Fara í efni

Bæjarráð

703. fundur
15. mars 2021 kl. 08:30 - 11:50
í Fræðslumolanum Austurbrú
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2020 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2103086
Endurskoðendurnir Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarsson frá KPMG fóru yfir stöðu við vinnslu ársreiknings Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2020. Ársreikningur verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 25. mars 2021.
2.
Ársreikningur Hulduhlíðar 2020
Málsnúmer 2102072
Ragnar Sigurðsson tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu ársreiknings.
Lagður fram áritaður ársreikningur hjúkrunarheimilisins Hulduhlíðar sem hefur verið samþykktur af stjórn heimilisins.
Ársreikningur lagður fram.
3.
Ársreikningur Uppsala 2020
Málsnúmer 2102073
Ragnar Sigurðsson tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu ársreiknings.
Lagður fram áritaður ársreikningur hjúkrunarheimilisins Uppsala sem hefur verið samþykktur af stjórn heimilisins.
Ársreikningur lagður fram.
5.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Vísað frá fyrri fundi bæjarráðs umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar 2020-2040. Stefnan var auglýst frá 4. desember 2020 til 18. janúar 2021 og frestur til að skila inn athugasemdum síðan lengdur til 28. janúar 2021. Þrjár umsagnir bárust.
Vísað til skoðunar hjá bæjarstjóra og bæjarritara og tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
6.
Lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning
Málsnúmer 2012132
Framlagt til kynningar minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um tildrög, forsendur og niðurstöður tilraunaverkefnis um sérstakan húsnæðisstuðning sem rætt er um í lokaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá nóvember 2020.
7.
Barnvænt samfélag
Málsnúmer 2006045
Framlagt minnisblað stjórnanda forvarna og stuðningsmála um stýrihóp barnvænnar Fjarðabyggðar. Fyrir liggur að skipa kjörna fulltrúa og starfsmenn af öllum sviðum stjórnsýslu sveitarfélagsins í stýrihópinn.
Bæjarráð samþykkir að vera fulltrúi kjörinna fulltrúa Fjarðabyggðar og vísar til sviða að skipa í starfsmenn í stýrihópinn. Horft verði til sviðsstjóra sem fulltrúa í stýrihópinn.
8.
Reglur um fjárhagsaðstoð 2021
Málsnúmer 2102126
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs nýjum reglum um fjárhagsaðstoð.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að gera breytingu á 24. gr. reglnanna í samræmi við umræður á fundinum. Reglunum uppfærðum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Viðhengi
Minnisblað
9.
750 Hafnargata 39 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2102147
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar þar sem sótt er um lóð undir atvinnuhúsnæði á svæðinu austan við Hafnargötu 41 á Fáskrúðsfirði innan reits H2/V1 sem gerir meðal annars ráð fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemi.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Hafnargötu 41 á Fáskrúðsfirði.
10.
Riftun kaupsamnings um Kirkjustíg 7
Málsnúmer 2007051
Kaupandi Kirkjustígs 7 á Eskifirði óskar eftir að rifta kaupsamningi um fasteignina. Húsið var keypt til flutnings en kaupandinn er hættur við. Húsið þarf að fjarlægja vegna ofanflóðaframkvæmda við Lambeyrará.
Bæjarráð samþykkir að taka húsið til sín og rifta kaupsamningi. Framkvæmdasviði falið að rífa húsið sem hluta af ofanflóðaframkvæmdum við Lambeyrará.
11.
Ísland ljóstengt: Aukaúthlutun 2020 og 2021 vegna ljósleiðaralagningar
Málsnúmer 2005057
Niðurstöður í b-hluta úthlutunar fjarskiptasjóðs til ljósleiðaralagningar liggur fyrir. Fjarðabyggð býðst að taka 17 milljón kr. tilboði sjóðsins í lagningu ljósleiðara í Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði fjarskiptasjóðs og felur bæjarstjóra að undirrita samninga um styrkveitingar vegna tilboðanna.
12.
272.mál - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur)
Málsnúmer 2103025
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál. Ef senda á umsögn skal hún berast eigi síðar en 23. mars. https://www.althingi.is/altext/151/s/0304.html
Lagt fram til kynningar.
13.
Aðalfundur Netorku hf 2021 - starfsárið 2020
Málsnúmer 2103087
Lagt fram til kynningar boð á aðalfund Netorku hf. 18. mars 2021.
14.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2021
Málsnúmer 2102016
Fundargerð Sambandsins frá 26. febrúar 2021, lögð fram til kynningar.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 284
Málsnúmer 2103005F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 284 frá 8. mars, lögð fram til afgreiðslu.
16.
Hafnarstjórn - 258
Málsnúmer 2102024F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 258 frá 2. mars, lögð fram til afgreiðslu.
17.
Félagsmálanefnd - 143
Málsnúmer 2103003F
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 143 frá 9. mars, lögð fram til afgreiðslu.
18.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 22
Málsnúmer 2102021F
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna nr. 22 frá 24. febrúar, lögð fram til afgreiðslu.
19.
Barnaverndarnefnd 2021
Málsnúmer 2101080
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 128 frá 11. mars, lögð fram til afgreiðslu.