Bæjarráð
710. fundur
3. maí 2021 kl. 08:30 - 09:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Háskólaútibú Austurlands
Farið yfir stöðu mála er varðar undirbúning starfsemi háskólaútibús á Austurlandi. Fyrir liggur að komið sé fjármagn frá Mennta- og menningarmálaráðneytinu til að hefja starfsemi útbús á Reyðarfirði á hausti komandi.
Bæjarráð fagnar þeim áfanga að komin sé hreyfing á málið og mun styðja við starfsemi háskólaútibúsins eins og kostur er.
Bæjarráð fagnar þeim áfanga að komin sé hreyfing á málið og mun styðja við starfsemi háskólaútibúsins eins og kostur er.
2.
Lóð ofan Norðfjarðarvegar Eskifirði
Framlagt bréf Emils K. Thorarensen frá 19. apríl en í því býður hann Fjarðabyggð til sölu óskipulagða lóð sem er staðsett ofan Norðfjarðarvegar í Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að hefja viðræður við lóðarhafa um kaup á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að hefja viðræður við lóðarhafa um kaup á lóðinni.
3.
730 Brekkugerði 1 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lóðarumsókn Patreks Trostans Stefánssonar þar sem sótt er um lóð undir einbýlishús á lóðinni við Brekkugerði 1 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
4.
Samningur um breytingu á rekstri Skólaskrifstofu Austurlands
Lagður fram til kynningar undirritaður samningur sveitarfélaganna Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps, um breytingar á samningi um Skólaskrifstofu Austurlands.
Bæjarráð staðfestir samninginn og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir samninginn og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
5.
Þjónustugátt í bókasöfnum Fjarðabyggðar
Framlagt erindi starfsmanna bókasafnanna í Fjarðabyggð er varðar starfsemi safnanna.
Bæjarráð vísar erindi til afgreiðslu forstöðumanns safnastofnunar og bæjarritara.
Bæjarráð vísar erindi til afgreiðslu forstöðumanns safnastofnunar og bæjarritara.
6.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2021
Fundargerð stjórnar samtaka orkusveitafélaga frá 16. apríl lögð fram til kynningar.
7.
Nefndaskipan Fjarðalista 2018 - 2022
Framlagður tölvupóstur Hjördísar Helgu Seljan Þóroddsdóttur um að hún muni taka leyfi frá störfum í bæjarstjórn næstu þrjá mánuði eða frá 15. maí til 15. ágúst.
Magni Þór Harðarson mun taka sæti hennar í bæjarstjórn.
Magni Þór Harðarson mun taka sæti hennar í bæjarstjórn.
8.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 287
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 287 lögð fram til umfjöllunar.