Fara í efni

Bæjarráð

717. fundur
7. júlí 2021 kl. 12:00 - 12:45
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Þróunarverkefni og atvinnulíf
Málsnúmer 2106206
Lögð fram sem trúnaðarmál drög að viljayfirlýsingu vegna framleiðslu á grænum orkugjöfum á landi.
Bæjarráð samþykkir drög viljayfirlýsingar og felur bæjarstjóra að ljúka henni og undirrita og senda bæjarráði.
2.
Ný þjónustumiðstöð - Fáskrúðsfjörður
Málsnúmer 2012075
Verktakinn Og Synir ehf. hafa sagt sig frá tilboði í byggingu á þjónustumiðstöð á Fáskrúðsfirði. Framkvæmdasvið óskar eftir heimild til að ganga til samninga við verktaka á svæðinu miðað við kostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að leita samninga við verktaka á svæðinu um byggingu hússins á grundvelli kostnaðaráætlunar.