Fara í efni

Bæjarráð

700. fundur
22. febrúar 2021 kl. 08:30 - 11:15
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Lántaka á árinu 2021
Málsnúmer 2102119
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra með tillögu um 200 milljóna kr. lántöku Fjarðabyggðar í mars.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að afla tilboða í lántöku að fjárhæð 200 milljóna kr. og leggja lánasamning fyrir bæjarráð. Ragnar Sigurðsson greiðir atkvæði gegn lántöku.
2.
Kauptilboð í Sólheima 3 Breiðdalsvík
Málsnúmer 2102099
Lagt fram kauptilboð í Sólheima 3 í Breiðdal.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að gera gagntilboð.
3.
Kaup á Bólsvör 1 á Stöðvarfirði til niðurrifs
Málsnúmer 2102123
Lögð fram tillaga að kaupum á fasteign til niðurrifs að Bólsvör 1 á Stöðvarfirði.
Bæjarráð samþykkir fasteignin að Bólsvör 1 verði keypt og felur bæjarstjóra undirritun og frágang skjala vegna kaupanna.
4.
Samningur um breytingu á rekstri Skólaskrifstofu Austurlands
Málsnúmer 2102078
Lögð fram drög að samningi um breytingar á byggðasamlagi um Skólaskrifstofu Austurlands þar sem sveitarfélögin samþykkja að taka yfir skólaþjónustu samlagsins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu ásamt fjármálastjóra og bæjarritara.
5.
Viðhorfskönnun landshlutasamtaka sveitarfélaga
Málsnúmer 2102089
Lögð fram til kynningar viðhorfskönnun á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga og Byggðastofnunar.
Vísað til kynningar í nefndum sveitarfélagsins.
6.
Umsókn um stofnframlag til bygginga á hagkvæmu húsnæði frá Bæjartúni íbúðafélagi hses
Málsnúmer 2102091
Framlögð umsókn frá Bæjartúni íbúðafélagi hses. um stofnframlag vegna áforma um byggingu hagkvæms leiguhúsnæðis í Fjarðabyggð á grundvelli laga nr. 52/2016. Stofnframlög sveitarfélaga geta numið 12% af byggingarkostnaði að undangengnu samþykki ríkisins.
Bæjarráð samþykkir mótttöku umsóknar og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs að undangengnu samþykki á reglum um stofnframlög Fjarðabyggðar.
7.
Reglur um stofnframlög til almennra íbúða skv. lögum nr. 522016
Málsnúmer 2102110
Framlögð tillaga að reglum um veitingu stofnframlaga í samræmi við lög nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Bæjarráð samþykkir reglur fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8.
Jafnréttisstefna 2021
Málsnúmer 2102103
Lögð fram drög að endurskoðaðri jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar 2021-2023.
Bæjarráð samþykkir jafnréttisstefnu fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt er stefnunni vísað til kynningar í félagsmálanefnd.
9.
Jafnlaunagreiningar
Málsnúmer 2102129
Framlagðar niðurstöður greiningar sem sýna að heildarlaun er 1,3% konum í vil. Hins vegar sýna niðurstöður að óútskýrður launamunur af heildarlaunum er (þá er tekið tilliti til hópa og persónuálags) 0.55% körlum í vil. Jafnlaunamarkmið Fjarðabyggðar er að hafa sem minnstan óútskýraðan mun á launum kynjanna og aldrei meira en 3,5%. Niðurstöður jafnlaunagreiningarnar sýna því að Jafnlaunamarkmiðið stenst.
10.
Jafnlaunakerfi
Málsnúmer 1812054
Lagt fram minnisblað vegna uppfærslna á jafnlaunahandbók í tengslum við uppfærslur á jafnlaunakerfi Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir uppfærðar reglur jafnlaunahandbókar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
11.
Jafnlaunastefna endurskoðun 2021
Málsnúmer 2102122
Lögð fram endurskoðuð jafnlaunastefna ásamt minnisblaði vegna endurskoðunar.
Bæjarráð samþykkir stefnun fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
12.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar 2020-2040. Stefnan var auglýst frá 4. desember 2020 til 18. janúar 2021 og frestur til að skila inn athugasemdum síðan lengdur til 28. janúar 2021. Þrjár umsagnir bárust.
Vísað til áframhaldandi umræðu í bæjarráði.
13.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Grjótá
Málsnúmer 2002092
Fulltrúar Ofanflóðasjóðs sátu þennan lið fundarins og fóru yfir stöðu hönnunar ofanflóðavarna við Grjótá á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að haldið verði áfram með hönnun á grundvelli kynningar. Jafnframt verði farið í undirbúning í tengslum við kynninguna.
14.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2021
Málsnúmer 2102141
Fundargerð stjórnar samtaka orkusveitarfélaga nr. 44 frá 29.janúar sl., lögð fram til kynningar.
15.
Hafnarstjórn - 257
Málsnúmer 2102013F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 257 frá 16.febrúar, lögð fram til afgreiðslu.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 282
Málsnúmer 2102012F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 282 frá 15. febrúar, lögð fram til afgareiðslu.
17.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 84
Málsnúmer 2102010F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 84 frá 15.febrúar, lögð fram til afgreiðslu.