Bæjarráð
702. fundur
11. mars 2021 kl. 12:00 - 12:40
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Uppsögn á samningum um rekstur Hulduhlíðar og Uppsala 2020-2021
Farið yfir stöðu í málefnum hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála vegna færslu reksturs hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð til Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Þann 3. mars sl. tilkynnti heilbrigðisráðuneytið sveitarfélaginu að ákveðið hefði verið að rekstur hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala flyttist til Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá og með 1. apríl nk. Sveitarfélagið hefur eftir þá tilkynningu ítrekað þá kröfu sína við ráðuneytið, að vistaskiptin fari fram með þeim hætti að hagur heimilisfólks og starfsfólks heimilanna verði hafður í fyrirrúmi. Viðræður við ráðuneytið um flutning starfsfólks heimilanna til nýs rekstraraðila hafa gengið afar erfiðlega og heilbrigðisráðherra hefur í engu brugðist við ítrekuðum óskum sveitarfélagsins um fund vegna málsins. Við slíkt getur sveitarfélagið Fjarðabyggð ekki unað þegar tæplega tuttugu dagar eru þar til reksturinn færist af hendi sveitarfélagsins. Frá því uppsögn sveitarfélagsins var send til Sjúkratrygginga Íslands fyrir um sex mánuðum, hefur allt ferlið einkennst af tómlæti og seinagangi af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Þetta eru mikil vonbrigði þar sem um er að ræða málaflokk sem sannarlega er á ábyrgðarsviði ríkisins.
Fjarðabyggð hefur frá upphafi þessa máls haft að leiðarljósi að starfsemi hjúkrunarheimilanna og starfsfólk þeirra færðist hnökralaust yfir til nýs rekstraraðila.
Þar sem nú er orðið ljóst að heilbrigðisráðuneytið ætlar ekki að tryggja slíka yfirfærslu þann 1. apríl nk., samþykkir bæjarráð að óska eftir frestun á uppsögn á samningi um rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð um einn mánuð, það er til 1. maí nk. Jafnframt óskar bæjarráð Fjarðabyggðar eftir því við velferðarnefnd Alþingis að hún skerist í málið og tryggi án frekari tafa að lög nr.72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, gildi þegar yfirfærsla rekstursins tekur gildi 1.maí nk. Bæjarráð leggur þannig traust sitt á að velferðarnefnd bregðist snöggt og vel við beiðni þessari, þar sem ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar sér ekki að vinna að farsælli lausn málsins.
Ragnar Sigurðsson tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála vegna færslu reksturs hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð til Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Þann 3. mars sl. tilkynnti heilbrigðisráðuneytið sveitarfélaginu að ákveðið hefði verið að rekstur hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala flyttist til Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá og með 1. apríl nk. Sveitarfélagið hefur eftir þá tilkynningu ítrekað þá kröfu sína við ráðuneytið, að vistaskiptin fari fram með þeim hætti að hagur heimilisfólks og starfsfólks heimilanna verði hafður í fyrirrúmi. Viðræður við ráðuneytið um flutning starfsfólks heimilanna til nýs rekstraraðila hafa gengið afar erfiðlega og heilbrigðisráðherra hefur í engu brugðist við ítrekuðum óskum sveitarfélagsins um fund vegna málsins. Við slíkt getur sveitarfélagið Fjarðabyggð ekki unað þegar tæplega tuttugu dagar eru þar til reksturinn færist af hendi sveitarfélagsins. Frá því uppsögn sveitarfélagsins var send til Sjúkratrygginga Íslands fyrir um sex mánuðum, hefur allt ferlið einkennst af tómlæti og seinagangi af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Þetta eru mikil vonbrigði þar sem um er að ræða málaflokk sem sannarlega er á ábyrgðarsviði ríkisins.
Fjarðabyggð hefur frá upphafi þessa máls haft að leiðarljósi að starfsemi hjúkrunarheimilanna og starfsfólk þeirra færðist hnökralaust yfir til nýs rekstraraðila.
Þar sem nú er orðið ljóst að heilbrigðisráðuneytið ætlar ekki að tryggja slíka yfirfærslu þann 1. apríl nk., samþykkir bæjarráð að óska eftir frestun á uppsögn á samningi um rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð um einn mánuð, það er til 1. maí nk. Jafnframt óskar bæjarráð Fjarðabyggðar eftir því við velferðarnefnd Alþingis að hún skerist í málið og tryggi án frekari tafa að lög nr.72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, gildi þegar yfirfærsla rekstursins tekur gildi 1.maí nk. Bæjarráð leggur þannig traust sitt á að velferðarnefnd bregðist snöggt og vel við beiðni þessari, þar sem ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar sér ekki að vinna að farsælli lausn málsins.
Ragnar Sigurðsson tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla.