Bæjarráð
713. fundur
7. júní 2021 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2022
Framhald umræðu frá síðasta fundi um undirbúning að fjárhagsáætlun 2022 fyrir þá málaflokka sem heyra beint undir bæjarráð, slökkvilið, sameiginlegan kostnað, atvinnumál og fjármagnsliði. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2022.
2.
Tilboð í Skólaveg 42 á Fáskrúðsfirði
Framlagt kauptilboð í Skólaveg 42 á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð samþykkir að taka ekki tilboði.
Bæjarráð samþykkir að taka ekki tilboði.
3.
Samstarf við Leigufélagið Bríet um leiguhúsnæði
Tekið fyrir að nýju erindi Bríetar leigufélags um eignir Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir forsendur og felur fjármálastjóra að vinna málið áfram.
Bæjarráð samþykkir forsendur og felur fjármálastjóra að vinna málið áfram.
4.
Aðgerðaáætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni
Lagt fram til kynningar bréf forsætisráðherra og formanns sambandsins er varðar aðgerðaáætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Vísað til fjölskyldusviðs og umfjöllunar í fræðslunefnd, félagsmálanefnd, barnaverndarnefnd.
Vísað til fjölskyldusviðs og umfjöllunar í fræðslunefnd, félagsmálanefnd, barnaverndarnefnd.
5.
Fundargerðir upplýsingaöryggisnefndar
Framlögð fundargerð upplýsingaöryggisnefndar nr. 7 frá 1. júní.
Bæjarráð samþykkir breytingu á skipan nefndarinnar að tillögu hennar. Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu tekur sæti í stað stjórnanda forvarnar- og stuðningsmála.
Bæjarráð samþykkir breytingu á skipan nefndarinnar að tillögu hennar. Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu tekur sæti í stað stjórnanda forvarnar- og stuðningsmála.
6.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2021
Fundargerð stjórnar sambandsins frá 28.maí lögð fram til kynningar.
7.
XXXVI. landsþing sambandsins í maí 2021
Fundargerð 36. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.