Fara í efni

Bæjarráð

704. fundur
22. mars 2021 kl. 08:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2020 TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2103086
Endurskoðendurnir Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarsson frá KPMG fóru yfir stöðu á vinnslu ársreiknings Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2020. Ársreikningur verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 25. mars nk.
2.
Málefni Breiðdals og Stöðvarfjarðar - heimsókn Byggðastofnunar í mars 2021
Málsnúmer 2103125
Farið yfir málefni Breiðdals og Stöðvarfjarðar og verkefnið Brothættar byggðir.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að móta í minnisblaði tillögur sem lagðar verða fyrir á næsta fundi bæjarráðs um áherslur og verkefni til stuðnings byggðaþróunar.
3.
Kauptilboð í Sólvelli 10B í Breiðdal
Málsnúmer 2103099
Lagt fram kauptilboð í Sólvelli 10b í Breiðdal.
Bæjarráð samþykkir að taka ekki kauptilboði en fasteignin hefur ekki verið auglýst til sölu.
4.
Kauptilboð í Hrauntún 10 í Breiðdal
Málsnúmer 2103162
Lagt fram kauptilboð í Hrauntún 10 í Breiðdal.
Bæjarráð samþykkir að gert verði gagntilboð í eignina.
5.
Bakhópur húsnæðismála
Málsnúmer 2103169
Framlagður tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skipan bakhóps sveitarfélaga um húsnæðismál en hann yrði til samráðs um gerð og endurskoðun húsnæðisáætlana og gagnkvæma miðlun upplýsinga um þróun leigumarkaðar fyrir íbúðarhúsnæði.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að vera fulltrúi Fjarðabyggðar í bakhóp um húsnæðismál.
6.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2021
Málsnúmer 2009113
Vísað frá hafnarstjórn til afgreiðslu bæjarráðs breytingum á gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna. Í gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna hefur verið bætt inn í 2. fl. 9.gr. gjaldtöku vegna meltu frá fiskeldi.
Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og þær taki gildi frá og með 1. apríl 2021.
Viðhengi
Minnisblað
7.
Nefndaskipan Fjarðalista 2018 - 2022
Málsnúmer 1908104
Birta Sæmundsdóttir hefur tilkynnt að hún taki fæðingarorlof frá 1. apríl nk. og óskar því eftir leyfi frá störfum varamanns í bæjarstjórn og nefndastörfum, fram til 1. nóvember nk.
Þorvarður Sigurbjörnsson tekur við sem aðalmaður í fræðslunefnd og Sigurður Borgar Arnaldsson tekur sæti hans sem varamaður í nefndinni. Björgvin Valur tekur við sem varamaður í menningar- og nýsköpunarnefnd.
8.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Vísað frá fyrri fundi bæjarráðs umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar 2020-2040.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að vinna frekari breytingar á stefnunni með vísan til umræðna á fundi. Stefnunni vísað til fyrri umræðu bæjarstjórnar 25. mars nk.
9.
Brunavarnaáætlun sveitafélagsins
Málsnúmer 2103130
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vekur athygli á að brunavarnaáætlun sveitarfélagsins er ekki lengur í gildi. Vísað til afgreiðslu slökkviliðsstjóra.
10.
Samningur um rekstur FabLab - stafrænnar smiðju - í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2012080
Lagður fram til kynningar samstarfssamningur Fjarðabyggðar, Verkmenntaskóla Austurlands og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um þátttöku í starfsemi starfrænnar smiðju í Fjarðabyggð. Vísað til kynningar í fræðslunefnd.
11.
Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Málsnúmer 2002151
Lagt fram til kynningar samkomulag Fjarðabyggðar, UNICEF og félagsmálaráðuneytisins um framkvæmd verkefnisins Barnvæn sveitarfélög og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
12.
Skýrsla Byggðastofnunar um samanburð á orkukostnaði heimila árið 2020
Málsnúmer 2103137
Lögð fram til umræðu skýrsla Byggðastofnunar um samanburð á orkukostnaði heimila árið 2020.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Í skýrslunni endurspeglast enn einu sinni sá aðstöðumunur sem íbúar landsins búa við með tilliti til húshitunarkostnaðar. Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar til stjórnvalda um nauðsyn þess að komið sé á samræmdu verði á þessum grunninnviði sem nauðsynlegur er öllum íbúum landsins.
13.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2021
Málsnúmer 2102141
Fundargerð 45. fundar stjórnar Samtaka orkusveitafélaga lögð fram til kynningar.
14.
Hafnarstjórn - 259
Málsnúmer 2103011F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 259 frá 16. mars sl., lögð fram til afgreiðslu.
15.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 85
Málsnúmer 2103012F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 85 frá 15. mars sl., lögð fram til afgreiðslu.
16.
Fræðslunefnd - 96
Málsnúmer 2103010F
Fundargerð fræðslunefndar nr. 96 frá 17. mars sl., lögð fram til afgreiðslu.