Fara í efni

Bæjarráð

721. fundur
16. ágúst 2021 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2021 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2104079
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárfestingar fyrir janúar - júní og skatttekjur og launakostnað fyrir janúar - júlí 2021.
2.
Bréf til bæjarráðs frá Vinum Valhallar
Málsnúmer 2106069
Tekið fyrir að nýju í bæjarráði erindi frá Vinum Valhallar um frekari stuðning við núverandi hlutverk félagsheimilisins Valhallar á Eskifirði.
Bæjarstjóri fundaði með Vinum Valhallar um málefni Valhallar og kynnti efni hans.
Bæjarstjóra falið að leggja fyrir uppfærð drög að samningi við Vini Valhallar.
3.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð - Verðkönnun 2021
Málsnúmer 2107034
Lagt fyrir minnisblað upplýsingafulltrúa með niðurstöðum úr verðfyrirspurn vegna Almenningssamganga í Fjarðabyggð 2021 - 2022.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Ís-Travel í akstur á leið 1, Neskaupstaður - Fáskrúðsfjörður - Neskaupstaður en hafnar tilboði í leið 2, Breiðdalur - Fáskrúðsfjörður - Breiðdalur. Bæjarstjóra falið að taka upp viðræður um þá leið. Bæjarstjóra falið að undirrita samning um akstur á leið 1. Kostnaði er vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2021.
4.
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf 2020
Málsnúmer 2108043
Framlagður ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. fyrir árið 2020.
Bæjarráð samþykkir ársreikning fyrir sitt leyti.
5.
Aðalfundur í stjórn Breiðdalsseturs 2021
Málsnúmer 2108052
Óskað eftir tilnefningu Fjarðabyggðará aðal- og varamanni í stjórn Breiðdalsseturs á aðalfundi 21. 8. nk.
Bæjarráð samþykkir að Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri verði aðalmaður í stjórn og Hákon Hansson varamaður. Bæjarstjóri fer með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
6.
Gjaldskrá leikskóla 2021
Málsnúmer 2009122
Framlögð tillaga að breytingu á gjaldskrá þar sem breyting verður á gjaldi fyrir máltíðir barna til samræmis við starfs- og fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum að gjaldskráin taki breytingum frá og með 1. september 2021. Ragnar Sigurðsson greiðir atkvæði á móti.
7.
Gjaldskrá skólamats í grunnskólum 2021
Málsnúmer 2009119
Framlögð tillaga um að fella niður gjaldskrá þar sem breyting verður á gjaldi fyrir máltíðir barna til samræmis við starfs- og fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum að gjaldskráin falli niður frá og með 1. september 2021. Ragnar Sigurðsson greiðir atkvæði á móti.
8.
730 Búðarmelur 9a-b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2108014
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lóðarumsókn Kolbeins Guðnasonar, dagsett 3. ágúst 2021, þar sem sótt er um lóðina við Búðarmel 9a-b á Reyðarfirði undir parhús.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
9.
730 Búðarmelur 7a-b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2108015
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lóðarumsókn Kolbeins Guðnasonar, dagsett 3. ágúst 2021, þar sem sótt er um lóðina við Búðarmel 7a-b á Reyðarfirði undir parhús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
10.
740 Egilsbraut 6 - Umsókn um stækkun lóðar
Málsnúmer 2108032
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd umsókn Eimskip Íslands ehf, dagsett 9. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar fyrirtækisins að Egilsbraut 6 á Norðfirði til samræmis við lóð nyrðri hluta hússins eða um 800 m2. Samþykki hafnarstjórnar vegna stækkunar lóðarinnar liggur fyrir.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Viðhengi
1099.pdf
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 293
Málsnúmer 2108005F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. ágúst s.l. lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
12.
Hafnarstjórn - 265
Málsnúmer 2108003F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 11. ágúst lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar fundargerð hafnarstjórnar.