Bæjarráð
715. fundur
21. júní 2021 kl. 09:30 - 11:40
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2022
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd tillögum nefndarinnar að rammaúthlutun vegna ársins 2022 til bæjarráðs. Bæjarráð vísar minnisblaði til fjárhagsáætlunargerðar 2022.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022-2025
Lögð fram að nýju samantekt á tillögum nefnda og sviðsstjóra um breytingar á römmum vegna fjárhagsáætlunar ársins 2022. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um breytingar á römmum vegna fjárhagsáætlunar 2022 og felur fjármálastjóra nánari útfærslu þeirra. Bæjarráð mun jafnframt yfirfara fjárhagsramma að nýju fyrir komandi fjárhagsáætlunarvinnu haustsins.
3.
Gjafasjóðir Hildar Eiríksdóttur og Jón Einars Einarssonar
Lögð fram staðfesting á ráðstöfun Fjarðabyggðar úr gjafasjóði Jóns Einars Einarssonar til uppbyggingar á þjónustu við aldraða í Breiðdal. Bæjarráð samþykkir ráðstöfun úr gjafasjóði samkvæmt tillögu í minnisblaði.
4.
Úttekt húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Fjarðabyggðar
Lögð fram úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á starfsemi slökkviliðs Fjarðabyggðar. Bæjarráð vísar úttektinni til slökkviliðsstjóra með beiðni um að aðgerðaáætlun verði lögð fyrir bæjarráð á komandi hausti.
5.
Skýrsla Eflu vegna myglutjóns í Breiðablik
Lögð fram til kynningar skýrsla EFLU vegna myglutjóns í Breiðablik.
Skýrslu er vísað til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd en unnið er að kostnaðargreiningu og forgangsröðun framkvæmdanna af hálfu framkvæmdasviðs.
Skýrslu er vísað til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd en unnið er að kostnaðargreiningu og forgangsröðun framkvæmdanna af hálfu framkvæmdasviðs.
6.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2021
Fundargerð stjórnar Sambandsins íslenskra sveitarfélaga nr. 899 lögð fram til kynningar.
7.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 39
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 14. júní lögð fram til afgreiðslu.
8.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 90
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14. júní lögð fram til afgreiðslu.