Bæjarráð
696. fundur
18. janúar 2021 kl. 08:30 - 11:10
í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2020 TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál rekstraryfirlit málaflokka og framkvæmda fyrir janúar - nóvember auk skatttekna og launakostnaðar fyrir janúar - desember.
2.
Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 7
Lögð fram tillaga fjármálastjóra að viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Jarðsig ofan byggðar á Eskifirði í desember 2020
Framlagt minnisblað Veðurstofu vegna jarðsigs ofan byggðar á Eskifirði í desember 2020. Í minnisblaðinu er m.a. farið yfir hvað þarf að gera til að vakta svæðið og fylgjast betur með hreyfingu jarðlaga á svæðinu.
Bæjarráð telur að ráðast þurfi í gerð bráðabirgða hættumats á því svæði, þar sem jarðsigs varð vart, í samráði við hlutaðeigandi stofnanir. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
Bæjarráð telur að ráðast þurfi í gerð bráðabirgða hættumats á því svæði, þar sem jarðsigs varð vart, í samráði við hlutaðeigandi stofnanir. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
4.
Ofanflóðahættumat fyrir Stöðvarfjörð
Umræða um gerð hættumats fyrir Stöðvarfjörð.
Bæjarráð samþykkir að óskað verði eftir gerð hættumats fyrir Stöðvarfjörð vegna ofanflóða. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir gagnvart Ofanflóðasjóði en hætta af ofanflóðum hefur ekki verið metin fyrir þorpið.
Bæjarráð samþykkir að óskað verði eftir gerð hættumats fyrir Stöðvarfjörð vegna ofanflóða. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir gagnvart Ofanflóðasjóði en hætta af ofanflóðum hefur ekki verið metin fyrir þorpið.
5.
Þorrablót Reyðfirðinga 2021 - styrkbeiðni
Beiðni formanna Þorrablótsnefndar Reyðarfjarðar um styrk vegna gerðar annáls 2020 í formi myndbands.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um framlag til þorrablótsins þar sem fleiri blót hafa tekið ákvörðun um útsendingu sem fjármögnuð er með frjálsum framlögum þátttakenda. Bendir bæjarráð á þær leiðir til að standa straum af kostnaði.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um framlag til þorrablótsins þar sem fleiri blót hafa tekið ákvörðun um útsendingu sem fjármögnuð er með frjálsum framlögum þátttakenda. Bendir bæjarráð á þær leiðir til að standa straum af kostnaði.
6.
Ályktanir aðalfundar Ungmennafélagsins Leiknis 2020
Bréf formanns og ritara ungmennafélagsins Leiknis þar sem óskað er svara við bréfi frá því fyrr í vetur.
Vísað til afgreiðslu sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fjármálastjóra.
Vísað til afgreiðslu sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fjármálastjóra.
7.
735 Miðdalur 17 og 19 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs, lóðarumsókn Og synir / Ofurtólið ehf, dagsett 29. desember 2020, þar sem sótt er um lóðirnar við Miðdal 17 og 19 á Eskifirði undir parhús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
8.
Öryggismál og eldvarnir jarðganga
Lagður fram til kynningar viðauki 2020 við samning frá árinu 2017 um framlag Vegagerðarinnar til Slökkviliðs Fjarðabyggðar vegna Norðfjarðarganga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samning.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samning.
9.
730 Búðarmelur 7a og 7b - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs, lóðarumsókn Og synir / Ofurtólið ehf, dagsett 29. desember 2020, þar sem sótt er um lóðirnar við Búðarmel 7a og 7b á Reyðarfirði undir parhús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
10.
730 Búðarmelur 6e og 6d - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs, lóðarumsókn Og synir / Ofurtólið ehf, dagsett 29. desember 2020, þar sem sótt er um lóðirnar við Búðarmel 6e og 6d á Reyðarfirði undir parhús. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
11.
740 Bakkabakki 4 - umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs, lóðarumsókn Axels Ísakssonar, dagsett 7. janúar 2021, þar sem sótt er um lóð undir einbýlishús milli Bakkabakka 2 og 4a á Norðfirði. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
12.
Hafnarstjórn - 255
Fundargerð hafnarstjórnar frá 12. janúar sl. lögð fram til afgreiðslu.
13.
Fræðslunefnd - 94
Fundargerð fræðslunefndar frá 13. janúar sl. lögð fram til afgreiðslu.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 279
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. janúar sl. lögð fram til afgreiðslu.
15.
Félagsmálanefnd - 141
Fundargerð félagsmálanefndar frá 12. janúar sl. lögð fram til afgreiðslu.
16.
Barnaverndarnefnd 2021
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 14. janúar sl. lögð fram til afgreiðslu.