Fara í efni

Bæjarráð

707. fundur
12. apríl 2021 kl. 08:30 - 11:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Mat á vátryggingarsamningi við TM
Málsnúmer 2012113
Framlagt minnisblað um vátryggingar Fjarðabyggðar og gildandi tryggingarsamning við Tryggingarmiðstöðina. Lagt er til að farið verði í heildrænt mat á tryggingum sveitarfélagsins og þörf þess fyrir tryggingar ásamt áhættumati í rekstri. Þá verði gerð úttekt á forvörnum og markmiðum sem sveitarfélagið þarf að setja starfseminni til að draga úr slysum og tjónum.
Bæjarráð samþykkir að fara í mat á tryggingum sveitarfélagsins og undirbúa útboð sem fer fram síðar á árinu.
2.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1904072
Lögð fram drög að skýrslu Verkfræðistofunnar Eflu um almenningssamgöngur í Fjarðabyggð. Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til kynningar í nefndum sveitarfélagsins sem aðkomu hafa að málinu. Bæjarstjóra falið að vinna frekar að útfærslu á kerfinu. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði að aflokinni umfjöllun nefnda.
3.
Umsókn um stofnframlag til bygginga á hagkvæmu húsnæði frá Bæjartúni íbúðafélagi hses
Málsnúmer 2102091
Framlögð umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses. um byggingu fimm íbúða í sveitarfélaginu, ásamt yfirferð vinnuhóps um umsóknina og útreikning stofnframlags.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sem felur í sér fjárhæð 20,7 m.kr. Hluta framlags sem fellur til á árinu 2021 vísað til gerðar viðauka þegar fyrir liggur niðurstaða úthlutunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Samstarfsverkefni um uppbyggingu á íbúðum á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2104025
Lögð fram drög að samstarfsyfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, Bríetar Leigufélags og Og Sona/Ofurtólsins ehf. um byggingu íbúða á Fáskrúðsfirði. Framlag bæjarins felst í að tryggja lóðir til verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir yfirlýsingu og felur bæjarstjóra undirritun hennar.
5.
Stytting vinnuvikunnar, betri vinnutími
Málsnúmer 2008127
Framlagt minnisblað og kynntar niðurstöður vinnu við styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk á fjölskyldusviði. Bæjarráð samþykkir tillögur sviðsstjóra sem fram koma í minnisblaði og felur honum útfærslur.
6.
Ísland ljóstengt 2020 og 2021 vegna ljósleiðaralagningar
Málsnúmer 2005057
Lögð fram tillaga í minnisblaði um að hafin verði hönnun og vinna við útboð á lagningu ljósleiðara á suðurströnd Reyðarfjarðar og norðurströnd Fáskrúðsfjarðar.
Bæjarráð samþykkir að verkin verði sett í útboð og hönnun.
7.
Ljósleiðaralagning 2018 - Ísland ljóstengt Breiðdalur
Málsnúmer 1807140
Framlagt minnisblað um framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í Breiðdal. Framkvæmdum við lagningu ljósleiðara og tengingu í húseignir er lokið. Lagt er til að ljósleiðarakerfið verði boðið til sölu. Bæjarráð samþykkir að ljósleiðarkerfið í Breiðdal verði boðið til sölu í gegnum útboð.
8.
Framlenging um eitt ár á samningi um skólamáltíðir í grunnskóla 2017-2020
Málsnúmer 2104001
Framlagður til kynningar samningur við Fjarðaveitingar um skólamáltíðir sem hefur verið framlengdur um eitt ár.
9.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Málsnúmer 2003091
Lagðar fram niðurstöður úr opnun tilboða í verkið "Eskifjörður, steypt staurabryggja - Holplötur" sem fór fram 31. mars. Steypustöðin - Loftorka og Einingarverksmiðjan buðu í verkið og var Steypustöðin - Loftorku lægstbjóðandi. Hafnarstjórn hefur þegar staðfest með tölvupósti að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.
10.
Friðlýsing Gerpissvæðisins
Málsnúmer 2001205
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um stöðu friðlýsingar Gerpissvæðisins ásamt drögum að skilmálum friðlýsingar fyrir landslagsverndun hluta svæðisins.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og að drög skilmála fari í kynningarferli á vegum Umhverfisstofnunar.
11.
Frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.
Málsnúmer 2103203
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál. https://www.althingi.is/altext/151/s/1077.html
Vísað til skoðunar almannavarnanefndar.
12.
Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands hf - 20.apríl 2021
Málsnúmer 2104022
Framlagt boð um aðalfund Sparisjóðs Austurlands 20. apríl 2021.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
13.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2021
Málsnúmer 2102016
Fundargerð 896. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar.
14.
Fræðslunefnd - 97
Málsnúmer 2103025F
Fundargerð fræðslunefndar nr. 97 frá 7. apríl, lögð fram til afgreiðslu.
15.
Hafnarstjórn - 260
Málsnúmer 2103021F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 260 frá 30. mars, lögð fram til afgreiðslu.
16.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 86
Málsnúmer 2103020F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 86 frá 29. mars, lögð fram til afgreiðslu.