Fara í efni

Bæjarráð

711. fundur
17. maí 2021 kl. 08:30 - 11:00
í Fræðslumolanum Austurbrú
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2021 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2104079
Framlagt sem trúnaðarmál yfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir fyrir janúar - mars 2021, skatttekjur og launakostnað fyrir janúar - apríl 2021. Einnig samantekt um þróun staðgreiðslutekna fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins ásamt myndum/línuritum yfir þróunina.
2.
B-deild Brúar lífeyrissjóðs - skilyrði ekki uppfyllt
Málsnúmer 2105077
Framlagt til kynningar tilkynning frá Brú lífeyrissjóði um sérstaka greiðslu vegna skilyrða í samþykktum Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar.
3.
Samstarf við Leigufélagið Bríet um leiguhúsnæði
Málsnúmer 2105097
Gerð grein fyrir vinnu með Leigufélaginu Bríet vegna samstarfs um rekstur leiguíbúða í Fjarðabyggð.
Bæjarráð felur fjármálastjóra og bæjarstjóra að vinna málið áfram á grundvelli umræðna á fundinum.
4.
Notendaráð og samráðshópar 2021
Málsnúmer 2104073
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs minnisblaði þar sem lögð er fram hugmynd um stofnun notendaráðs allra notenda félagsþjónustu Fjarðabyggðar, skv. félagsþjónustulögum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Bæjarráð samþykkir að stofnað verði notendaráð félagsþjónustu Fjarðabyggðar.
Viðhengi
Notendaráð
5.
Skammtímadvöl á Bakkabakka 2022
Málsnúmer 2105041
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs minnisblaði um rekstur skammtímadvalar fyrir fullorðna á Bakkabakka. Fjölskyldusvið leitast við að styðja fullorðið fatlað fólk til sjálfstæðs lífs með stuðningsþjónustu á heimili og félagsumhverfi.
Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar.
6.
Samstarfssamningur milli Fjarðabyggðar og Krabbameinsfélags Austfjarða.
Málsnúmer 2104127
Samstarfssamningur milli Fjarðabyggðar og Krabbameinsfélags Austfjarða lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir samninginn en hann byggir á forvarnarfræðslu í stofnunum Fjarðabyggðar og samstarfi við fjölskyldusvið. Tekið af liðinum óráðstafað 21690. Bæjarstjóra falið að undirrita samning við félagið.
7.
Kaup á ríkisjörðinni Fellsási í Breiðdal
Málsnúmer 2105051
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bréfi ábúenda á Fellsási í Breiðdal, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaða kaupa þeirra á jörðinni sbr. 36. gr. jarðalaga nr. 81/2004 með síðari breytingum.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn en vísar afgreiðslu umsagnar til bæjarstjórnar.
8.
740 Kirkjubólseyri 8 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2105004
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Elísabetar Höllu Konráðsdóttur þar sem sótt er um lóð undir hesthús á Kirkjubólseyri 8 og 10 í Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðanna að Kirkjubólseyri 8 og 10.
9.
730 Stekkjartún 1 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2105050
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Esterar Boateng Tómasdóttur þar sem sótt er um lóð undir einbýlishús við Stekkjartún 1 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkt að úthluta lóðinni að Stekkjartúni 1.
10.
730 Litlagerði 7 og 9 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2104148
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs Eyþórs Dans Sigurðssonar þar sem sótt er um lóð undir parhús við Litlagerði 7 og 9 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðunum að Litlagerði 7 og 9.
11.
730 Stekkjarholt 3-5 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2105001
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Snævars Guðmundssonar þar sem sótt er um lóð undir parhús við Stekkjarholt 3 og 5 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Stekkjarholti 3 og 5.
12.
730 Brekkugerði 16 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús
Málsnúmer 2105018
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðsumsókn Önnu Steinunnar Árnadóttur þar sem sótt er um stækkun lóðar um 7 m til austurs.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar samanber tillögu.
13.
740 Miðgarður 16a - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2104056
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn Gísla Gunnarssonar þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings og stækkun lóðar að Miðgarði 16a á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar að Miðgarði 16a.
14.
750 Skólavegur 50a - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2105025
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn Smára Einarssonar þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings og stækkun lóðar að Skólavegi 50a á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
15.
Boðun XXXVI. landsþing sambandsins 21.maí 2021
Málsnúmer 2105031
Lagt fram fundarboð 36. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 21. maí nk.
Framlagt og kynnt. Fulltrúar Fjarðabyggðar verða Eydís Ásbjörnsdóttir, Pálína Margeirsdóttir og Ragnar Sigurðsson ásamt bæjarstjóra.
16.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga Austurlandi 2021
Málsnúmer 2105108
Framlagt aðalfundarboð Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 3. júní nk. ásamt boði á ársfund Austurbrúar sama dag. Aðalfundur verður kl. 10:00 og ársfundur kl. 11:00
17.
Þéttbýli - ljósleiðaravæðing
Málsnúmer 2104118
Umræða tekin um lagningu ljósleiðara í Fjarðabyggð.
Bæjarstjóri og bæjarritari vinna áfram að málinu.
18.
Skýrsla Eflu vegna myglutjóns í Breiðablik
Málsnúmer 2105105
Lögð fram til kynningar frumdrög að skýrslu EFLU vegna myglutjóns í Breiðablik og kostnaðarmats framkvæmdasviðs vegna viðgerðar á húsnæðinu.
Bæjarráð vísar erindi til eigna- og skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar og úrvinnslu framkvæmdasviðs. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði þegar endanleg skýrsla liggur fyrir sem og kostnaður við framkvæmdirnar.
19.
Ungmennaráð
Málsnúmer 2011130
Framlögð til kynningar sameiginleg fundargerð bæjarstjórnar og ungmennaráðs frá því á þriðjudaginn 11. maí.
20.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2021
Málsnúmer 2102016
Fundargerð 895. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar.
21.
Nefndaskipan Fjarðalista 2018 - 2022
Málsnúmer 1908104
Fram lagður tölvupóstur frá Hjördísi Helgu Seljan Þóroddsdóttur þar sem óskað er leyfi frá formennsku félagsmálanefndar frá 24. maí til 15. ágúst 2021.
Sigurður Ólafsson tekur sæti Hjördísar sem formanns nefndarinnar vegna fjarveru hennar.
22.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 288
Málsnúmer 2105006F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.maí lögð fram til afgreiðslu.
23.
Hafnarstjórn - 262
Málsnúmer 2104018F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 4.maí lögð fram til afgreiðslu.
24.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 88
Málsnúmer 2105005F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 10.maí lögð fram til afgreiðslu.
24.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 37
Málsnúmer 2104008F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 3.maí lögð fram til afgreiðslu.
25.
Fræðslunefnd - 98
Málsnúmer 2105007F
Fundargerð fræðslunefndar frá 11.maí lögð fram til afgreiðslu.
26.
Félagsmálanefnd - 144
Málsnúmer 2104003F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 10.maí lögð fram til afgreiðslu.