Bæjarráð
712. fundur
31. maí 2021 kl. 08:30 - 09:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2022
Farið yfir undirbúning vegna fjárhagsáætlunar 2022 fyrir málaflokka sem heyra undir bæjarráð, slökkvilið, sameiginlegan kostnað, atvinnumál og fjármagnsliði.
Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
2.
Ósk um lækkun eða niðurfellingu á gjaldi vegna lagningar ljósleiðara að býlinu Stöð.
Framlagt bréf Hansínu H. Jóhannesdóttur þar sem óskað er lækkunar á gjaldi vegna lagningar ljósleiðara að býlinu Stöð í Stöðvarfirði.
Vísað til skoðunar bæjarstjóra og bæjarritara.
Vísað til skoðunar bæjarstjóra og bæjarritara.
3.
Gjaldskrár vatnsveitna og fjármagnskostnaður
Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um álagningu vatnsgjalda og formlega umfjöllun um gjaldskrár vatnsveitna.
Vísað til fjármálastjóra til svara og bæjarráðs að nýju til umfjöllunar.
Vísað til fjármálastjóra til svara og bæjarráðs að nýju til umfjöllunar.
4.
Nýtt skipulag almannavarna í maí 2021
Lagt fram bréf Lögreglustjórans á Austurlandi er varðar nýtt skipulag almannavarna. Óskað er eftir tilnefningum á aðal- og varamanni í vinnuhóp Fjarðabyggðar fyrir 15. júní nk.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra málið til skoðunar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra málið til skoðunar.
5.
735 Sigmundarhús - Umsókn um lóð undir spennistöð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs, stofnun lóðar undir spennistöð í landi Sigmundarhúsa. Fyrirhugað er að rafvæða með landtengingu sjókvíar fyrirtækisins úti fyrir ströndinni, sbr. bréf Laxa Fiskeldis ehf., dagsett 26. mars 2020.
Bæjarráð samþykkir að lóð í landi Sigmundarhúsa verði stofnuð og felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna að stofnun lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir að lóð í landi Sigmundarhúsa verði stofnuð og felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna að stofnun lóðarinnar.
6.
Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2021
Framlagt bréf Listasmiðju Norðfjarðar þar sem sótt er um styrk til geiðslu faseignaskatts vegna Þiljuvalla 11 í Neskaupstað í samræmi við reglur Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk samkvæmt reglum.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk samkvæmt reglum.
7.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga Austurlandi 2021
Framlagt yfirlit yfir dagskrá aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og ársfundar Austurbrúar 3. júní nk.
8.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 38
Framlögð fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 17. maí sl. til afgreiðslu.
9.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 289
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 25. maí sl. lögð fram til afgreiðslu.
10.
Hafnarstjórn - 263
Fundargerð hafnarstjórnar frá 28. maí sl. lögð fram til afgreiðslu.
11.
Barnaverndarnefnd 2021
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 130 frá 26. maí sl. lögð fram til afgreiðslu.