Fara í efni

Bæjarráð

697. fundur
25. janúar 2021 kl. 08:30 - 10:40
í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Snjómokstur á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2101155
Framlagt erindi íbúasamtaka Fáskrúðsfjarðar frá 21. janúar sl. er varðar snjómokstur.
Bæjarráð áréttar að unnið er eftir sömu reglum um snjómokstur og verið hefur undanfarin ár og kynntar eru á heimasíðu sveitarfélagsins. Ekki stendur til að draga úr mokstri í íbúðargötum en unnið er eftir skipulagi sem liggur fyrir á heimasíðu og gerir ráð fyrir að snjómokstri og hálkuvörnum sé forgangsraðað eftir mikilvægi. Bæjarstjóra falið að svara erindi.
2.
Leiksýning Nesskóla 2021 í Egilsbúð
Málsnúmer 2101144
Framlagt erindi Nesskóla frá 18. janúar sl. vegna leiksýningar sem fyrirhuguð er í Egilsbúð í mars.
Bæjarráð hvetur aðila sem nýta Egilsbúð til eiga gott samstarf um nýtingu hússins. Erindi vísað til sviðsstjóra fjölskyldusviðs til úrvinnslu.
3.
Sólvellir flutningur á dagvistun eldri borgara Breiðdal
Málsnúmer 2101049
Ákvörðun um framtíðarnýtingu á húsinu Sólvöllum í Breiðdal sem áður hýsti leikskólann Ástún. Tillaga er um að breyta húsnæði sbr. meðfylgjandi minnisblað til notkunar fyrir dagþjónustu aldraðra í Breiðdal.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í breytingar á húsnæðinu til að það verði nýtt fyrir dagsþjónustu aldraðra. Kostnaði vegna framkvæmdanna vísað til gerðar viðauka.
4.
Íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2003158
Lögð fram sem trúnaðarmál drög að samningi við Hrafnshól og tengd fyrirtæki um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð.
Umræða um húsnæðismál fram haldið.
5.
Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar
Málsnúmer 1908022
Framlagt minnisblað fræðslustjóra er varðar fyrirkomulag sundkennslu við Grunnskóla Reyðarfjarðar.
Bæjarráð samþykkir að sundkennsla fyrir nema Grunnskóla Reyðarfjarðar verði í sundlaug Eskifjarðar vorið 2021.
6.
735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Málsnúmer 1703117
Farið yfir aðstæður skíðasvæðisins í Oddsskarði með tilliti til hættumatslína og mögulegra lagfæringa á svæðinu. Framlagt minnisblað Eflu hf. verkfræðistofu um aðgerðir við barnalyftur og skíðaskála vegna snjóflóðahættu.
Bæjarráð vísar til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar að hefja skoðun á skipulagi og aðstæðum í Oddsskarði m.t.t. snjóflóðahættu á svæðinu og nýs skipulags.
7.
Húsnæðisþing 2021
Málsnúmer 2101169
Lagðar fram upplýsingar um Húsnæðisþing 2021 sem haldið verður í streymi miðvikudaginn 27.janúar nk. frá kl. 13:00 til 15:00. Skráning á netinu.