Bæjarráð
709. fundur
26. apríl 2021 kl. 08:30 - 10:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2021
Farið yfir stöðu framkvæmda- og viðhaldsverkefna á árinu 2021 með tilliti til áætlana.
2.
Áfangastaðir ferðamanna 2021
Framlagt minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra um uppbyggingu áfangastaða ferðamanna í Fjarðabyggð.
Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar til afgreiðslu. Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt starfsmönnum að ljúka við þá áfanga sem sótt hefur verið um og opnir eru sumarið 2021 ásamt lokaskilum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar til afgreiðslu. Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt starfsmönnum að ljúka við þá áfanga sem sótt hefur verið um og opnir eru sumarið 2021 ásamt lokaskilum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
3.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2021
Lögð fram drög að umsókn um 64 milljóna króna lán úr Ofanflóðasjóði vegna framkvæmda á árinu 2020. Í fjárhagsáætlun ársins 2021 er gert ráð fyrir lántöku vegna þessa að fjárhæð 30 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um lán til Ofanflóðasjóðs sbr. framlagða tillögu.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um lán til Ofanflóðasjóðs sbr. framlagða tillögu.
4.
Upplýsingar um fjármál einstakra sveitarfélaga
Framlagt bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjármál sveitarfélaga vegna þeirra aðstæðna sem verið hafa í samfélaginu síðasta árið. Óskað er eftir að fjárhagsáætlanir með viðaukum verði sendar ráðuneytinu eigi síðar en 1.júní.
Fjármálastjóra falið að vinna upplýsingar og senda til ráðuneytisins.
Fjármálastjóra falið að vinna upplýsingar og senda til ráðuneytisins.
5.
Breyting á viðauka við lánsamning 182.420.673 kr. frá 10.6. 2011
Framlagður samningur um breytingu á viðauka lánasamnings við Íslandsbanka frá árinu 2011, upphaflega að fjárhæð 182.420.673 þar sem felld eru niður sérstök ákvæði um kvaðir í lánasamningnum um skuldaviðmið og hlutfall veltufjár frá rekstri.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu hans til bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu hans til bæjarstjórnar.
6.
Breyting á viðauka við lánasamning 360.000.000 kr. frá 10.6. 2011
Framlagður samningur um breytingu á viðauka lánasamnings við Íslandsbanka frá árinu 2011, upphaflega að fjárhæð 360.000.000 kr. þar sem felld eru niður sérstök ákvæði um kvaðir í lánasamningnum um skuldaviðmið og hlutfall veltufjár frá rekstri.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu hans til bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu hans til bæjarstjórnar.
7.
Breyting á viðauka við lánasamning 200.000.000 kr. frá 1.10.2013
Framlagður samningur um breytingu á viðauka lánasamnings við Íslandsbanka frá árinu 2013, upphaflega að fjárhæð 200.000.000 kr. þar sem felld eru niður sérstök ákvæði um kvaðir í lánasamningnum um skuldaviðmið og hlutfall veltufjár frá rekstri.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu hans til bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu hans til bæjarstjórnar.
8.
Breyting á viðauka við lánasamning 400.000.000 kr. frá 3.2. 2017
Framlagður samningur um breytingu á viðauka lánasamnings við Íslandsbanka frá árinu 2017, upphaflega að fjárhæð 400.000.000 kr. þar sem felld eru niður sérstök ákvæði um kvaðir í lánasamningnum um skuldaviðmið og hlutfall veltufjár frá rekstri.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu hans til bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu hans til bæjarstjórnar.
9.
Breyting á viðauka við lánasamning 360.000.000 kr. frá 19.6. 2015
Framlagður samningur um breytingu á viðauka lánasamnings við Íslandsbanka frá árinu 2015, upphaflega að fjárhæð 360.000.000 kr. þar sem felld eru niður sérstök ákvæði um kvaðir í lánasmaningnum um skuldaviðmið og hlutfall veltufjár frá rekstri.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu hans til bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu hans til bæjarstjórnar.
10.
Bílasýning í Fjarðabyggðarhöllinni sumarið 2021
Framlagt erindi Gísla Birgis Gílslasonar f.h. Bílaklúbbs Austurlands, er varðar afnot af Fjarðabyggðarhöllinni fyrir bílasýningu sumarið 2021. Einnig er lagt fram minnisblað fasteigna- og framkvæmdafulltrúa.
Ekki er hægt að nýta höllina til sýningar bifreiða án gólfs sem hannað er til að bera tækin. Bæjarráð vísar erindi til afgreiðslu fasteigna- og framkvæmdafulltrúa til úrvinnslu.
Ekki er hægt að nýta höllina til sýningar bifreiða án gólfs sem hannað er til að bera tækin. Bæjarráð vísar erindi til afgreiðslu fasteigna- og framkvæmdafulltrúa til úrvinnslu.
11.
Rekstur hjúkrunarheimila 2021
Umræða um rekstur og fjármál hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð í aðdraganda yfirtökum Heilbrigðisstofnunar Austurlands á rekstri þeirra 1. maí 2021.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna ásamt framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilanna að lokaskilum vegna yfirtöku Heilbrigðisstofnunar Austurlands á rekstrinum 1. maí 2021.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna ásamt framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilanna að lokaskilum vegna yfirtöku Heilbrigðisstofnunar Austurlands á rekstrinum 1. maí 2021.
12.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2021
Fundargerð stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands frá 16. apríl sl. lögð fram til kynningar.
13.
668.mál - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 1622006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál. Ef veita á umsögn þarf hún að berast eigi síðar en 12. maí nk. - https://www.althingi.is/altext/151/s/1137.html
14.
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2021
Framlagt fundarboð aðalfundar Starfsendurhæfingar Austurlands sem boðaður er 28. apríl nk.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi fjölskyldusviðs fari með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi fjölskyldusviðs fari með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
15.
Hafnarstjórn - 261
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 261 frá 21. apríl sl. lögð fram til afgreiðslu.