Bæjarráð
719. fundur
23. júlí 2021 kl. 12:00 - 12:45
í fjarfundi
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Samningur um orkukaup fyrir fjarvarmaveituna Reyðarfirði
Lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra og forstöðumanni veitna auk draga að samningi við RARIK, um orkukaup fyrir fjarvarmaveituna á Reyðarfirði. Bæjarráð samþykkir samning, felur fjármálastjóra að ganga frá honum og bæjarstjóra undirritun hans.
2.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2021
Fiskeldissjóði er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Umsóknarfrestur um styrki úr Fiskeldissjóði á árinu 2021 er til 30.ágúst. Atvinnu- og þróunarstjóra falið að undirbúa umsókn í sjóðinn sem lögð verði fyrir bæjarráð um miðjan ágúst.
3.
740 Blómsturvellir 29-31 - Umsókn um lóð - Parhús eða þriggja íbúða raðhús
Lögð fram lóðarumsókn Önnu Margrétar Sigurðardóttur, dagsett 23. júní 2021, þar sem sótt er um lóð undir par eða raðhús á lóðunum við Blómsturvelli 29-31 á Norðfirði. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
4.
Þiljuvellir 13 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging og breytt notkun
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar. dagsett 11. júní 2021, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 68,9 m2 og 208,1 m3 viðbyggingu við húsnæði sveitarfélagsins að Þiljuvöllum 13 á Norðfirði. Jafnframt er sótt um að breyta notkun hússins úr íbúðum í safnastarfsemi fyrir skjalasafn Fjarðabyggðar. Lagt fram bréf með samþykki Minjastofnunar Íslands vegna fyrirhugaðra breytinga á húsinu, dagsett 28. maí 2021. Lögð fram athugasemd íbúa Þiljuvalla 14, dagsett 9. júlí 2021. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 20. júlí 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemd sé ekki þess eðlis að hafna beri umsókn og samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar afgreiðslu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar á grenndarkynningu og um leið umsókn Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemd sé ekki þess eðlis að hafna beri umsókn og samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar afgreiðslu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar á grenndarkynningu og um leið umsókn Fjarðabyggðar.
5.
750 Hafnargata 32 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Loðnuvinnslunnar hf. dagsett 2. júní 2021, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 147,5 m2 og 652,7 m3 viðbyggingu í kverk austan frystitækjasalar og norðan við núverandi pökkunnarsal auk starfsmannaaðstöðu í húsnæði fyrirtækisins að Hafnargötu 32 á Fáskrúðsfirði. Bæta á við eimsvala norðan við vélasal til að minnka hávaða og lækka hljóðstig frá núverandi kælibúnaði til að uppfylla viðmiðunarmörk fyrir hávaða frá atvinnustarfsemi í samræmi reglugerð um hávaða nr. 724/2008. Lögð fram athugasemd eiganda Búðavegar 24. dagsett 4. júlí 2021. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemdar, dagsett 20. júlí 2021. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt umsóknina, fyrir sitt leyti.
Nefndin samþykkir jafnframt að hljóðvist við Búðaveg 24 verði mæld þegar framkvæmdum er lokið og búnaður kominn í fulla virkni, til að sannreyna útreikninga um að hljóðstig sé innan tilskilinna marka. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar afgreiðslu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar á grenndarkynningu og um leið umsókn Loðnuvinnslunnar með þeim fyrirvara að tryggt verði í hönnunar- og framkvæmdaferli að hljóðvist verði innan tilskilinna marka sem skilgreind eru í reglugerð um hávaða nr. 724/2008.
Nefndin samþykkir jafnframt að hljóðvist við Búðaveg 24 verði mæld þegar framkvæmdum er lokið og búnaður kominn í fulla virkni, til að sannreyna útreikninga um að hljóðstig sé innan tilskilinna marka. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar afgreiðslu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar á grenndarkynningu og um leið umsókn Loðnuvinnslunnar með þeim fyrirvara að tryggt verði í hönnunar- og framkvæmdaferli að hljóðvist verði innan tilskilinna marka sem skilgreind eru í reglugerð um hávaða nr. 724/2008.
6.
750 Hafnargata 39 - Umsókn um byggingarleyfi, þjónustumiðstöð
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 18. mars 2021, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 304,8 m2 og 1.468,5 m3 þjónustumiðstöð á lóð Hafnarsjóðs að Hafnargötu 39 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram athugasemd eiganda Hafnargötu 42, dagsett 5. júlí 2021. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 20. júlí 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemd sé ekki þess eðlis að hafna beri umsókn og samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar afgreiðslu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar á grenndarkynningu og um leið umsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemd sé ekki þess eðlis að hafna beri umsókn og samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar afgreiðslu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar á grenndarkynningu og um leið umsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar.