Fara í efni

Bæjarráð

714. fundur
14. júní 2021 kl. 08:30 - 11:35
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2021 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2104079
Framlagt sem trúnaðarmál yfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir fyrir janúar - apríl 2021, skatttekjur og launakostnað fyrir janúar - maí 2021.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2021
Málsnúmer 2005022
Vísað frá félagsmálanefnd til umfjöllunar bæjarráðs minnisblaði og greinargerð um rekstur og fjárhagsáætlun ársins 2021 í málaflokknum.
Fjallað um aðgerðir til að mæta kostnaði málaflokksins.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022-2025
Málsnúmer 2104074
Lögð fram samantekt fjármálastjóra á tillögum nefnda og sviðstjóra um breytingu á römmum vegna fjárhagsáætlunar ársins 2022.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2022.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2022
Málsnúmer 2104135
Lögð fram minnisblöð bæjarritara, fjármálastjóra, mannauðsstjóra, upplýsingafulltrúa og sökkviliðsstjóra varðandi áherslur og breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2022.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2022.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2022
Málsnúmer 2104129
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til umfjöllunar bæjarráðs minnisblöðum og áætlunum sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og sviðsstjóra framkvæmdasviðs, vegna úthlutunar fjárhagsramma nefndarinnar vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2022.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2022
Málsnúmer 2104136
Vísað frá hafnarstjórn til umfjöllunar bæjarráðs minnisblöðum og áætlun hafnarsjóðs vegna úthlutunar fjárhagsramma nefndarinnar vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2022.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2022
Málsnúmer 2104131
Vísað frá fræðslunefnd til umfjöllunar bæjarráðs minnisblaði vegna úthlutunar fjárhagsramma nefndarinnar vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2022.
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2022
Málsnúmer 2104134
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til umfjöllunar bæjarráðs, minnisblaði vegna úthlutunar fjárhagsramma nefndarinnar vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2022.
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2022
Málsnúmer 2104133
Vísað frá félagsmálanefnd til umfjöllunar bæjarráðs minnisblaði vegna úthlutunar fjárhagsramma nefndarinnar vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2022.
10.
Starfs- og fjárhagsáætlun barnaverndarnefndar 2022
Málsnúmer 2104132
Vísað frá barnaverndarnefnd til umfjöllunar bæjarráðs minnisblaði vegna úthlutunar fjárhagsramma nefndarinnar vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2022.
11.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2022
Málsnúmer 2104130
Lagt til umfjöllunar bæjarráðs minnisblaði vegna úthlutunar fjárhagsramma nefndarinnar vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Minnisblað verður lagt fyrir fund menningar- og nýsköpunarnefnd síðar í dag.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2022.
12.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1904072
Lögð fram tillaga fyrir fjárhagsáætlun 2022 vegna almenningssamgangna í formi minnisblaðs upplýsingafulltrúa ásamt skýrslu Verkfræðistofunnar Eflu um almenningssamgöngur í Fjarðabyggð. Skýrslan hefur verið tekin fyrir í þeim fastanefndum sveitarfélagsins sem aðkomu hafa að málinu.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2022 og útfært í samræmi við fjárveitingar þar.
13.
Viðtalstímar bæjarstjóra 2021
Málsnúmer 2106091
Lagt fram minnisblað upplýsingafulltrúa um viðtalstíma bæjarstjóra sem fram fóru 25. maí - 8. júní 2021.
14.
17. júní 2021
Málsnúmer 2106090
Lagt fram minnisblað upplýsingafulltrúa vegna hátíðahalda 17. júní 2021. Að þessu sinni mun ungmennafélagið Austri á Eskifirði sjá um hátíðahöldin.
Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði.
15.
Rekstur hjúkrunarheimila 2021
Málsnúmer 2102144
Lagt fram yfirlit yfir fjárhagsstöðu og rekstur hjúkrunarheimila á árinu 2021 og mögulegt uppgjör við HSA, Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar Íslands.
Vísað frekari vinnslu fjármálastjóra og gerðar viðauka þegar niðurstöður uppgjörs liggja fyrir. Jafnframt er fjármálstjóra heimilt að leggja hjúkrunarheimilinum til fjármagn til uppgjörs.
16.
Upplýsingaöryggisstefna
Málsnúmer 1805200
Framlögð til afgreiðslu yfirfarin og uppfærð upplýsingaöryggisstefna. Upplýsingaöryggisstefna var staðfest 16. júlí 2018 en síðan þá hafa orðið smávægilegar breytingar s.s. staðlar og lagabreytingar. Þá voru einnig gerðar smávægilegar breytingar á orðalagi.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
17.
Útvistunarstefna upplýsingatæknimála
Málsnúmer 1805201
Framlögð til afgreiðslu uppfærð útvistunarstefna upplýsingatæknimála. Útvistunarstefnan var samþykkt 16. júlí 2018 en síðan þá hafa orðið smávægilegar breytingar s.s. tilkoma nýrra staðla.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
18.
Persónuverndarstefna
Málsnúmer 1805202
Framlögð til afgreiðslu yfirfarin persónuverndarstefna Fjarðabyggðar. Persónuverndarstefnan var staðfest 16. júlí 2018 en síðan þá hafa orðið smávægilegar breytingar s.s. lagabreytingar.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
19.
Endurnýjun samnings um Rentaprent
Málsnúmer 2106060
Lagður fram til kynningar og staðfestingar samningur um prentþjónustu í stofnunum Fjarðabyggðar auk minnisblaðs bæjarritara.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
20.
Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022
Málsnúmer 2106040
Lögð fram til upplýsinga ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár, til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022.
21.
Egilsbúð
Málsnúmer 2106051
Lögð fram tvö erindi Leikfélags Neskaupstaðar og nemenda 9. bekkjar Nesskóla, er varða aðstöðu í félagsheimilinu Egilsbúð. Erindi barst jafnframt í viðtalstíma bæjarstjóra.
Vísað til framkvæmdasviðs til skoðunar.
22.
Norðfjarðarvöllur
Málsnúmer 2106052
Framlagt erindi 9. bekkjar Nesskóla þar sem óskað er eftir að lagt verði nýtt gervigras á Norðfjarðarvöll og girðingar við völlinn verði hækkaðar.
Að svo stöddu er forgangur sveitarfélagsins í viðhald íþróttamannvirkja á Fjarðabyggðarhöllina en erindið verður tekið til skoðunar til framtíðar litið.
23.
Bréf til Bæjarráðs frá stjórn foreldrafélags Nesskóla
Málsnúmer 2106076
Framlagt bréf foreldrafélags Nesskóla er varðar framkvæmdir við lóð skólans.
Bæjarráð vísar erindi til vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2022 en unnið er að hönnun lóðar á þessu ári.
24.
Bréf til bæjarráðs frá Vinum Valhallar
Málsnúmer 2106069
Framlagt erindi frá Vinum Valhallar um frekari stuðning við núverandi hlutverk félagsheimilisins Valhallar á Eskifirði.
Vísað til bæjarstjóra til skoðunar. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
25.
Húsaleigusamningur um Sæberg 1 Breiðdalsvík
Málsnúmer 2105008
Leigusamningur um Sæberg 1 í Breiðdal milli Háskóla Íslands og Fjarðabyggðar lagður fram til afgreiðslu ásamt samstarfssamningi um starfsemi rannsóknaseturs háskólans.
Bæjarráð samþykkir leigusamning og samstarfssamning og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
26.
735 Lambeyrarbraut - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2011049
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs, lóðarumsókn Maríu Bjarkar Ríkharðsdóttur um lóðina við Lambeyrarbraut 1a á Eskifirði undir einbýlishús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
27.
Aðalfundarboð 2021 - Olíusamlagið
Málsnúmer 2106094
Framlagt fundarboð aðalfundar Olíussamlags útvegsmanna í Neskaupstað þann 18. júní 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
28.
Nýtt skipulag almannavarna í maí 2021
Málsnúmer 2105157
Tekið fyrir að nýju bréf Lögreglustjórans á Austurlandi er varðar nýtt skipulag almannavarna. Óskað er eftir tilnefningum á aðal- og varamanni í vinnuhóp Fjarðabyggðar fyrir 15. júní nk.
Bæjarráð samþykkir að slökkviliðsstjóri verði sem aðalmaður í vinnuhópnum og til vara sviðsstjóri framkvæmdasviðs.
29.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 290
Málsnúmer 2106002F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 7.júní lögð fram til afgreiðslu.
30.
Hafnarstjórn - 264
Málsnúmer 2106007F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 8.júní lögð fram til afgreiðslu.
31.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 89
Málsnúmer 2106005F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 6. júní lögð fram til afgreiðslu.
32.
Fræðslunefnd - 99
Málsnúmer 2106004F
Fundargerð fræðslunefndar frá 9. júní lögð fram til afgreiðslu.
33.
Félagsmálanefnd - 145
Málsnúmer 2106006F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 8. júní lögð fram til afgreiðslu.
34.
Barnaverndarnefnd 2021
Málsnúmer 2101080
Framlögð fundargerð barnaverndarnefndar nr. 131 frá 10. júní sl. til afgreiðslu.