Bæjarráð
701. fundur
1. mars 2021 kl. 08:30 - 10:00
í Fræðslumolanum Austurbrú
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Lántaka á árinu 2021
Framhaldið umræðu frá fundi bæjarráðs 22. febrúar. Lagður fram lánasamningur/skuldabréf við Íslandsbanka að fjárhæð 200 milljónir króna. Skuldabréfið er óverðtryggt til 20 ára, með jöfnum afborgunum, 3,7% breytilegum vöxtum og er uppgreiðanlegt á lánstímanum.
Bæjarráð samþykkir lántöku fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar. Ragnar Sigurðsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslunni.
Bæjarráð samþykkir lántöku fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar. Ragnar Sigurðsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslunni.
2.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2020
Áður á dagskrá bæjarráðs 8. júní 2020. Lagt fram skuldabréf að fjárhæð 33,9 milljónir króna um lántöku hjá Ofanflóðasjóði. Lántakan er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2020 og verður í ársreikningi ársins 2020. Sjá nánari skýringu í minnisblaði fjármálastjóra.
Bæjaráð samþykkir lántöku fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjaráð samþykkir lántöku fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Bréf til bæjarráðs frá Stöðvarfirði - uppbygging og umbætur
Framlagt bréf hóps ungra Stöðfirðinga sem hafa áhuga á uppbyggingu og umbótum á Stöðvarfirði. Hópurinn óskar eftir fundi með bæjarfulltrúum til að ræða hugmyndir og áherslur til að gera Stöðvarfjörð að lífvænlegri stað til búsetu.
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra og bæjarstjóra að funda með hópnum.
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra og bæjarstjóra að funda með hópnum.
4.
Ósk um þáttöku í þættinum að Austan
Framlagt minnisblað upplýsingafulltrúa vegna endurnýjunar á samningi við sjónvarpsstöðina N4 vegna þáttagerðar.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun samnings og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun samnings og felur bæjarstjóra undirritun hans.
5.
Beiðni um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti 2021
Framlögð tillaga sviðstjóri fjölskyldusviðs um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti 2021 vegna ungmennafélaganna Leiknis og Austra, Golfklúbbs Byggðaholts, Golfklúbbs Norðfjarðar (golfskóli 1 og 2) og Hestamannafélagsins Blæs (Dalahöllin ehf.)
Bæjarráð samþykkir að veita styrk samkvæmt tillögu.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk samkvæmt tillögu.
6.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2021
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leiðréttri gjaldskrá fráveitu vegna ársins 2021 þannig að í 1. gr. breytist álagningarhlutfall og verði 0,275% í stað 0,306% Breyting hefur ekki áhrif á álagningu gjaldanna á árinu 2021 en álagningarhlutfall sem lagt á er 0,275%.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og hún taki gildi frá og með 1. janúar 2021.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og hún taki gildi frá og með 1. janúar 2021.
7.
Skólavegur 44 Fáskrúðsfirði
Áður á dagskrá bæjarráðs 29. júní 2020. Framlagt bréf Minjastofnunar um að friðun sé aflétt á Skólavegi 44 á Fáskrúðsfirði en dánarbú eiganda fasteignarinnar hefur óskað eftir að Fjarðabyggð leysi eignina til sín á móti ógreiddum fasteignagjöldum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands mat húsnæðið óíbúðarhæft árið 2012. Skiptastjóri hefur auglýst húsnæðið til sölu en engin viðbrögð hafa orðið við auglýsingu.
Bæjarráð samþykkir að húsnæðið að Skólavegi 44 verði leyst til sveitarfélagsins og rifið.
Bæjarráð samþykkir að húsnæðið að Skólavegi 44 verði leyst til sveitarfélagsins og rifið.
8.
Kauptilboð í Sólheima 3 Breiðdalsvík
Lagt fram nýtt kauptilboð í Sólheima 3 í Breiðdal.
Bæjarráð samþykkir að taka kauptilboði og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna sölu eignarinnar.
Bæjarráð samþykkir að taka kauptilboði og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna sölu eignarinnar.
9.
730 Brekkugerði 16 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Önnu Steinunnar Árnadóttur, dagsett 17. febrúar 2021, þar sem sótt er um lóðina við Brekkugerði 16 á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Brekkugerði 16.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Brekkugerði 16.
10.
730 Hraun 14 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Idea ehf. þar sem sótt er um lóðina við Hraun 14 við Mjóeyrarhöfn undir vélsmiðju. Jákvæðar umsagnir hafnarstjórnar og Alcoa Fjarðaáls liggja fyrir. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Hrauni 14 við Mjóeyrarhöfn til Idea ehf.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 283
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 283 lögð fram til afgreiðslu.