Bæjarráð
698. fundur
1. febrúar 2021 kl. 08:30 - 10:45
í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Farið yfir stöðu framkvæmda- og viðhaldsverkefna á árinu 2020 með tilliti til áætlana.
2.
Skammtímafjármögnun Fjarðabyggðar 2021
Heimild til yfirdráttar að fjárhæð 300 milljónir króna hjá Íslandsbanka rennur út þann 5. febrúar 2021. Lagt er til að bæjarráð samþykki nýjan skammtímalánasamning við Íslandsbanka með allt að 400 milljón króna yfirdráttarheimild og samningurinn gildi til 5. febrúar 2022. Um er að ræða varúðarráðstöfun sem hluta af skammtímafjármögnun sveitarfélagsins.
Bæjarráð heimilar framlengingu á yfirdrætti og hann hækki í 400 m.kr. Endanlegri staðfestingu vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarráð heimilar framlengingu á yfirdrætti og hann hækki í 400 m.kr. Endanlegri staðfestingu vísað til bæjarstjórnar.
3.
Íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð
Umræðu um húsnæðismál og málefni Hrafnhóls fram haldið. Lögð fram endurbætt drög að samningi við félagið.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Forkaupsréttur að Beljanda SU306 nr. 2298
Lögð fram beiðni Guðjóns Guðmundssonar skipasala um að Fjarðabyggð nýti ekki forkaupsrétt að Beljanda SU-306 sem er í eigu Gullrúnar ehf. í Breiðdal. Báturinn er seldur án allra veiðiheimilda sama hvaða nafni þær kunna að nefnast.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að nýta ekki forkaupsrétt að skipinu og vísar beiðni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að nýta ekki forkaupsrétt að skipinu og vísar beiðni til staðfestingar bæjarstjórnar.
5.
Samningur vegna rekstur tjaldsvæðis á Breiðdalsvík
Fram lögð drög að samningi vegna reksturs tjaldsvæðisins í Breiðdal. Samningurinn er sambærilegur samningum um útvistun annarra tjaldsvæða Fjarðabyggðar. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði til eins árs.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Samningi jafnframt vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Samningi jafnframt vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
6.
369.mál til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð
Umsögn sambandsins lögð fram til kynningar.
7.
378.mál - Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags)
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál. Umsagnarfrestur er til 18. febrúar nk.
Vísað til bæjarstjóra og bæjarritara.
Vísað til bæjarstjóra og bæjarritara.
8.
Niðurrif bragga á Eskifirði - undirskriftalisti
Lagður fram undirskriftalisti er varðar bragga á Eskifirði.
9.
Hafnarstjórn - 256
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 256 frá 26. janúar, lögð fram til afgreiðslu.
10.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 83
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 83 frá 25. janúar, lögð fram til afgreiðslu.
11.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 20
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna nr. 20 frá 25. janúar, lögð fram til afgreiðslu.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 280
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 280 frá 25. janúar, lögð fram til afgreiðslu.