Bæjarráð
716. fundur
5. júlí 2021 kl. 08:30 - 11:14
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2021
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat þennan lið fundarins og fór yfir stöðu framkvæmda fyrstu sex mánuði ársins.
2.
760 - Beiðni um framkvæmdaleyfi, lóð undir tjaldsvæði
Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna haugsetningar efnis í Breiðdal. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt veitingu framkvæmdaleyfis, fyrir sitt leyti, í tölvupóstssamskiptum milli funda. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir veitingu framkvæmdaleyfis.
3.
730 Hjallaleira 17 og 19 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Sigmundar Sigmundssonar, dagsett 16. júní 2021, þar sem sótt er um lóðirnar við Hjallaleiru 17 og 19 á Reyðarfirði undir atvinnuhúsnæði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni við Hjallaleiru 19 en nefndin gat hins vegar ekki samþykkt úthlutun lóðarinnar við Hjallaleiru 17 þar sem hún er í notkun sveitarfélagsins. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur með tölvupóstsamskiptum á milli funda, samþykkt að endurskoða þessa afstöðu og heimila einnig úthlutun á lóðinni að Hjallaleiru 17.
Bæjarráð staðfestir úthlutun á lóðinni að Hjallaleiru 19 og samþykkir jafnframt að sú starfsemi sem verið hefur á lóðinni að Hjallaleiru 17 á vegum sveitarfélagsins verði fundinn annar staður og að báðum lóðunum verði úthlutað til Sigmundar Sigmundssonar.
Bæjarráð staðfestir úthlutun á lóðinni að Hjallaleiru 19 og samþykkir jafnframt að sú starfsemi sem verið hefur á lóðinni að Hjallaleiru 17 á vegum sveitarfélagsins verði fundinn annar staður og að báðum lóðunum verði úthlutað til Sigmundar Sigmundssonar.
4.
Gjaldskrár vatnsveitna og fjármagnskostnaður
Lögð fram drög að svari til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 7. maí sl. um gjaldskrársetningu Vatnsveitu Fjarðabyggðar. Fjarðabyggð gerir verulegar athugasemdir við túlkun ráðuneytisins á þeirri skilgreiningu hvað sé fjármagnskostnaður í rekstri vatnsveitna. Jafnframt fylgir yfirferð fjármálastjóra á gjaldskrá Vatnsveitu Fjarðabyggðar m.t.t. ársins 2022. Bæjarráð felur fjármálastjóra að koma afstöðu sveitarfélagsins á framfæri við ráðuneytið.
5.
Breyting á reglugerð um kjör íþróttamann ársins 2021
Lagt fram minnisblað stjórnanda íþróttahúsa og sundlauga um breytingar á reglugerð um kjör íþróttamanns ársins en íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt þær. Bæjarráð staðfestir reglugerðina.
6.
Sumaropnun í veitingaskála í Oddsskarði
Stjórnandi íþróttahúsa og sundlauga leggur fram minnisblað með ósk um sumaropnun í veitingaskála í Oddsskarði. Þar sem langt er liðið á sumarið telur bæjarráð ekki raunhæft að opna almenna veitingaaðstöðu á þessum tímapunkti í Oddsskarði. Bæjarráð felur stjórnanda íþróttahúsa og sundlauga að kanna grundvöll fyrir sumarstarfsemi í Oddsskarði sumarið 2022, mögulega markaðssetningu svæðisins og leggja þær tillögur fyrir íþrótta- og tómstundanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd. Tillögur liggi fyrir í lok október.
7.
Fánar á Eskifirði - beiðni um hækkun á árlegri greiðslu vegna flöggunar
Beiðni Félags eldri borgara á Eskifirði um hækkun á greiðslu vegna flöggunar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Félag eldri borgara á Eskifirði og jafnframt að fara yfir fyrirkomulag flöggunar í öðrum bæjarhlutum Fjarðabyggðar.
8.
Austfjarðatröllið
Lögð fram beiðni frá forsvarsmönnum Austfjarðatröllsins og minnisblað upplýsingafulltrúa, um styrk vegna keppninnar 2021. Bæjarráð samþykkir að styrkja keppnina um fasta fjárhæð með sambærilegum hætti og verið hefur en getur ekki orðið við beiðni um afnot af húsnæði. Upplýsingafulltrúa falin nánari útfærsla.
9.
Upplýsingaöryggisstefna
Upplýsingaöryggisstefna var staðfest 16. júlí 2018 en síðan þá hafa orðið smávægilegar breytingar s.s. staðlar og lagabreytingar. Þá voru einnig gerðar smávægilegar breytingar á orðalagi. Bæjarstjórn vísar stefnunni til síðari umræðu í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir upplýsingaöryggisstefnu samhljóða.
10.
Persónuverndarstefna
Persónuverndarstefnan var staðfest 16. júlí 2018 en síðan þá hafa orðið smávægilegar breytingar s.s. lagabreytingar. Bæjarstjórn vísar stefnunni til síðari umræðu í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir persónuverndarstefnu samhljóða.
11.
Útvistunarstefna upplýsingatæknimála
Útvistunarstefna upplýsingatæknimála var samþykkt 16. júlí 2018 en síðan þá hafa orðið smávægilegar breytingar s.s. tilkoma nýrra staðla. Bæjarstjórn vísar stefnunni til síðari umræðu í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir útvistunarstefnu upplýsingatæknimála samhljóða.
12.
Kauptilboð - Skólavegur 98-112 grunnur Fáskrúðsfirði.
Farið yfir stöðu kaupsamnings vegna Skólavegar 98-112 á Fáskrúðsfirði og efndir hans. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning að riftun á kaupsamningi vegna Skólavegar 98-112 og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
13.
740 Fólkvangur - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 18. júní 2021, þar sem sótt er um lóð undir salernishús á áningarstaðnum við Fólkvanginn í Neskaupstað. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
14.
Þróunarverkefni og atvinnumál
Framlagt sem trúnaðarmál erindi um atvinnumál.
15.
Þróunarverkefni og atvinnulíf
Umfjöllun um gerð viljayfirlýsingar vegna framleiðslu á grænum orkugjöfum á landi. Bæjarstjóra falin áframhaldandi vinnsla málsins á grundvelli umræðu á fundinum.
16.
Viljayfirlýsing um samstarf - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál, drög að viljayfirlýsingu um samstarf í atvinnusköpun í sveitarfélaginu auk minnisblaðs atvinnu- og þróunarstjóra. Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur bæjarstjóra áframhaldandi vinnslu málsins á grundvelli umræðu á fundinum.
17.
Ofanflóðahættumat fyrir Stöðvarfjörð
Skipan fulltrúa í hættumatsnefnd vegna ofanflóðahættu í Stöðvarfirði. Bæjarráð skipar sviðsstjóra framkvæmdasviðs og formann eigna- skipulags- og umhverfisnefndar í nefndina.
18.
Uppsetning á útiæfingatækjum
Erindi Guðrúnar Smáradóttur er varðar mögulega uppsetningu útiæfingatækja í Neskaupstað. Bæjarráð tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að skoða mögulega staðsetningu tækjanna, kostnað við uppsetningu þeirra og viðhald og leggja fyrir bæjarráð að nýju. Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.