Bæjarráð
708. fundur
19. apríl 2021 kl. 08:30 - 10:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2021 - TRÚNAÐARMÁL
Framlagt sem trúnaðarmál yfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir fyrir janúar - febrúar 2021, skatttekjur og launakostnað fyrir janúar - mars 2021.
2.
Rekstur málaflokka 2020 TRÚNAÐARMÁL
Framlagt til upplýsinga deildayfirlit fyrir rekstur deilda og málaflokka í sveitarsjóði á árinu 2020.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022-2025
Framlögð tillaga að reglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2022 og 3ja ára áætlun áranna 2023-2025.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Fiskeldi í Viðfirði og Hellisfirði
Framlagt til kynningar bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 14. apríl, er varðar fiskeldi í Viðfirði og Hellisfirði.
5.
Áform um gerð burðarþolsmats og eldissvæðaskiptingu í Mjóafirði
Lagt fram til kynningar bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til svæðisráðs um skipulag haf- og strandsvæða, þar sem tilkynnt er að óskað hafi verið eftir við Hafrannsóknastofnun að hún framkvæmi burðarþolsmat fyrir Mjóafjörð í tengslum við fiskeldi í firðinum. Fjarðabyggð hefur áður hvatt til þess að Mjóifjörður verði settur í útboð til fiskeldis og styður áform ráðuneytisins.
6.
Breyting á reglugerð um kjör íþróttamann ársins 2021
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar bæjarráðs drögum að breytingum á reglugerð um kjör íþróttamanns Fjarðabyggðar.
Pálína Margeirsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar óskaði eftir að taka erindi að nýju upp í nefndinni.
Pálína Margeirsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar óskaði eftir að taka erindi að nýju upp í nefndinni.
7.
Sumaropnun í bókasöfnum Fjarðabyggðar - 2020 og 2021
Framlagt bréf frá forstöðumönnum bókasafna í Fjarðabyggð varðandi sumaropnun bókasafnanna.
Bæjarráð vísar erindi til skoðunar forstöðumanns safnastofnunar og bæjarritara til úrlausnar, þannig að bókasöfnin verði opin með sama fyrirkomulagi og síðasta sumar.
Bæjarráð vísar erindi til skoðunar forstöðumanns safnastofnunar og bæjarritara til úrlausnar, þannig að bókasöfnin verði opin með sama fyrirkomulagi og síðasta sumar.
8.
Aðalfundur samtaka atvinnulífsins 2021
Framlagt til kynningar aðalfundarboð Samtaka atvinnulífsins sem fer fram miðvikudaginn 12. maí næstkomandi.
9.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 286
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 286 frá 12. apríl, lögð fram til afgreiðslu.
10.
Landbúnaðarnefnd - 27
Fundargerð landbúnaðarnefndar, nr. 27 frá 7. apríl, lögð fram til afgreiðslu.
11.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 87
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 87 frá 12. apríl, lögð fram til afgreiðslu.
12.
Barnaverndarnefnd 2021
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 129 frá 15. apríl, lögð fram til afgreiðslu.