Fara í efni

Bæjarráð

699. fundur
8. febrúar 2021 kl. 08:30 - 10:20
í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Sorpmál í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1909099
Rúnar Gunnarsson sat ekki þennan lið fundarins.
Farið yfir niðurstöðu útboðs í sorphirðu og sorpförgun 2021. Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði í hverjum verkþætti útboðsins.
Hirðing - Kubbur ehf. - 65.399.619 með VSK
Gámar - GS Lausnir - 17.447.800 með VSK
Móttaka - Terra umhverfisþjónusta - 9.281.400 með VSK
Flutningur - Hringrás ehf. - 3.432.000 með VSK
Vísað til kynningar i eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
2.
Ísland ljóstengt: Aukaúthlutun 2020 og 2021 vegna ljósleiðaralagningar
Málsnúmer 2005057
Rúnar Gunnarsson kom til fundar undir 2.lið fundargerðar.
Lögð fram gögn frá samskiptasjóði þar sem kynnt er fyrirkomulag og skilmálar lokaúthlutunar styrkja til uppbyggingar sveitarfélaga á ljósleiðarakerfum í dreifbýli á árinu 2021.
Bæjarritara falið að leggja fram umsókn og áframhaldandi vinnslu málsins.
3.
Rafrænar undirskriftir í fundargerðum
Málsnúmer 2102033
Lagt fram minnisblað um rafrænar undirskriftir fundargerða. Bæjarráð staðfestir tillögur í minnisblaði um að heimila rafrænar undirskriftir fundargerða með vísan til auglýsinga ráðherra á hverjum tíma og felur bæjarritara áframhaldandi vinnslu málsins.
4.
Styrkbeiðni
Málsnúmer 2102037
Lagt fram til kynningar bréf formanns Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar er varðar stuðning við starfsemi félagsins. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
5.
Málefni Skólaskrifstofu Austurlands 2021
Málsnúmer 2102043
Umræða um málefni Skólaskrifstofu Austurlands.
6.
478. mál - Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur)
Málsnúmer 2102042
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.
Ef senda á umsögn þarf hún að berast eigi síðar en 18.febrúar nk.
7.
471. mál - Frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála
Málsnúmer 2102041
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.
Ef senda á umsögn þarf hún að berast eigi síðar en 18.febrúar nk.
8.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2021
Málsnúmer 2102032
Fundargerð stjórnar Náttúrustofu frá 15.desember sl. lögð fram til kynningar.
9.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2021
Málsnúmer 2102016
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 893. og 894. funda stjórnar sambandsins frá 16.desember og 29.janúar sl.
10.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 34
Málsnúmer 2101010F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 1.febrúar lögð fram til umfjöllunar.