Bæjarráð
722. fundur
23. ágúst 2021 kl. 09:00 - 09:30
í fjarfundi
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Reglur um áreitni og einelti á vinnustað - endurskoðun
Framlagðar endurskoðaðar reglur um viðbrögð við áreitni og einelti á vinnustöðum sveitarfélagsins. Reglurnar hafa verið uppfærðar og aðlagaðar.
Bæjarráð samþykkir uppfærslu á reglunum fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir uppfærslu á reglunum fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2.
Alþingiskosningar 2021
Samkvæmt 46.gr. samþykkta um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar, annast bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, gerð kjörskrár, fjallar um athugasemdir við kjörskrár, gerir nauðsynlegar leiðréttingar og afgreiðir ágreiningsmál í samræmi við ákvæði laga um kosningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja kjörskrá vegna væntanlegra Alþingiskosninga þann 25. september 2021. Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra, fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga þann 25. september 2021. Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja kjörskrá vegna væntanlegra Alþingiskosninga þann 25. september 2021. Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra, fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga þann 25. september 2021. Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs.
3.
Nýtt skipulag almannavarna
Framlögð skipting á kostnaði sveitarfélaganna við almannavarnir á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir kostnaðinn og óskar eftir að fá á fund bæjarráðs lögreglustjórann á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir kostnaðinn og óskar eftir að fá á fund bæjarráðs lögreglustjórann á Austurlandi.
4.
Samningur um rekstur handverksmarkaðar á Stöðvarfirði
Fram lögð drög að nýjum samningi um rekstur handverkshúss og gestastofu í Salhúsmarkaðinum, Samkomuhúsi Stöðvarfjarðar fyrir árin 2022 og 2025.
Bæjarráð samþykkir samninginn í samræmi við umræðu á fundinum og felur bæjarstjóra frágang og undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn í samræmi við umræðu á fundinum og felur bæjarstjóra frágang og undirritun hans.
5.
7.000 tonna framleiðsla á ófrjóum laxi í Stöðvarfirði á vegum Fiskeldis Austfjarða hf. - beiðni um umsögn
Framlögð drög að umsögn til Matvælastofnunar um 7.000 tonna laxeldi í Stöðvarfirði.
Bæjarráð samþykkir umsögnina og felur bæjarstjóra að veita hana.
Bæjarráð samþykkir umsögnina og felur bæjarstjóra að veita hana.