Bæjarráð
706. fundur
29. mars 2021 kl. 08:30 - 10:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Íþróttahús Reyðarfirði - nýbygging 2021
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði um framkvæmdir við íþróttahús á Reyðarfirði. Þann 17 mars 2021 voru opnuð tilboð í verkið Íþróttahús Reyðarfirði - reising límtrésshúss. Tvö tilboð bárust í verkið.
Launafl - 62.924.640 kr. 98,4%2 af kostnaðaráætlun
HK Verktakar - 70.500.000 kr. 110,2% af kostnaðaráætlun
Kostnaðaráætlun við opnun - 63.950.000 kr.
Lagt er til að samið verði við Launafl um verkið Íþróttahús Reyðarfirði - Reising Límtréshúss.
Bæjarráð samþykkir að gengið sé til samninga við lægstbjóðanda. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Launafl - 62.924.640 kr. 98,4%2 af kostnaðaráætlun
HK Verktakar - 70.500.000 kr. 110,2% af kostnaðaráætlun
Kostnaðaráætlun við opnun - 63.950.000 kr.
Lagt er til að samið verði við Launafl um verkið Íþróttahús Reyðarfirði - Reising Límtréshúss.
Bæjarráð samþykkir að gengið sé til samninga við lægstbjóðanda. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
2.
Friðlýsing Gerpissvæðisins
Lagðar fram tvær síðustu fundargerðir samstarfshóps um friðlýsingu Gerpissvæðisins, frá 10. desember og 28. janúar sl. auk draga að skilmálum og minnisblaðs Umhverfisstofnunar. Umræða um stöðu mála er varðar friðlýsingu svæðisins.
Bæjarráð tekur málið fyrir að nýju eftir næsta fund samstarfshóps.
Bæjarráð tekur málið fyrir að nýju eftir næsta fund samstarfshóps.
3.
Málefni brothættra byggða
Framhaldið umræðu um málefni Breiðdals og Stöðvarfjarðar í framhaldi af fundi bæjarráðs með fulltrúum Byggðastofnunar í síðustu viku.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði til Byggðastofnunar um að hafið verði verkefni brothættar byggðir á Stöðvarfirði til eflingar samfélagi og atvinnulífi á staðnum. Bæjarstjóra falið að senda inn umsókn til Byggðastofnunar.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði til Byggðastofnunar um að hafið verði verkefni brothættar byggðir á Stöðvarfirði til eflingar samfélagi og atvinnulífi á staðnum. Bæjarstjóra falið að senda inn umsókn til Byggðastofnunar.
4.
Skapandi sumarstörf 2021
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um verkefnið skapandi sumarstörf sumarið 2021, framkvæmd þess og fjármögnun. Menningar- og nýsköpunarnefnd telur mikilvægt að af verkefninu verði og vísar beiðni um fjármögnun þess til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að veitt verði 6,7 m.kr. fjármagni til verkefnisins skapandi sumarstörf í liðinn menningarstofa. Vísað til gerðar viðauka í tengslum við sumarstörf ársins 2021 m.a. vegna óvissu með stöðu faraldurs.
Bæjarráð samþykkir að veitt verði 6,7 m.kr. fjármagni til verkefnisins skapandi sumarstörf í liðinn menningarstofa. Vísað til gerðar viðauka í tengslum við sumarstörf ársins 2021 m.a. vegna óvissu með stöðu faraldurs.
5.
Búðareyri 5 - húsnæði í eigu Afls
Framlagður tölvupóstur Afls Starfsgreinafélags þar sem húsnæðið að Búðareyri 5 er boðið sveitarfélaginu til kaups.
Bæjarráð telur að sveitarfélagið hafi ekki þörf fyrir húsnæðið.
Bæjarráð telur að sveitarfélagið hafi ekki þörf fyrir húsnæðið.
6.
Styrkur til Krabbameinsfélags Austfjarða
Fundargerð aðalfundar Krabbameinsfélags Austfjarða frá 16. mars sl., lögð fram til kynningar. Félagið óskar jafnframt eftir fjarhagsstyrk frá bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við formann félagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við formann félagsins.
7.
Umsókn um styrk til starfsemi Leiknis Fáskrúðsfirði
Knattspyrnudeild Leiknis óskar eftir að gerður verði auglýsinga- og styrktarsamningur milli sveitarfélagsins og deildarinnar, sambærilegan þeim sem sveitarfélagið gerði nýverið við Blakdeild Þróttar.
Bæjarráð samþykkir að gera sambærilegan samning og við önnur félög er uppfylla skilyrðin. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi og fjármögnun mætt af liðnum æskulýðs- og íþróttamál.
Bæjarráð samþykkir að gera sambærilegan samning og við önnur félög er uppfylla skilyrðin. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi og fjármögnun mætt af liðnum æskulýðs- og íþróttamál.
8.
Barnvænt samfélag
Framlögð eru drög að erindisbréfi stýrihóps barnvænnar Fjarðabyggðar til meðferðar og samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og felur jafnframt bæjarstjóra að fara yfir forsendur þess.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og felur jafnframt bæjarstjóra að fara yfir forsendur þess.
9.
Forvarnateymi 2021
Framlögð drög að starfsreglum forvarnateymis Fjarðabyggðar til meðferðar og samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir starfsreglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir starfsreglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
10.
Reglur um geymslu og meðferð lyfja
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að reglum um geymslu og meðferð lyfseðilsskyldra lyfja.
Bæjarráð samþykkir reglur og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir reglur og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
11.
Íbúaskrá Fjarðabyggðar - 1 desember 2019
Lagt fram til kynningar minnisblað um íbúaþróun í Fjarðabyggð frá árinu 2006 ásamt upplýsingum og samsetningu íbúa.
12.
740 Blómsturvellir 18 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Ásrúnar Bjargar Sveinsdóttur þar sem sótt er um lóð undir einbýlishús á lóðinni við Blómsturvelli 18 á Norðfirði. Svæðið er ódeiliskipulagt.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
13.
Gjaldskrá leikskóla 2021
Umræða um álagningu leikskólagjalda og dagvistargjalda barna vegna faraldursins.
Bæjarráð samþykkir sömu heimildir og veittar voru á árinu 2020 vegna faraldursins sem lúta að afsláttum á gjöldum.
Bæjarráð samþykkir sömu heimildir og veittar voru á árinu 2020 vegna faraldursins sem lúta að afsláttum á gjöldum.
14.
Samningur um rekstur FabLab - stafrænnar smiðju - í Fjarðabyggð
Framlögð til kynningar yfirlýsing atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austurlands um samstarfs til að tryggja rekstur stafrænu smiðjunnar Fab Lab Austurlands.
15.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 36
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar nr. 36 frá 23. mars, lögð fram til afgreiðslu.