnúmer 2012126
Lagt fram til staðfestingar nýtt kauptilboð Krossavíkur í Búðareyri 19 og 21. Bæjarfulltrúar hafa þegar staðfest kauptilboðið símleiðis.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra að undirrita kaupsamning og skjöl vegna sölunnar.
2.
Grenndarkynning vegna lóðar við Lambeyrarbraut
Málsnúmer 2012170
Framlagt bréf Björns Ásgeirssonar um grenndarkynningu vegna úthlutunar lóðar við Lambeyrarbraut á Eskifirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða bréfritara til fundar með formanni eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.
3.
Einstefna við Melagötu 4-15 Neskaupstað
Málsnúmer 2012149
Framlagt bréf íbúa sem búa við Melagötu 4 til 15 í Neskaupstað, þar sem m.a. er mótmælt einstefnuakstri í hluta Melagötu.
Vísað til umfjöllunar í eigna- skipulags og umhverfisnefnd.
4.
Lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning
Málsnúmer 2012132
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til hugmynda um eitt opinbert stuðningskerfi við leigjendur. Bæjarráð vísar skýrslunni til meðferðar á fjölskyldusviði með beiðni um umsögn sem lögð verði fyrir bæjarráð.
5.
Innleiðing hringrásarhagkerfisins
Málsnúmer 2012172
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um hringrásarhagkerfið - e. Dedifer project. Með tækniþróun og innleiðingu hringrásarhagkerfisins er horft til þess að úrgangur sem til fellur sé nýttur til sjálfbærni.
Vísað til sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs með beiðni um mat á vinnuframlagi og kostnaði vegna þátttöku. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði að því loknu.
6.
Endurskoðaður samningur um Skólaskrifstofu Austurlands bs
Málsnúmer 2012153
Lagðir fram til staðfestingar samningar um Skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar í þjónustu við fatlað fólk.
Bæjarráð vísar samningum til staðfestingar í bæjarstjórn. Jafnframt er bæjarstjóra falið að hefja viðræður við eignaraðila í skrifstofunni, í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs, um framtíð hennar og fyrirkomulag innan fjölskyldusviðs.
7.
339.mál til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög,
Málsnúmer 2012140
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál. Umsögn berist eigi síðar en 12. janúar.
Vísað til bæjarstjóra og bæjarritara en þeir meti hvort umsögn verði send inn.
8.
Frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög.
Málsnúmer 2012160
Lögð hafa verið fram í samráðsgátt stjórnvalda, drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélögin í landinu.
9.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 278
Málsnúmer 2012016F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 278 frá 21.desember, lögð fram til afgreiðslu.