Fara í efni

Bæjarráð

720. fundur
9. ágúst 2021 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá
1.
Útboð vátrygginga Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2107049
Framlögð drög að útboðsgögnum vegna útboðs vátrygginga Fjarðabyggðar og stofnana. Bæjarráð samþykkir drögin og felur fjármálastjóra og bæjarritara að hefja útboðsferil.
2.
Reglur um fjarvistir 2021
Málsnúmer 2106138
Lagðar fram til samþykktar endurskoðaðar reglur um fjarvistir. Bæjarráð samþykkir reglurnar í umboði bæjarstjórnar.
3.
Auglýsing ákvörðunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga
Málsnúmer 2003111
Lögð fram til upplýsinga ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjóran og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga.
4.
Aðild að Jafnvægisvog FKA
Málsnúmer 2107098
Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra um aðild Fjarðabyggðar að jafnvægisvog FKA (Félags kvenna i atvinnurekstri). Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið gerist aðili að jafnvægisvog FKA og felur mannauðsstjóra að hefja það ferli.
5.
Áhættumat í rekstri upplýsingatæknikerfa 2018
Málsnúmer 1808035
Framlagt sem hluti af áhættumati í rekstri upplýsingatæknikerfa sem úrbótaverkefni sem komu fram við endurskoðun kerfisins. Úrbætur hafa verið skilgreindar sem unnið verður að haustið 2021. Skjalið er lagt fram sem trúnaðarmál. Í umboði bæjarstjórnar samþykkir bæjarráð framlögð atriði, sem hluta af áhættumati í rekstri upplýsingatæknikerfa.
6.
Upplýsingaöryggismál - öryggiskröfur og öryggisráðstafanir ásamt hlítingarlista
Málsnúmer 1803098
Framlagðar endurskoðaðar öryggiskröfur og öryggisráðstafanir vegna reksturs upplýsingakerfa Fjarðabyggðar. Bæjarráð samþykkir öryggiskröfur og öryggisráðstafanir vegna reksturs upplýsingakerfa Fjarðabyggðar í umboði bæjarstjórnar.
7.
Lúpína í Búðarárgili
Málsnúmer 2108031
Erindi Einars Þorvarðarsonar er varðar Búðarárfosshvamminn á Reyðarfirði og ágengni lúpínu við Búðarárgilið. Bæjarráð tekur undir með bréfritara um ágengni lúpínunnar víða í sveitarfélaginu og vísar málinu til vinnslu umhverfisstjóra og eigna-, skipulags-, og umhverfisnefndar.
8.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 292
Málsnúmer 2107005F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 22.júlí, lögð fram og staðfest í umboði bæjarstjórnar.