Fara í efni

Bæjarráð

695. fundur
11. janúar 2021 kl. 08:30 - 10:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2003158
Lögð fram sem trúnaðarmál, drög að hugmyndum um samning við Hrafnshól um byggingu íbúða í Fjarðabyggð á næstu árum.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að halda áfram viðræðum við Hrafnshól um byggingu íbúða í Fjarðabyggð. Tekið að nýju fyrir í bæjarráði.
2.
Kauptilboð í grunna að Búðarmel 4 og 10 Reyðarfirði
Málsnúmer 2101057
Lagt fram kauptilboð frá Hobart ehf. í húsgrunna að Búðarmel 4 og 10 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að taka kauptilboði með skilyrðum. Bæjarstjóra falið að undirrita kaupsamning og gögn tengdri sölunni.
3.
Forkaupsréttur að Laxinum NK-71
Málsnúmer 2101019
Framlögð beiðni Guðjóns Guðmundssonar skipasala um yfirlýsingu þess efnis að sveitarfélagið hyggist ekki nýta forkaupsrétt á bátnum Laxinum NK-71, nr. 1841, sem er 8,86 br.tonna bátur í eigu Keppings ehf. Kaupandi er Fengur útgerð ehf á Akureyri. Skipið er án aflahlutdeildar, aflamarks og grásleppuleyfis.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að skipinu Laxinum NK-71.
4.
Sólvellir - flutningur á dagvistun eldri borgara Breiðdal
Málsnúmer 2101049
Framlagt minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs um kostnað við að breyta gamla leikskólanum að Ásvöllum í Breiðdal, þannig að húsnæðið henti fyrir starfsemi dagvistunar eldri borgara í Breiðdal.
Bæjarráð samþykkir að horfa til breytinga á húsnæði fyrrum leikskóla í tengslum við dagvist aldraðra og felur bæjarstjóra frekari útfærslu málsins. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
5.
Innleiðing hringrásarhagkerfisins
Málsnúmer 2012172
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um þátttöku í hringrásarhagkerfinu - "e. Dedifer project". Í umsókn sem matvæla og næringasvið Háskóla Íslands á aðild að, er Fjarðabyggð boðið að vera með í verkefninu sem "follower region", sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Um stóra EU umsókn er að ræða sem hefur að markmiði að efla hringrásarhagkerfið.
Bæjarráð samþykkir að vera umsækjandi með Háskóla Íslands að verkefninu. Endanleg afstaða til þátttöku verður tekin þegar afgreiðsla umsóknar liggur fyrir.
Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
6.
Ósk um viðræður vegna kaupa á landi í eigu sveitarfélagsins
Málsnúmer 2101066
Framlagt bréf Jens Garðars Helgasonar frá 8. janúar sl., þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á landi í eigu sveitarfélagsins.
Vísað til umsagnar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
7.
Barnvænt samfélag
Málsnúmer 2006045
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem fjallað er um verkefnið barnvæn sveitarfélög. Fjarðabyggð hefur boðist þátttaka í verkefninu árið 2021 og leggur sviðsstjóri til að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu. Kostnaður vegna þátttöku liggur fyrst og fremst í vinnuframlagi starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir aðild að verkefninu barnvæn sveitarfélög og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs umhald þess.
Viðhengi
Minnisblað
8.
Aðalfundur Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs.
Málsnúmer 2011102
Fundargerð aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 11.desember, lögð fram til kynningar. Vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
9.
Aðalfundur Tónlistarmiðstöðvar
Málsnúmer 2012055
Framlögð til kynningar fundargerð aðalfundar Tónlistarmiðstöðvar.
Vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.